Umfjöllun, viðtöl og myndir: Haukar - Fram 21-28 | Fram mætir Stjörnunni í úrslitum Guðmundur Marinó Ingvarsson í Laugardalshöll skrifar 23. febrúar 2017 21:30 Sigurbjörg Jóhannsdóttir fagnar marki. vísir/hanna Fram mætir Stjörnunni í úrslitum Coca-Cola bikars kvenna í handbolta eftir 28-21 sigur á Haukum í undanúrslitum í Laugardalshöll í kvöld. Fram var 12-9 yfir í hálfleik.Hanna Andrésdóttir, ljósmyndari Fréttablaðsins og Vísis, var í Laugardalshöllinni í kvöld og tók meðfylgjandi myndir. Fram byrjaði leikinn mun betur. Haukar skoruðu þriðja mark sitt ekki fyrr en á 17. mínútu en þá hafði Fram náði fjögurra marka forystu. Haukar náðu að minnka muninn í eitt mark þegar fimm mínútur voru til hálfleiks en Fram náði að auka forystu sína í þrjú mörk fyrir hálfleik. Haukar áttu í miklum vandræðum gegn sterkri vörn Fram og fyrir aftan vörnina var Guðrún Ósk Maríasdóttir í miklu stuði. Elín Jóna Þorsteinsdóttir markvörður Hauka hélt sínu liði inni í leiknum í fyrri hálfleik með góðri markvörslu en hún varði ófá dauðafærin. Fram byrjaði seinni hálfleikinn einnig af krafti og náði mest sjö marka forystu þegar 19 mínútur voru eftir af leiknum. Haukar skoruðu aðeins 12 mörk fyrstu 40 mínútur leiksins sem er til marks um frábæra vörn Fram í leiknum. Haukar treystu um of á Ramune Pekarskyte í sóknarleiknum og þurfti hún á mun meiri hjálp að halda í leiknum. Haukar náðu þó að minnka muninn í tvö mörk en hafði ekki kraft til að komast nær Fram sem sigldi á ný framúr undir lok leiksins og vann að lokum sannfærandi sigur. Eins og áður segir voru markverðir liðanna öflugir og Ramune bar sóknarleik Hauka uppi. Hildur Þorgeirsdóttir átti greiða leið að marki Hauka framan af leik og Steinunn Björnsdóttir skilaði sínu að vanda. Það var þó Hafdís Iura sem stal senunni með frábærri innkomu í leikinn í seinni hálfleik en hún og Ragnheiður Júlíusdóttir skoruðu 4 mörk hvor seint í leiknum. Fram mætir Stjörnunni í úrslitaleiknum á laugardaginn klukkan 13.30 í Laugardalshöllinni.Steinunn: Góð tilfinning að vera hér Það sást langar leiðir að Fram hungraði virkilega mikið að fara alla leið í úrslitaleikinn hið minnsta og það tók Steinunn Björnsdóttir fyrirliði Fram undir. „Já klárlega. Það er langt síðan við vorum hér síðast. Tilfinningin að vera hér er góð og okkur langaði að vera hér eins lengi og við getum,“ sagði Steinunn. Fram náði sjö marka forystu snemma í seinni hálfleik en Haukar náðu að minnka muninn í tvö mörk. „Við missum þetta aðeins niður. Ég fékk að sjálfsögðu heimskulegar tvær mínútur en við sýnum karakter að koma til baka og vinna leikinn með sjö mörkum.“ Fram byrjaði leikinn með framliggjandi vörn sem skilaði þeim árangri að Haukar skoruðu sitt þrjðja mark ekki fyrr en á 17. mínútu. „Við komum þeim jafnvel á óvart með að byrja í 3-3 vörn. Þær voru kannski ekki tilbúnar í það og þá náum við sjálfstrausti í okkar leik og náum að halda það út. „Þær skora bara 12 mörk á 40 mínútum sem sýnir hve góða vörn við vorum að spila og Guðrún (Ósk Maríasdóttir) er alltaf jafn sterk fyrir aftan,“ sagði Steinunn. Fram tapaði fyrstu tveimur leikjum sínum á tímabilinu áður en liðið vann síðasta leik sinn fyrir bikarúrslitahelgina. „Við misstum aðeins jafnvægið í tveimur deildarleikjum en náum svo að vinna Gróttu sannfærandi og virðumst vera komnar á gott skrið aftur. „Við erum gríðarlega ánægðar með að vera komnar áfram. Við höfum spilað tvo mjög spennandi leiki við Stjörnuna í vetur og þetta