Reiðin kraumar í Næturdrottningu Sólveig Gísladóttir skrifar 11. febrúar 2017 10:00 Harpa Ósk Björnsdóttir sem Næturdrottningin í Töfraflautu Mozarts. Mynd/Ernir Nemendaópera Söngskólans í Reykjavík flytur Töfraflautuna eftir Mozart í Norðurljósasal Hörpu á sunnudaginn. Harpa Ósk Björnsdóttir fer með hið krefjandi hlutverk Næturdrottningarinnar en samhliða fullu söngnámi stundar Harpa nám í rafmagnsverkfræði. „Þetta er í fyrsta sinn sem ég tek þátt í nemendaóperunni því ég hef alltaf verið í tveimur skólum og ekki haft tíma,“ segir Harpa Ósk. Í þetta sinn vantaði einhvern til að syngja hlutverk Næturdrottningarinnar og hún beðin um að taka það að sér. „Ég ákvað að slá til því þó að Næturdrottningin sé risastórt hlutverk þá syngur hún aðeins tvær aríur og það er hentugt með skóla,“ segir Harpa og brosir. Aríurnar tvær eru þó afar flóknar og hlutverk Næturdrottningarinnar þykir eitt mest krefjandi sópranhlutverk í óperuheiminum. „Ég gerði mér sjálf ekki grein fyrir að ég gæti þetta en söngkennarinn minn ákvað að prófa í einum söngtímanum og það kom mér á óvart að þetta væri hægt,“ segir hún. Söngkonan þarf að ná afar háum tónum í aríunum en Harpa segir það þó ekki það erfiðasta. „Hæðin kom nokkuð léttilega en svo syngur Næturdrottningin langa skala sem eru tæknilega erfiðir og erfitt að anda. Svo þarf hún líka alltaf að vera svo rosalega reið,“ segir Harpa og hlær. Hún þurfi því að sýna miklar tilfinningar en passa samt öndunina.Fríður hópur nemenda Söngskóla Reykjavíkur flytur Töfraflautuna eftir Mozart í Norðurljósasal Hörpu sunnudaginn 12. febrúar.Mynd/ernirGóð fyrsta ópera Æfingar á óperunni hafa staðið síðan í haust og Harpa segir allt smollið saman núna. Hún lofar góðri skemmtun. „Þetta er ein skemmtilegasta ópera sem hefur verið samin. Hún er með einföldum boðskap, léttum og skemmtilegum söguþræði og ekki mjög löng. Þá eru í henni alls konar furðuverur,“ lýsir hún og bætir við að fínt sé fyrir þá sem ekki hafa farið á óperur áður að byrja á þessari. „Aldrei þessu vant þori ég að bjóða vinum mínum að koma,“ segir hún og segir hana einnig henta öllum aldurshópum. „Ég ætla til dæmis að bjóða litlu frændsystkinum mínum.“Vill ekki velja á milli Harpa byrjaði í söngnámi 15 ára gömul hjá Þóru Björnsdóttur í kórskóla Langholtskirkju en þar áður hafði hún verið lengi í kórstarfinu hjá Jóni Stefánssyni í kirkjunni. Þegar hún var 17 ára fór hún að læra hjá Ólöfu Kolbrúnu Harðardóttur sem er kennarinn hennar í dag. Harpa lauk framhaldsprófi í söng síðasta vor og stundar nú fullt söngnám á háskólastigi. Flestum þætti það nóg en Harpa er auk þess á öðru ári í rafmagnsverkfræði við Háskóla Íslands. Hún segir vissulega krefjandi að vera í fullu námi í hvoru tveggja. „Þetta er púsl en hefur virkað hingað til. Ég veit ekki hvort ég þurfi á endanum að velja á milli en ég vona ekki. Ég er alveg hætt að plana og sé bara hvert lífið leiðir mig.