Ungir miðverðir og markvörður Fjölnis skelltu í lás á leið í úrslitaleikinn Tómas Þór Þórðarson skrifar 10. febrúar 2017 13:45 Ágúst Gylfason er með unga menn í öftustu víglínu sem eru að standa sig vel. vísir/hanna Fjölnir vann öruggan sigur á KR, 3-0, í seinni undanúrslitaleik Reykjavíkurmótsins í fótbolta í gærkvöldi og tryggði sér sæti í úrslitaleiknum á móti Val sem fram fer á mánudagskvöldið. Ingimundur Níels Óskarsson kom Fjölni yfir í fyrri hálfleik en danski framherjinn Marcus Solberg skoraði tvívegis í seinni hálfleik og innsiglaði sanngjarnan sigur Fjölnismanna sem voru í heildina betri aðilinn. Eins og tölurnar gefa til kynna hélt Fjölnisliðið hreinu í gær og það var svo sannarlega í takt við spilamennsku þess í Reykjavíkurmótinu. Það er nefnilega ekki enn búið að fá á sig mark í mótinu en það vann alla þrjá leiki riðilsins með markatölunni 8-0 og er í heildina búið að vinna fjóra leiki núna með markatölunni 11-0.Ungir menn á uppleið Þetta er nokkuð merkileg tölfræði í ljósi þess hversu ungir lykilmennirnir aftast á vellinum eru; miðverðirnir tveir og markvörðurinn. Fjölnir hefur spilað á sterkum miðvörðum undanfarin ár eins og Daniel Ivanovski og Tobias Salquist en nú eru það ungir heimamenn sem standa vaktina, allavega í byrjun árs. Miðverðirnir tveir sem hafa spilað saman alla leikina nema einn eru Hans Viktor Guðmundsson (20 ára) og Torfi Tímoteus Gunnarsson (18 ára). Í markinu er svo hinn 19 ára gamli Jökull Blængsson sem hefur spilað alla fjóra leikina í fjarveru Þórðar Ingasonar sem er meiddur. Fjölnir mætti tveimur Pepsi-deildarliðum; Val og KR, á leið sinni í úrslitaleikinn og tveimur liðum úr Inkasso-deildinni; Leikni R. og Þrótti. Hans Viktor og Torfi spiluðu saman í öllum leikjunum nema á móti Þrótti sem Fjölnir vann, 4-0, með yfirburðum.Ólympíuverðlaunahafi Hans Viktor kom við sögu í 19 leikjum í Pepsi-deildinni í fyrra, fyrst sem varamaður en hann var orðinn fastamaður í byrjunarliðinu undir lokin. Hann vakti það mikla athygli að hann var í fyrsta sinn valinn í U21 árs landsliðs hópinn sem mætti Úkraínu í úrslitaleik á Laugardalsvelli um sæti á EM 2017 síðasta haust. Torfi Tímóteus, sem á enn eftir að þreyta frumraun sína í Pepsi-deildinni, hefur um langa hríð verið barnastjarna í yngri flokkunum. Hann er hluti af sterkum 1999 árgangi Íslands sem vann til Bronsverðlauna á Ólympíuleikum æskunnar í Suður-Kóreu árið 2014. Hann á að baki fimmtán leiki fyrir U17 ára landsliðið. Jökull Blængsson á tvo leiki að baki fyrir Fjölni í Pepsi-deildinni. Í bæði skiptin kom hann inn á sem varamaður fyrir Steinar Örn Gunnarsson. Hann þreytti frumraun sína árið 2015 í 4-3 sigurleik gegn Víkingi og kom svo aftur inn á í 1-0 tapi gegn Val á síðustu leiktíð. Úrslitaleikur Reykjavíkurmótsins verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 2 HD á mánudagskvöldið klukkan 18.55.Leikir Fjölnis í Reykjavíkurmótinu:Fjölnir - Leiknir R. 1-0 Markvörður: Jökull Blængsson Miðverðir Hans Viktor Guðmundsson og Torfi Tímóteus GunnarssonFjölnir - Valur 3-0 Markvörður: Jökull Blængsson Miðverðir Hans Viktor Guðmundsson og Torfi Tímóteus GunnarssonÞróttur R. - Fjölnir 0-4 Markvörður: Jökull Blængsson Miðverðir Hans Viktor Guðmundsson og Tumi GuðjónssonFjölnir - KR 3-0 Markvörður: Jökull Blængsson Miðverðir Hans Viktor Guðmundsson og Torfi Tímóteus Gunnarsson Íslenski boltinn Mest lesið Leik lokið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sanngjarnt þegar hvorugt lið sækir til sigurs Íslenski boltinn Leik lokið: Afturelding - Valur 29-26 | Einvígið ræðst í oddaleik Handbolti Í beinni: Stjarnan - Grindavík | Sópur á lofti í Garðabæ Körfubolti María hjálpaði Arnari mikið: „Þá næ ég kannski aðeins að toga hann til baka“ Fótbolti Vilja henda Rüdiger úr landsliðinu eftir æðiskastið Fótbolti Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 2-3 | Gott gengi Eyjamanna heldur áfram Íslenski boltinn Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision Enski boltinn Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Fótbolti