verður skemmtilegur leikur,“ sagði Steinunn að lokum um úrslitaleikinn sem er framundan á laugardaginn.Karen: Tökum rugl ákvarðanir Haukar skoruðu aðeins tvö mörk fyrstu 16 mínúturnar í kvöld en Karen Helga Díönudóttir vill alls ekki meina að of hátt spennustig sé ástæða slakrar byrjunar liðsins. „Nei, það getur ekki verið afsökun. Við erum að gera þetta í fjórða skipti. Það er ekki hægt að fela sig á bakvið það,“ sagði Karen. „Við förum ekki nógu vel eftir skipulaginu. Við vissum nákvæmlega hvað þær voru að fara að gera. Við vissum að Hildur ætti að skjóta. Við mætum henni ekki og hún hittir. Þá er þetta erfitt.“ Fram byrjaði leikinn spilandi 3-3 vörn sem virtist slá Hauka útaf laginu. Karen segir að þetta hefði samt ekki átt að koma Haukum á óvart. „Þær hafa gert þetta nokkrum sinnum á móti okkur áður. Þetta ætti ekki að koma okkur á óvart þó þetta liti út fyrir að hafa gert það,“ sagði Karen. Haukar náðu að minnka muninn í tvö mörk þegar innan við tíu mínútur voru eftir af leiknum en það vantaði herslumuninn hjá liðinu að koma sér enn nær eða jafna leikinn. „Mér finnst við taka óþarfa ákvarðanir þegar við erum á grensunni. Við tökum rugl ákvarðanir í sóknarleiknum og gerum asnaleg mistök sem við eigum ekki að gera á þessu stigi. „Varnarlega létum við ekki finna nógu vel fyrir okkur. Þá er lítið hægt að gera og þær voru bara betri,“ sagði Karen að lokum.Steinunn í harðri baráttu við Karenu Helgu Díönudóttur.vísir/hannaKaren Helga reynir skot að marki Fram.vísir/hanna Olís-deild kvenna Mest lesið Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Íslenski boltinn Uppgjörið: Ísland - Svartfjallaland 27-36 | Þungur róður í Dortmund Handbolti „Ein leiðin að gera hann nógu fúlan til að heimta að fá að fara“ Enski boltinn Vilja ekki feta í fótspor Söru: „Aðrir hlutir skipta meira máli en peningar“ Fótbolti Hetja Heimis Hallgríms var skúrkur um helgina Fótbolti Segir að Wirtz hafi verið plataður til Liverpool Enski boltinn Sjö nýliðar í stóra EM-hópnum hans Snorra Handbolti Handtekinn á flugvelli grunaður um nauðgun Enski boltinn Fulham - Manchester City | Sækja að toppsætinu Enski boltinn Fyrrverandi enskur landsliðsmaður handtekinn grunaður um nauðgun Enski boltinn Fleiri fréttir „Ekki sama leikgleði og hefur verið“ „Mjög margt“ sem fór úrskeiðis „Átta liða úrslit hefði verið eitthvað kraftaverk“ Sjötta tap Framara í röð en Birgir Steinn í Evrópustuði „Helvíti svart var það í dag“ Uppgjörið: Ísland - Svartfjallaland 27-36 | Þungur róður í Dortmund Ótrúlegur viðsnúningur Íslandsbananna gegn Spáni Matthildur Lilja utan hóps í fyrsta leik milliriðilsins Sjö nýliðar í stóra EM-hópnum hans Snorra Aldís Ásta ólétt og flytur heim til Íslands „Við getum tekið þá alla“ „Mæta bara strax og lemja á móti“ Sandra markahæst í íslenska liðinu í riðlakeppninni Norðmenn og Danir kláruðu sitt en Svíar klikkuðu Bakslag á fyrstu æfingunni í Dortmund Felldi félaga sinn úr íslenska U19-landsliðinu Leiktímarnir í milliriðlinum klárir Skýrsla Ágústs: Góðir möguleikar í milliriðlinum „Eiga eftir að hjálpa okkur helling og skila okkur miklu“ „Það kom aldrei neitt annað til greina“ „Alltaf gaman að fara upp og negla“ Mæta Færeyjum í milliriðli Uppgjörið: Ísland - Úrúgvæ 33-19 | Stórsigur og Íslendingar í milliriðil Sami hópur og síðast Spilar þrátt fyrir að vera í krabbameinsmeðferð: „Sé fyrir endann á þessu“ „Aðeins öðruvísi handbolti“ Stelpunum okkar fjölgar fyrir leik dagsins Norðurlöndin með risasigra á HM ÍR vann botnslaginn og sinn fyrsta sigur „Smá glóðarauga og nokkrar skrámur“ Sjá meira
