Rickie Fowler er einu höggi á eftir Ryan Palmer og Wesley Bryan eftir tvo hringi á Honda Classic Championship-mótinu sem fer fram í Palm Beach Gardens í Flórída um helgina.
Palmer lék á fimm höggum undir pari í gær og komst upp að hlið Bryan sem lék manna best fyrsta hringinn en þeir eru á níu höggum undir pari þegar mótið er hálfnað.
Fowler er einu höggi á eftir Palmer og Bryan en hann hefur leikið báða hringina á 66 höggum, fjórum höggum undir pari. Fékk hann sex fugla og tvo skolla á hringnum í gær.
Bein útsending verður frá þriðja degi Honda Classic mótsins á Golfstöðinni í dag en útsending hefst klukkan 18.00.
