Stjarnan fagnaði naumum sigri 19-18 í úrslitum Coca-Cola bikarsins í handbolta í kvennaflokki í dag en með því vörðu Garðbæingar titilinn frá því í fyrra og urðu um leið bikarmeistarar í áttunda skiptið í sögu félagsins.
Garðbæingar komu af miklum krafti inn í leikinn og virtist framan af einfaldlega stefna í stórsigur Stjörnunnar þegar þær náðu átta marka forskoti 11-3 eftir átján mínútna leik.
Sjá einnig:Umfjöllun og viðtöl: Stjarnan - Fram 19-18 | Stjarnan bikarmeistari annað árið í röð
Fimm mörk Framara í röð hleyptu þeim aftur inn í leikinn fyrir lok fyrri hálfleiks en Fram náði að jafna metin í fyrsta skiptið í leiknum þegar tíu mínútur voru til leiksloka.
Liðin skiptust á mörkum það sem eftir lifði leiks en Stjarnan var alltaf skrefinu á undan og fór svo að Garðbæingar fögnuðu naumum eins marka sigri.
Andri Marinó Karlsson, ljósmyndari Vísis og Fréttablaðsins, var í Laugardalshöllinni og myndaði leikinn en myndasyrpu hans má sjá hér fyrir ofan og neðan.
Myndasyrpa: Stjörnukonur vörðu bikarmeistaratitilinn
Kristinn Páll Teitsson skrifar

Mest lesið




„Að lokum var það betra liðið sem vann“
Körfubolti



Tatum með slitna hásin
Körfubolti

Einn besti leikmaður KR frá næsta mánuðinn hið minnsta
Íslenski boltinn


Man City sagt hafa lagt fram „mega“ tilboð í Wirtz
Enski boltinn