“ Menning Mest lesið Rugluðust á Laufeyju og „Megan“ Tónlist Fjölmenni í Tene-afmæli Gurrýjar en enga Sólrúnu Diego að sjá Lífið „Minnstur aldursmunur á okkur af öllum pörum“ Lífið „Eins nakin og ég kemst upp með“ Tíska og hönnun Spá Ísrael sigri marga mánuði fram í tímann Lífið „Litlu kóngarnir“ sjaldan verið heitari Lífið Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Lífið Þessi nældu sér í verðlaun á Golden Globe Lífið Stjörnulífið: Ár gellunnar Lífið Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Lífið Fleiri fréttir Vilhjálmur Bergsson er látinn Ólafur Jóhann er konungur bóksölunnar 2025 Enginn formaður Sjalla, Kaffi Vest-samsærið og vinir skoðanabræðra Egill Ólafs og Gísli Marteinn sprækir á annan í jólum Tekur yfir borgina á nýársdag Græna gímaldið ljótast Óléttan uppgötvaðist þremur dögum fyrir byrjun skólans Glænýr bóksölulisti: Ólafur Jóhann skákar Arnaldi Eru þetta ljótustu og fallegustu nýbyggingar ársins? „Sat í átta klukkutíma á dag og horfði út um gluggann“ Bandalag listamanna lýsir yfir stuðningi við Dóru „Við erum öll dauð hvort sem er“ Flýta jólasýningunni um klukkutíma vegna lengdar Vangreiðslugjald orð ársins 2025 Fólk eigi ekki að vera hrætt við að skilja ekki „Ef einhver telur að ég hljóti að vera sjúkur, þá verður að hafa það“ Konungur bóksölunnar á í vök að verjast Að gluða tómatsósu yfir sushi-ið Auður segir skilið við Gímaldið Ráðherra tekur sjálfur viðtöl Hvert er mest óþolandi orð íslenskunnar? Heigulsleg ákvörðun Rúv, hörundsárir listamenn og versta bók flóðsins Sigurður Sævar fyllti Landsbankahúsið „Versta hljómsveit Íslandssögunnar“ segir rappara vera með sig á heilanum Kanónur í jólakósí „Djúp menning sem hefur átt sér stað og enginn telur sig ábyrgan“ Brjálað að gera á „Brjálað að gera“ Vilja minnka allt þetta neikvæða suð Munur er á manviti og mannviti Vatn og brauð íslenskra fanga: Hvað elda menn í íslenskum fangelsum? Sjá meira
Nemendaópera Söngskólans í Reykjavík flytur Töfraflautuna eftir Mozart í Norðurljósasal Hörpu á sunnudaginn. Harpa Ósk Björnsdóttir fer með hið krefjandi hlutverk Næturdrottningarinnar en samhliða fullu söngnámi stundar Harpa nám í rafmagnsverkfræði. „Þetta er í fyrsta sinn sem ég tek þátt í nemendaóperunni því ég hef alltaf verið í tveimur skólum og ekki haft tíma,“ segir Harpa Ósk. Í þetta sinn vantaði einhvern til að syngja hlutverk Næturdrottningarinnar og hún beðin um að taka það að sér. „Ég ákvað að slá til því þó að Næturdrottningin sé risastórt hlutverk þá syngur hún aðeins tvær aríur og það er hentugt með skóla,“ segir Harpa og brosir. Aríurnar tvær eru þó afar flóknar og hlutverk Næturdrottningarinnar þykir eitt mest krefjandi sópranhlutverk í óperuheiminum. „Ég gerði mér sjálf ekki grein fyrir að ég gæti þetta en söngkennarinn minn ákvað að prófa í einum söngtímanum og það kom mér á óvart að þetta væri hægt,“ segir hún. Söngkonan þarf að ná afar háum tónum í aríunum en Harpa segir það þó ekki það erfiðasta. „Hæðin kom nokkuð léttilega en svo syngur Næturdrottningin langa skala sem eru tæknilega erfiðir og erfitt að anda. Svo þarf hún líka alltaf að vera svo rosalega reið,“ segir Harpa og hlær. Hún þurfi því að sýna miklar tilfinningar en passa samt öndunina.Fríður hópur nemenda Söngskóla Reykjavíkur flytur Töfraflautuna eftir Mozart í Norðurljósasal Hörpu sunnudaginn 12. febrúar.Mynd/ernirGóð fyrsta ópera Æfingar á óperunni hafa staðið síðan í haust og