Leik lokið: Fram - Afturelding 3-0 | Mosfellingum kippt niður á jörðina Íslenski boltinn Fá loks að halda sigrinum sem þrjú lið mótmæltu Fótbolti Fleiri fréttir Leik lokið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sanngjarnt þegar hvorugt lið sækir til sigurs Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 2-3 | Gott gengi Eyjamanna heldur áfram Leik lokið: Fram - Afturelding 3-0 | Mosfellingum kippt niður á jörðina Dagur Örn sagður á leið til FH Sjáðu mörkin: Endurkoma Stjörnunnar og mörkin hjá Val og FH Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH „Kom bara í hörkustandi inn í þennan leik“ Uppgjörið: Valur - Þór/KA 3-0| Valur kláraði dæmið í síðari hálfleik Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 1-2 | Ótrúleg endurkoma Garðbæinga Uppgjörið: KR - ÍA 5-0 | Skemmtikraftarnir slógu ekki slöku við „Ég á nokkuð mörg mörk miðað við hafsent“ Uppgjörið: FH - FHL | Miðvörðurinn Arna skoraði tvö og Maya gerði út af við leikinn Uppgjörið: Vestri-Breiðablik 0-1 | Höskuldur hetja Blika annan leikinn í röð Uppgjörið: KA - FH 3-2 | Fyrsti sigur KA en FH-ingar enn á botninum „Hún er klárlega skemmtikraftur“ Duke framherjinn kominn heim til Íslands og framlengdi við FH „Stálum öllu steini léttara frá helstu stöðunum í London“ Ráðgátan leyst: Ólafur Kristjánsson hafði rétt fyrir sér Rúnar staðfestir að Fram þurfti annan markvörð Gunnar Jarl reif flautuna af hillunni Frederik Schram aftur til Vals: „Enginn svekktari en Ömmi sjálfur“ Sjáðu vélina sem „saumar saman“ Laugardalsvöllinn Rikki G mjög forvitinn um dularfullu dolluna hjá Mosfellingum „Hér verður enginn í hættu, það er loforð“ Mörkin úr Bestu deildinni: Vítið sem felldi Víkinga og markaveisla Eyjamanna „Beindu þeim inn á miðju og átu þær þar“ „Menn voru að spila af gleði og þá gerast góðir hlutir“ Ósáttur Ólafur á förum Kostulegt viðtal bræðranna eftir sigurinn Uppgjörið: Afturelding - Víkingur 1-0 | Fyrsti sigur Mosfellinga kominn í hús Sjá meira
Fjölnir vann öruggan sigur á KR, 3-0, í seinni undanúrslitaleik Reykjavíkurmótsins í fótbolta í gærkvöldi og tryggði sér sæti í úrslitaleiknum á móti Val sem fram fer á mánudagskvöldið. Ingimundur Níels Óskarsson kom Fjölni yfir í fyrri hálfleik en danski framherjinn Marcus Solberg skoraði tvívegis í seinni hálfleik og innsiglaði sanngjarnan sigur Fjölnismanna sem voru í heildina betri aðilinn. Eins og tölurnar gefa til kynna hélt Fjölnisliðið hreinu í gær og það var svo sannarlega í takt við spilamennsku þess í Reykjavíkurmótinu. Það er nefnilega ekki enn búið að fá á sig mark í mótinu en það vann alla þrjá leiki riðilsins með markatölunni 8-0 og er í heildina búið að vinna fjóra leiki núna með markatölunni 11-0.Ungir menn á uppleið Þetta er nokkuð merkileg tölfræði í ljósi þess hversu ungir lykilmennirnir aftast á vellinum eru; miðverðirnir tveir og markvörðurinn. Fjölnir hefur spilað á sterkum miðvörðum undanfarin ár eins og Daniel Ivanovski og Tobias Salquist en nú eru það ungir heimamenn sem standa vaktina, allavega í byrjun árs. Miðverðirnir tveir sem hafa spilað saman alla leikina nema einn eru Hans Viktor Guðmundsson (20 ára) og Torfi Tímoteus Gunnarsson (18 ára). Í markinu er svo hinn 19 ára gamli Jökull Blængsson sem hefur spilað alla fjóra leikina í fjarveru Þórðar Ingasonar sem er meiddur. Fjölnir mætti tveimur Pepsi-deildarliðum; Val og KR, á leið sinni í úrslitaleikinn og tveimur liðum úr Inkasso-deildinni; Leikni R. og Þrótti. Hans Viktor og Torfi spiluðu saman í öllum leikjunum nema á móti Þrótti sem Fjölnir vann, 4-0, með yfirburðum.