Fram mætir Stjörnunni í úrslitum Coca-Cola bikars kvenna í handbolta eftir 28-21 sigur á Haukum í undanúrslitum í Laugardalshöll í kvöld. Fram var 12-9 yfir í hálfleik.Hanna Andrésdóttir, ljósmyndari Fréttablaðsins og Vísis, var í Laugardalshöllinni í kvöld og tók meðfylgjandi myndir. Fram byrjaði leikinn mun betur. Haukar skoruðu þriðja mark sitt ekki fyrr en á 17. mínútu en þá hafði Fram náði fjögurra marka forystu. Haukar náðu að minnka muninn í eitt mark þegar fimm mínútur voru til hálfleiks en Fram náði að auka forystu sína í þrjú mörk fyrir hálfleik. Haukar áttu í miklum vandræðum gegn sterkri vörn Fram og fyrir aftan vörnina var Guðrún Ósk Maríasdóttir í miklu stuði. Elín Jóna Þorsteinsdóttir markvörður Hauka hélt sínu liði inni í leiknum í fyrri hálfleik með góðri markvörslu en hún varði ófá dauðafærin. Fram byrjaði seinni hálfleikinn einnig af krafti og náði mest sjö marka forystu þegar 19 mínútur voru eftir af leiknum. Haukar skoruðu aðeins 12 mörk fyrstu 40 mínútur leiksins sem er til marks um frábæra vörn Fram í leiknum. Haukar treystu um of á Ramune Pekarskyte í sóknarleiknum og þurfti hún á mun meiri hjálp að halda í leiknum. Haukar náðu þó að minnka muninn í tvö mörk en hafði ekki kraft til að komast nær Fram sem sigldi á ný framúr undir lok leiksins og vann að lokum sannfærandi sigur. Eins og áður segir voru markverðir liðanna öflugir og Ramune bar sóknarleik Hauka uppi. Hildur Þorgeirsdóttir átti greiða leið að marki Hauka framan af leik og Steinunn Björnsdóttir skilaði sínu að vanda. Það var þó Hafdís Iura sem stal senunni með frábærri innkomu í leikinn í seinni hálfleik en hún og Ragnheiður Júlíusdóttir skoruðu 4 mörk hvor seint í leiknum. Fram mætir Stjörnunni í úrslitaleiknum á laugardaginn klukkan 13.30 í Laugardalshöllinni.Steinunn: Góð tilfinning að vera hér Það sást langar leiðir að Fram hungraði virkilega mikið að fara alla leið í úrslitaleikinn hið minnsta og það tók Steinunn Björnsdóttir fyrirliði Fram undir. „Já klárlega. Það er langt síðan við vorum hér síðast. Tilfinningin að vera hér er góð og okkur langaði að vera hér eins lengi og við getum,“ sagði Steinunn. Fram náði sjö marka forystu snemma í seinni hálfleik en Haukar náðu að minnka muninn í tvö mörk. „Við missum þetta aðeins niður. Ég fékk að sjálfsögðu heimskulegar tvær mínútur en við sýnum karakter að koma til baka og vinna leikinn með sjö mörkum.“ Fram byrjaði leikinn með framliggjandi vörn sem skilaði þeim árangri að Haukar skoruðu sitt þrjðja mark ekki fyrr en á 17. mínútu. „Við komum þeim jafnvel á óvart með að byrja í 3-3 vörn. Þær voru kannski ekki tilbúnar í það og þá náum við sjálfstrausti í okkar leik og náum að halda það út. „Þær skora bara 12 mörk á 40 mínútum sem sýnir hve góða vörn við vorum að spila og Guðrún (Ósk Maríasdóttir) er alltaf jafn sterk fyrir aftan,“ sagði Steinunn. Fram tapaði fyrstu tveimur leikjum sínum á tímabilinu áður en liðið vann síðasta leik sinn fyrir bikarúrslitahelgina. „Við misstum aðeins jafnvægið í tveimur deildarleikjum en náum svo að vinna Gróttu sannfærandi og virðumst vera komnar á gott skrið aftur. „Við erum gríðarlega ánægðar með að vera komnar áfram. Við höfum spilað tvo mjög spennandi leiki við Stjörnuna í vetur og þetta verður skemmtilegur leikur,“ sagði Steinunn að lokum um úrslitaleikinn sem er framundan á laugardaginn.Karen: Tökum rugl ákvarðanir Haukar skoruðu aðeins tvö mörk fyrstu 16 mínúturnar í kvöld en Karen Helga Díönudóttir vill alls ekki meina að of hátt spennustig sé ástæða slakrar byrjunar liðsins. „Nei, það getur ekki verið afsökun. Við erum að gera þetta í fjórða skipti. Það er ekki hægt að fela sig á bakvið það,“ sagði Karen. „Við förum ekki nógu vel eftir skipulaginu. Við vissum nákvæmlega hvað þær voru að fara að gera. Við vissum að Hildur ætti að skjóta. Við mætum henni ekki og hún hittir. Þá er þetta erfitt.“ Fram byrjaði leikinn spilandi 3-3 vörn sem virtist slá Hauka útaf laginu. Karen segir að þetta hefði samt ekki átt að koma Haukum á óvart. „Þær hafa gert þetta nokkrum sinnum á móti okkur áður. Þetta ætti ekki að koma okkur á óvart þó þetta liti út fyrir að hafa gert það,“ sagði Karen. Haukar náðu að minnka muninn í tvö mörk þegar innan við tíu mínútur voru eftir af leiknum en það vantaði herslumuninn hjá liðinu að koma sér enn nær eða jafna leikinn. „Mér finnst við taka óþarfa ákvarðanir þegar við erum á grensunni. Við tökum rugl ákvarðanir í sóknarleiknum og gerum asnaleg mistök sem við eigum ekki að gera á þessu stigi. „Varnarlega létum við ekki finna nógu vel fyrir okkur. Þá er lítið hægt að gera og þær voru bara betri,“ sagði Karen að lokum.Steinunn í harðri baráttu við Karenu Helgu Díönudóttur.vísir/hannaKaren Helga reynir skot að marki Fram.vísir/hanna
Olís-deild kvenna Mest lesið Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Íslenski boltinn Uppgjörið: Ísland - Svartfjallaland 27-36 | Þungur róður í Dortmund Handbolti „Ein leiðin að gera hann nógu fúlan til að heimta að fá að fara“ Enski boltinn Vilja ekki feta í fótspor Söru: „Aðrir hlutir skipta meira máli en peningar“ Fótbolti Hetja Heimis Hallgríms var skúrkur um helgina Fótbolti Segir að Wirtz hafi verið plataður til Liverpool Enski boltinn Sjö nýliðar í stóra EM-hópnum hans Snorra Handbolti Handtekinn á flugvelli grunaður um nauðgun Enski boltinn Fulham - Manchester City | Sækja að toppsætinu Enski boltinn Fyrrverandi enskur landsliðsmaður handtekinn grunaður um nauðgun Enski boltinn Fleiri fréttir „Ekki sama leikgleði og hefur verið“ „Mjög margt“ sem fór úrskeiðis „Átta liða úrslit hefði verið eitthvað kraftaverk“ Sjötta tap Framara í röð en Birgir Steinn í Evrópustuði „Helvíti svart var það í dag“ Uppgjörið: Ísland - Svartfjallaland 27-36 | Þungur róður í Dortmund Ótrúlegur viðsnúningur Íslandsbananna gegn Spáni Matthildur Lilja utan hóps í fyrsta leik milliriðilsins Sjö nýliðar í stóra EM-hópnum hans Snorra Aldís Ásta ólétt og flytur heim til Íslands „Við getum tekið þá alla“ „Mæta bara strax og lemja á móti“ Sandra markahæst í íslenska liðinu í riðlakeppninni Norðmenn og Danir kláruðu sitt en Svíar klikkuðu Bakslag á fyrstu æfingunni í Dortmund Felldi félaga sinn úr íslenska U19-landsliðinu Leiktímarnir í milliriðlinum klárir Skýrsla Ágústs: Góðir möguleikar í milliriðlinum „Eiga eftir að hjálpa okkur helling og skila okkur miklu“ „Það kom aldrei neitt annað til greina“ „Alltaf gaman að fara upp og negla“ Mæta Færeyjum í milliriðli Uppgjörið: Ísland - Úrúgvæ 33-19 | Stórsigur og Íslendingar í milliriðil Sami hópur og síðast Spilar þrátt fyrir að vera í krabbameinsmeðferð: „Sé fyrir endann á þessu“ „Aðeins öðruvísi handbolti“ Stelpunum okkar fjölgar fyrir leik dagsins Norðurlöndin með risasigra á HM ÍR vann botnslaginn og sinn fyrsta sigur „Smá glóðarauga og nokkrar skrámur“ Sjá meira