Harpa segir allt smollið saman núna. Hún lofar góðri skemmtun. „Þetta er ein skemmtilegasta ópera sem hefur verið samin. Hún er með einföldum boðskap, léttum og skemmtilegum söguþræði og ekki mjög löng. Þá eru í henni alls konar furðuverur,“ lýsir hún og bætir við að fínt sé fyrir þá sem ekki hafa farið á óperur áður að byrja á þessari. „Aldrei þessu vant þori ég að bjóða vinum mínum að koma,“ segir hún og segir hana einnig henta öllum aldurshópum. „Ég ætla til dæmis að bjóða litlu frændsystkinum mínum.“Vill ekki velja á milli Harpa byrjaði í söngnámi 15 ára gömul hjá Þóru Björnsdóttur í kórskóla Langholtskirkju en þar áður hafði hún verið lengi í kórstarfinu hjá Jóni Stefánssyni í kirkjunni. Þegar hún var 17 ára fór hún að læra hjá Ólöfu Kolbrúnu Harðardóttur sem er kennarinn hennar í dag. Harpa lauk framhaldsprófi í söng síðasta vor og stundar nú fullt söngnám á háskólastigi. Flestum þætti það nóg en Harpa er auk þess á öðru ári í rafmagnsverkfræði við Háskóla Íslands. Hún segir vissulega krefjandi að vera í fullu námi í hvoru tveggja. „Þetta er púsl en hefur virkað hingað til. Ég veit ekki hvort ég þurfi á endanum að velja á milli en ég vona ekki. Ég er alveg hætt að plana og sé bara hvert lífið leiðir mig.“
Menning Mest lesið Rugluðust á Laufeyju og „Megan“ Tónlist Fjölmenni í Tene-afmæli Gurrýjar en enga Sólrúnu Diego að sjá Lífið „Minnstur aldursmunur á okkur af öllum pörum“ Lífið „Eins nakin og ég kemst upp með“ Tíska og hönnun Spá Ísrael sigri marga mánuði fram í tímann Lífið „Litlu kóngarnir“ sjaldan verið heitari Lífið Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Lífið Þessi nældu sér í verðlaun á Golden Globe Lífið Stjörnulífið: Ár gellunnar Lífið Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Lífið Fleiri fréttir Vilhjálmur Bergsson er látinn Ólafur Jóhann er konungur bóksölunnar 2025 Enginn formaður Sjalla, Kaffi Vest-samsærið og vinir skoðanabræðra Egill Ólafs og Gísli Marteinn sprækir á annan í jólum Tekur yfir borgina á nýársdag Græna gímaldið ljótast Óléttan uppgötvaðist þremur dögum fyrir byrjun skólans Glænýr bóksölulisti: Ólafur Jóhann skákar Arnaldi Eru þetta ljótustu og fallegustu nýbyggingar ársins? „Sat í átta klukkutíma á dag og horfði út um gluggann“ Bandalag listamanna lýsir yfir stuðningi við Dóru „Við erum öll dauð hvort sem er“ Flýta jólasýningunni um klukkutíma vegna lengdar Vangreiðslugjald orð ársins 2025 Fólk eigi ekki að vera hrætt við að skilja ekki „Ef einhver telur að ég hljóti að vera sjúkur, þá verður að hafa það“ Konungur bóksölunnar á í vök að verjast Að gluða tómatsósu yfir sushi-ið Auður segir skilið við Gímaldið Ráðherra tekur sjálfur viðtöl Hvert er mest óþolandi orð íslenskunnar? Heigulsleg ákvörðun Rúv, hörundsárir listamenn og versta bók flóðsins Sigurður Sævar fyllti Landsbankahúsið „Versta hljómsveit Íslandssögunnar“ segir rappara vera með sig á heilanum Kanónur í jólakósí „Djúp menning sem hefur átt sér stað og enginn telur sig ábyrgan“ Brjálað að gera á „Brjálað að gera“ Vilja minnka allt þetta neikvæða suð Munur er á manviti og mannviti Vatn og brauð íslenskra fanga: Hvað elda menn í íslenskum fangelsum? Sjá meira