Ólympíuverðlaunahafi Hans Viktor kom við sögu í 19 leikjum í Pepsi-deildinni í fyrra, fyrst sem varamaður en hann var orðinn fastamaður í byrjunarliðinu undir lokin. Hann vakti það mikla athygli að hann var í fyrsta sinn valinn í U21 árs landsliðs hópinn sem mætti Úkraínu í úrslitaleik á Laugardalsvelli um sæti á EM 2017 síðasta haust. Torfi Tímóteus, sem á enn eftir að þreyta frumraun sína í Pepsi-deildinni, hefur um langa hríð verið barnastjarna í yngri flokkunum. Hann er hluti af sterkum 1999 árgangi Íslands sem vann til Bronsverðlauna á Ólympíuleikum æskunnar í Suður-Kóreu árið 2014. Hann á að baki fimmtán leiki fyrir U17 ára landsliðið. Jökull Blængsson á tvo leiki að baki fyrir Fjölni í Pepsi-deildinni. Í bæði skiptin kom hann inn á sem varamaður fyrir Steinar Örn Gunnarsson. Hann þreytti frumraun sína árið 2015 í 4-3 sigurleik gegn Víkingi og kom svo aftur inn á í 1-0 tapi gegn Val á síðustu leiktíð. Úrslitaleikur Reykjavíkurmótsins verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 2 HD á mánudagskvöldið klukkan 18.55.Leikir Fjölnis í Reykjavíkurmótinu:Fjölnir - Leiknir R. 1-0 Markvörður: Jökull Blængsson Miðverðir Hans Viktor Guðmundsson og Torfi Tímóteus GunnarssonFjölnir - Valur 3-0 Markvörður: Jökull Blængsson Miðverðir Hans Viktor Guðmundsson og Torfi Tímóteus GunnarssonÞróttur R. - Fjölnir 0-4 Markvörður: Jökull Blængsson Miðverðir Hans Viktor Guðmundsson og Tumi GuðjónssonFjölnir - KR 3-0 Markvörður: Jökull Blængsson Miðverðir Hans Viktor Guðmundsson og Torfi Tímóteus Gunnarsson
Íslenski boltinn Mest lesið Leik lokið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sanngjarnt þegar hvorugt lið sækir til sigurs Íslenski boltinn Leik lokið: Afturelding - Valur 29-26 | Einvígið ræðst í oddaleik Handbolti Í beinni: Stjarnan - Grindavík | Sópur á lofti í Garðabæ Körfubolti María hjálpaði Arnari mikið: „Þá næ ég kannski aðeins að toga hann til baka“ Fótbolti Vilja henda Rüdiger úr landsliðinu eftir æðiskastið Fótbolti Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 2-3 | Gott gengi Eyjamanna heldur áfram Íslenski boltinn Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision Enski boltinn Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Fótbolti Leik lokið: Fram - Afturelding 3-0 | Mosfellingum kippt niður á jörðina Íslenski boltinn Fá loks að halda sigrinum sem þrjú lið mótmæltu Fótbolti Fleiri fréttir Leik lokið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sanngjarnt þegar hvorugt lið sækir til sigurs Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 2-3 | Gott gengi Eyjamanna heldur áfram Leik lokið: Fram - Afturelding 3-0 | Mosfellingum kippt niður á jörðina Dagur Örn sagður á leið til FH Sjáðu mörkin: Endurkoma Stjörnunnar og mörkin hjá Val og FH Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH „Kom bara í hörkustandi inn í þennan leik“ Uppgjörið: Valur - Þór/KA 3-0| Valur kláraði dæmið í síðari hálfleik Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 1-2 | Ótrúleg endurkoma Garðbæinga Uppgjörið: KR - ÍA 5-0 | Skemmtikraftarnir slógu ekki slöku við „Ég á nokkuð mörg mörk miðað við hafsent“ Uppgjörið: FH - FHL | Miðvörðurinn Arna skoraði tvö og Maya gerði út af við leikinn Uppgjörið: Vestri-Breiðablik 0-1 | Höskuldur hetja Blika annan leikinn í röð Uppgjörið: KA - FH 3-2 | Fyrsti sigur KA en FH-ingar enn á botninum „Hún er klárlega skemmtikraftur“ Duke framherjinn kominn heim til Íslands og framlengdi við FH „Stálum öllu steini léttara frá helstu stöðunum í London“ Ráðgátan leyst: Ólafur Kristjánsson hafði rétt fyrir sér Rúnar staðfestir að Fram þurfti annan markvörð Gunnar Jarl reif flautuna af hillunni Frederik Schram aftur til Vals: „Enginn svekktari en Ömmi sjálfur“ Sjáðu vélina sem „saumar saman“ Laugardalsvöllinn Rikki G mjög forvitinn um dularfullu dolluna hjá Mosfellingum „Hér verður enginn í hættu, það er loforð“ Mörkin úr Bestu deildinni: Vítið sem felldi Víkinga og markaveisla Eyjamanna „Beindu þeim inn á miðju og átu þær þar“ „Menn voru að spila af gleði og þá gerast góðir hlutir“ Ósáttur Ólafur á förum Kostulegt viðtal bræðranna eftir sigurinn Uppgjörið: Afturelding - Víkingur 1-0 | Fyrsti sigur Mosfellinga kominn í hús Sjá meira
Leik lokið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sanngjarnt þegar hvorugt lið sækir til sigurs Íslenski boltinn
Leik lokið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sanngjarnt þegar hvorugt lið sækir til sigurs Íslenski boltinn