Græni hatturinn og Hard Rock í samstarf um tónleikahald Samúel Karl Ólason skrifar 11. febrúar 2017 10:00 Hard Rock hóf rekstur við Lækjargötu í haust. Græni Hatturinn á Akureyri og Hard Rock Cafe Reykjavík hafa ákveðið að hefja samstarf varðandi tónleikahald. Hljómsveitir munu spila á báðum stöðum um sömu helgarnar. „Það er okkur mikil ánægja að hefja samstarf við Græna hattinn enda er staðurinn einn þekktasti tónleikastaður landsins og annálaður fyrir fjölbreytta og metnaðarfulla dagskrá. Samstarfið felur í sér að hljómsveitir sem spila á Græna Hattinum munu einnig spila hjá okkur á Hard Rock,“ segir Stefán Magnússon, framkvæmdastjóri Hard Rock Cafe. Gott dæmi um þetta samstarf er að helgina 17.-18. febrúar munu hljómsveitirnar Todmobile, Thingtak og Dali spila á báðum stöðunum. „Todmobile verður hér á Hard Rock á föstudagskvöldinu og á Græna hattinum á laugardagskvöldinu en Dalí og Thingtak verða fyrir norðan á föstudagskvöldið og hér á Hard Rock á laugardagskvöldið. Þetta er spennandi samstarf og mun efla tónleikahald hér í Reykjavík og á Akureyri. Staðirnir munu hjálpast að við að gleðja tónlistaráhugamenn bæði sunnan og norðan heiða. Stefnan er að vera með mjög góða og fjölbreytta dagskrá á báðum stöðum,“ segir Stefán.Hard Rock er mjög vel í stakk búinn að halda tónleika að sögn Stefáns. Staðurinn er þúsund fermetrar að stærð og nóg af sætum. Meðal þess sem er að finna á Hard Rock er m.a. trommusett Smashing Pumpkins, kjóll Bjarkar Guðmundsdóttur, loðfeldur Lady Gaga, jakki Beyoncé, gítar Bon Jovi og margir aðrir munir þannig að tónlistarandinn svífur yfir staðnum. „Okkur á Græna hattinum hlakkar til að taka þátt í þessu skemmtilega samstarfi. Þetta hjálpar okkur líka til að taka á móti erlendum hljómsveitum. Græni Hatturinn fær í hverri viku boð frá erlendum hljómsveitum sem vilja koma til Íslands að spila. Nú eru tvær erlendir hljómsveitir bókaðar og fleiri eru í athugun,“ segir Haukur Tryggvason, staðarhaldari á Græna hattinum. Tónlist Mest lesið Kyngdi stoltinu og fjölmargir buðu fram nýra Lífið Tchéky Karyo látinn Lífið Stjörnurnar á hrekkjavökunni: Louvre-þjófur og vampírur Lífið Krakkatían: Dóra landkönnuður, Neyðarlínan og „borgin eilífa“ Lífið Samkeppnin í New York minnti á X-Factor keppni Menning Telur Sweeney hafa verið blekkta í kjólinn Tíska og hönnun Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ Lífið Nýr skemmti- og spjallþáttur á Sýn Lífið Fasteignasalar og ofurskvísur í Októberfest stemningu Lífið Fréttatía vikunnar: Ríkislögreglustjóri, fellibylur og rasisti Lífið Fleiri fréttir Ekkert rapplag á topp 40 í fyrsta sinn í 35 ár „Lélegur í að fela hvernig mér líður og bera harm minn í hljóði“ Breytti um nafn eftir djúpa ástarsorg Spila jólalög allan sólarhringinn fram að jólum Gervigreindarsvikarar reyna að hagnast á íslenskum stjörnum Katrín Odds og Þorgerður ástfangnar á frumsýningu Englar Birnis frumsýndir og heimildarmynd á leiðinni Sleppti tökunum á ástarsorgarplötu aldarinnar Lofar hlustendum jákvæðri og skemmtilegri stemmingu Þetta eru bestu lög 21. aldarinnar „Þetta er ömurleg fjárhagsleg ákvörðun“ Borgarstjóri og bombur í brjálaðri GusGus-gleði Sama hvað öllum finnst, nema mömmu og pabba Íslenskar stjörnur heiðra Bítlana Frumsýning á Vísi: Iceguys trylla þjóðina enn og aftur í nýju myndbandi Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Sjá meira
