Einar Andri: Þvílíkur karakter hjá strákunum Smári Jökull Jónsson skrifar 24. febrúar 2017 22:04 Einar Andri Einarsson þjálfari Aftureldingar var mjög ánægður með sigurinn á Haukum í undanúrslitum Coca-Cola bikarsins í handknattleik í kvöld en Afturelding átti magnaða endurkomu í síðari hálfleiknum. Afturelding var 18-11 undir í hálfleik en Einar Andri vildi þó meina að sú staða hefði ekki endilega gefið rétta mynd af leiknum. „Við vorum undirspenntir í upphafi og þeir nýttu sér það. Við nýttum ekki færin okkar, fórum með þrjú vítaskot á meðan þeir voru að setja boltann í skeytin. Þeir voru helvíti heitir í byrjun og við töluðum um það í hálfleik að ef við myndum byrja seinni hálfleikinn vel þá gæti pressan færst yfir á þá og sú varð raunin,“ sagði Einar Andri þegar Vísir ræddi við hann að leik loknum í Laugardalshöll í kvöld. „Þetta var þvílíkur karakter hjá strákunum og stuðningur áhorfenda var geggjaður. Við mættum ekki alveg klárir og uppleggið varnarlega var ekki nógu gott. Sem betur fer voru strákarnir klárir í að breyta vörninni þó að við værum ekki búnir að æfa það neitt. En við þekkjum það vel þannig að það gekk sem betur fer upp.“ Valsmenn verða andstæðingar Aftureldingar á morgun en þeir lögðu FH í spennuleik fyrr í dag. „Ég ætla ekkert að fara ítarlega í það hvernig við munum leggja þann leik upp. Við erum búnir að spila við þá tvisvar eftir áramót og gert jafntefli og tapa einu seinni þannig að við þurfum að skoða okkar vel leik,“ sagði Einar Andri og bætti við að þeir væru að fara að mæta allt öðruvísi liði á morgun. „Þeir eru mjög ólíkir Haukunum þannig að við þurfum að aðlaga okkur að þeirra leik og spila betur en við gerðum í þessum tveimur leikjum og í fyrri hálfleik í dag. Við þurfum að byggja á seinni hálfleiknum frá því í dag,“ bætti Einar Andri við. Hann vildi ekki meina að það myndi skipta máli að þeir fengju minni hvíld en Valsmenn og hefðu þar að auki spilað framlengingu. „Við ætlum að sjá til þess að það hafi engin áhrif,“ sagði Einar Andri en hans menn voru þá strax farnir að hlaupa sig niður eftir átökin gegn Haukum. „Ég hef ekki einu sinni áhyggjur af stuðningnum á morgun. Stúkan verður troðfull og stemmningin verður flott,“ sagði Einar Andri að lokum. Íslenski handboltinn Tengdar fréttir Umfjöllun, viðtöl og myndir: Haukar - Afturelding 28-29 | Ótrúleg endurkoma Aftureldingar Afturelding er komin í úrslit Coca-Cola bikarkeppninnar í handknattleik eftir sigur á Haukum í framlengdum leik í Laugardalshöllinni í kvöld. 24. febrúar 2017 22:30 Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi Enski boltinn Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Fótbolti „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Formúla 1 United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enski boltinn Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri Fótbolti Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Fótbolti Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Körfubolti Iniesta kaupir danskt fótboltafélag Fótbolti Dagskráin í dag: Benni og Drungilas mæta á gamla heimavöllinn Sport Fleiri fréttir Mosfellingar í vandræðum í Grafarvogi en redduðu sér í lokin Anna Karólína varði þrjú víti en það dugði ekki til Guðjón Valur án Íslendinga en áfram í bikarnum Uppgjörið: Grótta - Haukar 25-42 | Haukar kjöldrógu Gróttu FH-ingar í fínum gír án Arons „Enn sáttari með að allir leikmenn fari heilir inn í þetta jólafrí” Embla tryggði Stjörnunni sigur Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Íslendingalið í bikarúrslit í Noregi en aðeins eitt áfram í þýska bikarnum Uppgjör og viðtöl: Haukar - Fram 20-28 | Sannfærandi sigur Fram Einar Bragi öflugur í stórsigri Kristianstad Þórey Anna minnti á sig í 35. sigri Valskvenna í röð Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? „Það er erfitt að færa þessar fregnir“ Nýja mamman „hefði þurft 1-2 mánuði í viðbót“ Sandra ekki í EM-hópnum en Rut fer með Svona var fundurinn er Arnar tilkynnti EM-hópinn Íslenski risinn sem gnæfir yfir Porto: „Myndi ekki vilja gera neitt annað“ Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Viktor Gísli í úrvalsliði fyrstu tveggja umferða undankeppninnar Andrea öflug í sigri á Söndru og stöllum í Metzungen Dana klikkaði ekki á skoti en Volda tapaði stigi Annar sannfærandi sigur hjá lærisveinum Alfreðs Gísla Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Frábær þriggja marka sigur Vals Botnliðið sótti tvö stig út í Eyjar Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Fram 18-24 | Framkonur góðar í Garðabæ Rakel Dögg: Þá eru meiri líkur á sigri Haukar sóttu sigur á Suðurlandið Má búast við hasar í hörkuverkefni Sjá meira
