"Einstök stund að lyfta bikar í höllinni“ Tómas Þór Þórðarson skrifar 23. febrúar 2017 13:45 Sólveig Lára Kjærnested, fyrirliði Stjörnunnar, og Margrét Katrín Jónsdóttir, fyrirliði Selfoss, með bikarinn sem er í boði um helgina. vísir/anton brink Undanúrslitin í Coca Cola-bikar kvenna í handbolta fara fram í Laugardalshöll í dag. Fyrri leikurinn hefst klukkan 17.15 en þar eigast við Stjarnan og Selfoss. Gengi liðanna á tímabilinu hefur verið heldur betur misjafnt. Stjarnan berst um efsta sæti Olís-deildarinnar við Fram á meðan Selfoss hefur ollið miklum vonbrigðum eftir uppbyggingu síðustu ára og er í næsta neðsta sæti. Stjarnan er mikið bikarlið, bæði í kvenna- og karlaflokki, eins og sást í fyrra þegar Garðabæjarstúlkur gerðu sér lítið fyrir og unnu Gróttu í úrslitum sem átti ekki að vera hægt. „Bikarlið er það er sem við viljum vera og höfum verið að berjast um marga titla síðustu ár. Loksins í fyrra náðum við honum og það gerir ekkert annað en að hjálpa okkur í ár,“ segir Sólveig Lára Kjærnested, fyrirliði Stjörnunnar. „Reynsla hjálpar alltaf til. Ungu stelpurnar hjá okkur fengu að upplifa hversu skemmtilegt þetta er í fyrra. Það er alveg einstök stund að vera í Höllinni og lyfta bikar fyrir framan fjölskyldu og vini og alla stúkuna. Þetta er tilfinning sem við viljum allar upplifa aftur og munum gera allt til þess að það verði að veruleika,“ segir Sólveig Lára.Þrátt fyrir að vera Davíð í viðureign morgundagsins eru stúlkurnar í Selfossi brattar. Þær eru búnar að tapa þrisvar sinnum fyrir Stjörnunni í deildinni í vetur en síðast þegar liðin mættust 11. febrúar munaði aðeins þremur mörkum á liðunum. „Við getum verið stórhættulegar þegar við erum upp á okkar besta þannig að þetta verður hörkuleikur á fimmtudaginn og við erum tilbúnar,“ segir Margrét Katrín Jónsdóttir, fyrirliði Selfoss. „Eins og hefur sést í deildinni erum við bara að tapa með einu til tveimur mörkum. Þetta eru bara smáatriðin þannig ef við lögum þau þá vinnum við leikinn.“ Mikil stemning er á Selfossi fyrir leiknum enda í fyrsta sinn sem Selfyssingar mæta í Höllina í kvennaflokki. Búist er við miklum fjölda áhorfenda úr mjólkurbænum. „Við erum búnar að safna öllum á Selfossi til að koma og styðja við bakið á okkur. Það verður bara Selfoss í stúkunni. Við höfum engar áhyggjur af þessu þó þetta sé nýtt fyrir okkur og flesta í liðinu,“ segir Margrét Katrín Jónsdóttir. Íslenski handboltinn Mest lesið Féll á lyfjaprófi á HM íslenska hestsins og missir silfur: „Eins og ég sé glæpamaður“ Sport Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play Enski boltinn „Þetta svíður mig mjög sárt“ Fótbolti Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Íslenski boltinn Drónabannið í Danmörku skapar vandamál fyrir fótboltafélögin Fótbolti FIFA: Donald Trump ræður engu um það Fótbolti Utan vallar: Er FH að endurtaka stærstu mistök í sögu félagsins? Íslenski boltinn Töpuðu fyrir Íslandi en ekki í Meistaradeildinni Fótbolti Pirraður yfir marki undir vegg: „Hann leggst bara í einhverja fósturstellingu“ Enski boltinn „Vorum eiginlega búnar að reka hana í hálfleik“ Körfubolti Fleiri fréttir Valur vann stigalausu Stjörnuna Sandra með stórleik í sigri gegn Selfossi Stórleikur Hauks dugði ekki til sigurs Elín Klara markahæst hjá toppliðinu Íslendingaliðið í undanúrslit Tilfinningaþrungin stund eftir hörmungar síðustu ára Haukur með flestar stoðsendingar í Þýskalandi Íslendingarnir skutu Ringsted áfram Magdeburg fataðist flugið og Bjarki Már í úrslit Hroðaleg hnémeiðsli Janusar Daða Tryggðu sér sigurinn með því að skora síðustu fjögur mörkin Rut barnshafandi Haukur hafði betur í Íslendingaslagnum Eins marks sigur Valskvenna í Evrópudeildinni ÍBV með þægilegan sex marka sigur á Þór Sex marka tap í fyrsta Evrópuleik Selfyssinga Dramatískt jafntefli á Ásvöllum KA sótti sigur gegn stigalausu liði HK Stjarnan sneri leiknum og lagði FH „Þetta var bara draumi líkast“ „Frábært að sjá Darra spila handbolta aftur“ „Munurinn á liðunum var einfaldlega markvarslan“ Uppgjörið: Fram - Haukar 27-32 | Haukar sigldu sigrinum í höfn í Úlfarsárdal Flautumark í Breiðholti Ómar Ingi markahæstur í sigri Magdeburgar Kaflaskipt í sigri Valsmanna Glimrandi byrjun Gummersbach heldur áfram Janus markahæstur í frábærum sigri á PSG Ásdís átti stórleik í stórsigri Vals KA/Þór með fullt hús stiga Sjá meira
