Handbolti

Myndasyrpa: Stjörnukonur vörðu bikarmeistaratitilinn

Kristinn Páll Teitsson skrifar
Stjörnukonur þakka stuðninginn með sigurverðlaunin í dag.
Stjörnukonur þakka stuðninginn með sigurverðlaunin í dag. Vísir/Andri Marinó
Stjarnan fagnaði naumum sigri 19-18 í úrslitum Coca-Cola bikarsins í handbolta í kvennaflokki í dag en með því vörðu Garðbæingar titilinn frá því í fyrra og urðu um leið bikarmeistarar í áttunda skiptið í sögu félagsins.

Garðbæingar komu af miklum krafti inn í leikinn og virtist framan af einfaldlega stefna í stórsigur Stjörnunnar þegar þær náðu átta marka forskoti 11-3 eftir átján mínútna leik.

Sjá einnig:Umfjöllun og viðtöl: Stjarnan - Fram 19-18 | Stjarnan bikarmeistari annað árið í röð

Fimm mörk Framara í röð hleyptu þeim aftur inn í leikinn fyrir lok fyrri hálfleiks en Fram náði að jafna metin í fyrsta skiptið í leiknum þegar tíu mínútur voru til leiksloka.

Liðin skiptust á mörkum það sem eftir lifði leiks en Stjarnan var alltaf skrefinu á undan og fór svo að Garðbæingar fögnuðu naumum eins marka sigri.

Andri Marinó Karlsson, ljósmyndari Vísis og Fréttablaðsins, var í Laugardalshöllinni og myndaði leikinn en myndasyrpu hans má sjá hér fyrir ofan og neðan.

vísir/andri marinó



Fleiri fréttir

Sjá meira


×