Jason Mraz heldur tónleika á Íslandi Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 10. febrúar 2017 17:25 Jason Mraz vildi ólmur koma til landsins, segir Guðbjartur. vísir/afp Söngvarinn hugljúfi Jason Mraz er á leið til landsins og verður með tónleika í Eldborgarsal Hörpu hinn 1. apríl næstkomandi. Hann hyggst aðeins halda þessa einu tónleika hér á landi og verður opnað fyrir miðasölu næstkomandi miðvikudag. Guðbjartur Finnbjörnsson tónleikahaldari segir að um verði að ræða sólótónleika sem séu hluti af tónleikaferðalagi Mraz, þar sem Mraz mætir einn með gítarinn sinn. „Þetta er í raun bara nýtilkomið. Ég fór að skoða þetta aðeins og tala við umboðsmennina og Mraz virtist ólmur vilja koma til landsins. Ég fékk svo bara tölvupóst fyrir stuttu og þá var þetta ákveðið,“ segir Guðbjartur í samtali við Vísi. Jason Mraz hefur hlotið demants-, platínu og gullplötur í meira en 20 löndum og eru hans vinsælustu lög „I‘m yours“ og „I won‘t give up“. Þá hefur hann hlotið tvö Grammy verðlaun og fleiri tilnefningar. Miðaverð verður frá 5.900 krónum upp í 10.900 krónur, en nánari upplýsingar eru að finna á vef Hörpu. Opnað verður fyrir miðasölu klukkan tíu á miðvikudagsmorgun, 15. febrúar næstkomandi. Tónlist Mest lesið „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Lífið Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Menning Valdi hættur að spila í neðri deildunum Lífið Innsýn í molnandi hjónaband: „Persónuleikinn þinn var ekki svona fyrir nokkrum árum“ Lífið Gugga í gúmmíbát fagnaði afmæli sínu með heitustu guggum landsins Lífið Heillandi arkitektúr í Garðabæ Lífið Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Lífið Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Lífið Embla Wigum og Lindsey Lohan glæsilegar á rauða dreglinum Lífið Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Fleiri fréttir Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans „Öll dýrin í skóginum voru vinir“ Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Sjá meira
Söngvarinn hugljúfi Jason Mraz er á leið til landsins og verður með tónleika í Eldborgarsal Hörpu hinn 1. apríl næstkomandi. Hann hyggst aðeins halda þessa einu tónleika hér á landi og verður opnað fyrir miðasölu næstkomandi miðvikudag. Guðbjartur Finnbjörnsson tónleikahaldari segir að um verði að ræða sólótónleika sem séu hluti af tónleikaferðalagi Mraz, þar sem Mraz mætir einn með gítarinn sinn. „Þetta er í raun bara nýtilkomið. Ég fór að skoða þetta aðeins og tala við umboðsmennina og Mraz virtist ólmur vilja koma til landsins. Ég fékk svo bara tölvupóst fyrir stuttu og þá var þetta ákveðið,“ segir Guðbjartur í samtali við Vísi. Jason Mraz hefur hlotið demants-, platínu og gullplötur í meira en 20 löndum og eru hans vinsælustu lög „I‘m yours“ og „I won‘t give up“. Þá hefur hann hlotið tvö Grammy verðlaun og fleiri tilnefningar. Miðaverð verður frá 5.900 krónum upp í 10.900 krónur, en nánari upplýsingar eru að finna á vef Hörpu. Opnað verður fyrir miðasölu klukkan tíu á miðvikudagsmorgun, 15. febrúar næstkomandi.
Tónlist Mest lesið „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Lífið Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Menning Valdi hættur að spila í neðri deildunum Lífið Innsýn í molnandi hjónaband: „Persónuleikinn þinn var ekki svona fyrir nokkrum árum“ Lífið Gugga í gúmmíbát fagnaði afmæli sínu með heitustu guggum landsins Lífið Heillandi arkitektúr í Garðabæ Lífið Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Lífið Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Lífið Embla Wigum og Lindsey Lohan glæsilegar á rauða dreglinum Lífið Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Fleiri fréttir Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans „Öll dýrin í skóginum voru vinir“ Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Sjá meira