Undanúrslitin í Coca Cola-bikar kvenna í handbolta fara fram í Laugardalshöll í dag. Fyrri leikurinn hefst klukkan 17.15 en þar eigast við Stjarnan og Selfoss. Gengi liðanna á tímabilinu hefur verið heldur betur misjafnt. Stjarnan berst um efsta sæti Olís-deildarinnar við Fram á meðan Selfoss hefur ollið miklum vonbrigðum eftir uppbyggingu síðustu ára og er í næsta neðsta sæti. Stjarnan er mikið bikarlið, bæði í kvenna- og karlaflokki, eins og sást í fyrra þegar Garðabæjarstúlkur gerðu sér lítið fyrir og unnu Gróttu í úrslitum sem átti ekki að vera hægt. „Bikarlið er það er sem við viljum vera og höfum verið að berjast um marga titla síðustu ár. Loksins í fyrra náðum við honum og það gerir ekkert annað en að hjálpa okkur í ár,“ segir Sólveig Lára Kjærnested, fyrirliði Stjörnunnar. „Reynsla hjálpar alltaf til. Ungu stelpurnar hjá okkur fengu að upplifa hversu skemmtilegt þetta er í fyrra. Það er alveg einstök stund að vera í Höllinni og lyfta bikar fyrir framan fjölskyldu og vini og alla stúkuna. Þetta er tilfinning sem við viljum allar upplifa aftur og munum gera allt til þess að það verði að veruleika,“ segir Sólveig Lára.Þrátt fyrir að vera Davíð í viðureign morgundagsins eru stúlkurnar í Selfossi brattar. Þær eru búnar að tapa þrisvar sinnum fyrir Stjörnunni í deildinni í vetur en síðast þegar liðin mættust 11. febrúar munaði aðeins þremur mörkum á liðunum. „Við getum verið stórhættulegar þegar við erum upp á okkar besta þannig að þetta verður hörkuleikur á fimmtudaginn og við erum tilbúnar,“ segir Margrét Katrín Jónsdóttir, fyrirliði Selfoss. „Eins og hefur sést í deildinni erum við bara að tapa með einu til tveimur mörkum. Þetta eru bara smáatriðin þannig ef við lögum þau þá vinnum við leikinn.“ Mikil stemning er á Selfossi fyrir leiknum enda í fyrsta sinn sem Selfyssingar mæta í Höllina í kvennaflokki. Búist er við miklum fjölda áhorfenda úr mjólkurbænum. „Við erum búnar að safna öllum á Selfossi til að koma og styðja við bakið á okkur. Það verður bara Selfoss í stúkunni. Við höfum engar áhyggjur af þessu þó þetta sé nýtt fyrir okkur og flesta í liðinu,“ segir Margrét Katrín Jónsdóttir.
Íslenski handboltinn Mest lesið Féll á lyfjaprófi á HM íslenska hestsins og missir silfur: „Eins og ég sé glæpamaður“ Sport Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play Enski boltinn „Þetta svíður mig mjög sárt“ Fótbolti Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Íslenski boltinn Drónabannið í Danmörku skapar vandamál fyrir fótboltafélögin Fótbolti FIFA: Donald Trump ræður engu um það Fótbolti Utan vallar: Er FH að endurtaka stærstu mistök í sögu félagsins? Íslenski boltinn Töpuðu fyrir Íslandi en ekki í Meistaradeildinni Fótbolti Pirraður yfir marki undir vegg: „Hann leggst bara í einhverja fósturstellingu“ Enski boltinn „Vorum eiginlega búnar að reka hana í hálfleik“ Körfubolti Fleiri fréttir Valur vann stigalausu Stjörnuna Sandra með stórleik í sigri gegn Selfossi Stórleikur Hauks dugði ekki til sigurs Elín Klara markahæst hjá toppliðinu Íslendingaliðið í undanúrslit Tilfinningaþrungin stund eftir hörmungar síðustu ára Haukur með flestar stoðsendingar í Þýskalandi Íslendingarnir skutu Ringsted áfram Magdeburg fataðist flugið og Bjarki Már í úrslit Hroðaleg hnémeiðsli Janusar Daða Tryggðu sér sigurinn með því að skora síðustu fjögur mörkin Rut barnshafandi Haukur hafði betur í Íslendingaslagnum Eins marks sigur Valskvenna í Evrópudeildinni ÍBV með þægilegan sex marka sigur á Þór Sex marka tap í fyrsta Evrópuleik Selfyssinga Dramatískt jafntefli á Ásvöllum KA sótti sigur gegn stigalausu liði HK Stjarnan sneri leiknum og lagði FH „Þetta var bara draumi líkast“ „Frábært að sjá Darra spila handbolta aftur“ „Munurinn á liðunum var einfaldlega markvarslan“ Uppgjörið: Fram - Haukar 27-32 | Haukar sigldu sigrinum í höfn í Úlfarsárdal Flautumark í Breiðholti Ómar Ingi markahæstur í sigri Magdeburgar Kaflaskipt í sigri Valsmanna Glimrandi byrjun Gummersbach heldur áfram Janus markahæstur í frábærum sigri á PSG Ásdís átti stórleik í stórsigri Vals KA/Þór með fullt hús stiga Sjá meira