Græni Hatturinn á Akureyri og Hard Rock Cafe Reykjavík hafa ákveðið að hefja samstarf varðandi tónleikahald. Hljómsveitir munu spila á báðum stöðum um sömu helgarnar. „Það er okkur mikil ánægja að hefja samstarf við Græna hattinn enda er staðurinn einn þekktasti tónleikastaður landsins og annálaður fyrir fjölbreytta og metnaðarfulla dagskrá. Samstarfið felur í sér að hljómsveitir sem spila á Græna Hattinum munu einnig spila hjá okkur á Hard Rock,“ segir Stefán Magnússon, framkvæmdastjóri Hard Rock Cafe. Gott dæmi um þetta samstarf er að helgina 17.-18. febrúar munu hljómsveitirnar Todmobile, Thingtak og Dali spila á báðum stöðunum. „Todmobile verður hér á Hard Rock á föstudagskvöldinu og á Græna hattinum á laugardagskvöldinu en Dalí og Thingtak verða fyrir norðan á föstudagskvöldið og hér á Hard Rock á laugardagskvöldið. Þetta er spennandi samstarf og mun efla tónleikahald hér í Reykjavík og á Akureyri. Staðirnir munu hjálpast að við að gleðja tónlistaráhugamenn bæði sunnan og norðan heiða. Stefnan er að vera með mjög góða og fjölbreytta dagskrá á báðum stöðum,“ segir Stefán.Hard Rock er mjög vel í stakk búinn að halda tónleika að sögn Stefáns. Staðurinn er þúsund fermetrar að stærð og nóg af sætum. Meðal þess sem er að finna á Hard Rock er m.a. trommusett Smashing Pumpkins, kjóll Bjarkar Guðmundsdóttur, loðfeldur Lady Gaga, jakki Beyoncé, gítar Bon Jovi og margir aðrir munir þannig að tónlistarandinn svífur yfir staðnum. „Okkur á Græna hattinum hlakkar til að taka þátt í þessu skemmtilega samstarfi. Þetta hjálpar okkur líka til að taka á móti erlendum hljómsveitum. Græni Hatturinn fær í hverri viku boð frá erlendum hljómsveitum sem vilja koma til Íslands að spila. Nú eru tvær erlendir hljómsveitir bókaðar og fleiri eru í athugun,“ segir Haukur Tryggvason, staðarhaldari á Græna hattinum.
Tónlist Mest lesið Kyngdi stoltinu og fjölmargir buðu fram nýra Lífið Tchéky Karyo látinn Lífið Stjörnurnar á hrekkjavökunni: Louvre-þjófur og vampírur Lífið Krakkatían: Dóra landkönnuður, Neyðarlínan og „borgin eilífa“ Lífið Samkeppnin í New York minnti á X-Factor keppni Menning Telur Sweeney hafa verið blekkta í kjólinn Tíska og hönnun Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ Lífið Nýr skemmti- og spjallþáttur á Sýn Lífið Fasteignasalar og ofurskvísur í Októberfest stemningu Lífið Fréttatía vikunnar: Ríkislögreglustjóri, fellibylur og rasisti Lífið Fleiri fréttir Ekkert rapplag á topp 40 í fyrsta sinn í 35 ár „Lélegur í að fela hvernig mér líður og bera harm minn í hljóði“ Breytti um nafn eftir djúpa ástarsorg Spila jólalög allan sólarhringinn fram að jólum Gervigreindarsvikarar reyna að hagnast á íslenskum stjörnum Katrín Odds og Þorgerður ástfangnar á frumsýningu Englar Birnis frumsýndir og heimildarmynd á leiðinni Sleppti tökunum á ástarsorgarplötu aldarinnar Lofar hlustendum jákvæðri og skemmtilegri stemmingu Þetta eru bestu lög 21. aldarinnar „Þetta er ömurleg fjárhagsleg ákvörðun“ Borgarstjóri og bombur í brjálaðri GusGus-gleði Sama hvað öllum finnst, nema mömmu og pabba Íslenskar stjörnur heiðra Bítlana Frumsýning á Vísi: Iceguys trylla þjóðina enn og aftur í nýju myndbandi Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Sjá meira