Einar Andri Einarsson þjálfari Aftureldingar var mjög ánægður með sigurinn á Haukum í undanúrslitum Coca-Cola bikarsins í handknattleik í kvöld en Afturelding átti magnaða endurkomu í síðari hálfleiknum. Afturelding var 18-11 undir í hálfleik en Einar Andri vildi þó meina að sú staða hefði ekki endilega gefið rétta mynd af leiknum. „Við vorum undirspenntir í upphafi og þeir nýttu sér það. Við nýttum ekki færin okkar, fórum með þrjú vítaskot á meðan þeir voru að setja boltann í skeytin. Þeir voru helvíti heitir í byrjun og við töluðum um það í hálfleik að ef við myndum byrja seinni hálfleikinn vel þá gæti pressan færst yfir á þá og sú varð raunin,“ sagði Einar Andri þegar Vísir ræddi við hann að leik loknum í Laugardalshöll í kvöld. „Þetta var þvílíkur karakter hjá strákunum og stuðningur áhorfenda var geggjaður. Við mættum ekki alveg klárir og uppleggið varnarlega var ekki nógu gott. Sem betur fer voru strákarnir klárir í að breyta vörninni þó að við værum ekki búnir að æfa það neitt. En við þekkjum það vel þannig að það gekk sem betur fer upp.“ Valsmenn verða andstæðingar Aftureldingar á morgun en þeir lögðu FH í spennuleik fyrr í dag. „Ég ætla ekkert að fara ítarlega í það hvernig við munum leggja þann leik upp. Við erum búnir að spila við þá tvisvar eftir áramót og gert jafntefli og tapa einu seinni þannig að við þurfum að skoða okkar vel leik,“ sagði Einar Andri og bætti við að þeir væru að fara að mæta allt öðruvísi liði á morgun. „Þeir eru mjög ólíkir Haukunum þannig að við þurfum að aðlaga okkur að þeirra leik og spila betur en við gerðum í þessum tveimur leikjum og í fyrri hálfleik í dag. Við þurfum að byggja á seinni hálfleiknum frá því í dag,“ bætti Einar Andri við. Hann vildi ekki meina að það myndi skipta máli að þeir fengju minni hvíld en Valsmenn og hefðu þar að auki spilað framlengingu. „Við ætlum að sjá til þess að það hafi engin áhrif,“ sagði Einar Andri en hans menn voru þá strax farnir að hlaupa sig niður eftir átökin gegn Haukum. „Ég hef ekki einu sinni áhyggjur af stuðningnum á morgun. Stúkan verður troðfull og stemmningin verður flott,“ sagði Einar Andri að lokum.
Íslenski handboltinn Tengdar fréttir Umfjöllun, viðtöl og myndir: Haukar - Afturelding 28-29 | Ótrúleg endurkoma Aftureldingar Afturelding er komin í úrslit Coca-Cola bikarkeppninnar í handknattleik eftir sigur á Haukum í framlengdum leik í Laugardalshöllinni í kvöld. 24. febrúar 2017 22:30 Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi Enski boltinn Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Fótbolti „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Formúla 1 United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enski boltinn Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri Fótbolti Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Fótbolti Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Körfubolti Iniesta kaupir danskt fótboltafélag Fótbolti Dagskráin í dag: Benni og Drungilas mæta á gamla heimavöllinn Sport Fleiri fréttir Mosfellingar í vandræðum í Grafarvogi en redduðu sér í lokin Anna Karólína varði þrjú víti en það dugði ekki til Guðjón Valur án Íslendinga en áfram í bikarnum Uppgjörið: Grótta - Haukar 25-42 | Haukar kjöldrógu Gróttu FH-ingar í fínum gír án Arons „Enn sáttari með að allir leikmenn fari heilir inn í þetta jólafrí” Embla tryggði Stjörnunni sigur Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Íslendingalið í bikarúrslit í Noregi en aðeins eitt áfram í þýska bikarnum Uppgjör og viðtöl: Haukar - Fram 20-28 | Sannfærandi sigur Fram Einar Bragi öflugur í stórsigri Kristianstad Þórey Anna minnti á sig í 35. sigri Valskvenna í röð Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? „Það er erfitt að færa þessar fregnir“ Nýja mamman „hefði þurft 1-2 mánuði í viðbót“ Sandra ekki í EM-hópnum en Rut fer með Svona var fundurinn er Arnar tilkynnti EM-hópinn Íslenski risinn sem gnæfir yfir Porto: „Myndi ekki vilja gera neitt annað“ Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Viktor Gísli í úrvalsliði fyrstu tveggja umferða undankeppninnar Andrea öflug í sigri á Söndru og stöllum í Metzungen Dana klikkaði ekki á skoti en Volda tapaði stigi Annar sannfærandi sigur hjá lærisveinum Alfreðs Gísla Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Frábær þriggja marka sigur Vals Botnliðið sótti tvö stig út í Eyjar Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Fram 18-24 | Framkonur góðar í Garðabæ Rakel Dögg: Þá eru meiri líkur á sigri Haukar sóttu sigur á Suðurlandið Má búast við hasar í hörkuverkefni Sjá meira
Umfjöllun, viðtöl og myndir: Haukar - Afturelding 28-29 | Ótrúleg endurkoma Aftureldingar Afturelding er komin í úrslit Coca-Cola bikarkeppninnar í handknattleik eftir sigur á Haukum í framlengdum leik í Laugardalshöllinni í kvöld. 24. febrúar 2017 22:30