Airbnb stór þáttur í hærra íbúðaverði Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 9. mars 2017 08:30 Húsnæðisverð hefur hækkað mikið undanfarið. Hækkunina má að einhverju leyti rekja til Airbnb vísir/anton brink Fjölgun íbúða í heilsársútleigu á Airbnb hefur verið talsvert umfram fjölgun nýrra íbúða í Reykjavík á tímabilinu 2015 til 2016. Hefur þessi fjölgun íbúða í heilsársútleigu átt stóran þátt í því að íbúðaverð hefur hækkað. Að meðaltali voru um 300 íbúðir í útleigu öllum stundum á Airbnb árið 2015 en rúmlega 800 í fyrra. Til samanburðar voru byggðar 399 íbúðir í Reykjavík árið 2016. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu Íslandsbanka um ferðaþjónustuna. Í skýrslunni segir að þess megi geta að í ágúst á árinu 2016 hafi fjöldi íbúða á Airbnb náð 1.225. Það sé 131 prósents fjölgun frá því í ágúst 2015 þegar fjöldinn var 531.Heildartekjur vegna Airbnb-gistirýma í Reykjavík árið 2016 voru einnig talsvert meiri en árinu áður. Í fyrra námu heildartekjur um 6,76 milljörðum króna samanborið við 2,51 milljarð árið 2015. Það má meðal annars rekja til fjölgunar gistirýma til leigu, þau hafi verið leigð út oftar og í lengri tíma í senn. Þá hafi komið til nokkur verðhækkun. Ingólfur Bender, ábyrgðarmaður skýrslunnar og einn höfunda hennar, segir Airbnb hafa skapað þörf fyrir íbúðir, sérstaklega á þeim svæðum sem ferðamenn vilja helst gista. „Að okkar mati skapaði Airbnb eitt og sér um þriðjung af þörf fyrir nýjar íbúðir á síðasta ári,“ segir Ingólfur. Þá hafi verið skortur á íbúðum síðustu ár. Eftirspurnin hafi verið meiri en framboð og það ýti verði upp. „Þetta eru beinustu áhrifin af þessu. Önnur áhrif eru þau að þetta er til þess fallið að auka tekjur almennings,“ segir Ingólfur og bætir því við að það auki kaupmátt og lyfti þannig undir eftirspurnina í hagkerfinu. Hann segir íbúðaverð líklegt til að hækka áfram. Ný hótelrými sem verði byggð á þessu ári mæti aðeins um þriðjungi af þörf. „Stór hluti af gistináttaþörf þeirrar fjölgunar sem við sjáum fyrir okkur af ferðamönnum þarf að mæta með annars konar gistingu.“ Þar liggi beinast við að deilihagkerfið og Airbnb verði stærst. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Mest lesið Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Viðskipti innlent Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Viðskipti innlent Eftirlitið veður í Veðurstofuna Viðskipti innlent Arnar og Aron Elí til Reita Viðskipti innlent Vaxtaverkir í golfi: Kylfingum fjölgar um þúsundir á ári Atvinnulíf Ben kveður Jerry Viðskipti erlent Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Viðskipti innlent Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Viðskipti innlent „Gæti orðið til þess að þú sért látinn fara“ Neytendur Vara við díoxíni í Landnámseggjum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Sjá meira
Fjölgun íbúða í heilsársútleigu á Airbnb hefur verið talsvert umfram fjölgun nýrra íbúða í Reykjavík á tímabilinu 2015 til 2016. Hefur þessi fjölgun íbúða í heilsársútleigu átt stóran þátt í því að íbúðaverð hefur hækkað. Að meðaltali voru um 300 íbúðir í útleigu öllum stundum á Airbnb árið 2015 en rúmlega 800 í fyrra. Til samanburðar voru byggðar 399 íbúðir í Reykjavík árið 2016. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu Íslandsbanka um ferðaþjónustuna. Í skýrslunni segir að þess megi geta að í ágúst á árinu 2016 hafi fjöldi íbúða á Airbnb náð 1.225. Það sé 131 prósents fjölgun frá því í ágúst 2015 þegar fjöldinn var 531.Heildartekjur vegna Airbnb-gistirýma í Reykjavík árið 2016 voru einnig talsvert meiri en árinu áður. Í fyrra námu heildartekjur um 6,76 milljörðum króna samanborið við 2,51 milljarð árið 2015. Það má meðal annars rekja til fjölgunar gistirýma til leigu, þau hafi verið leigð út oftar og í lengri tíma í senn. Þá hafi komið til nokkur verðhækkun. Ingólfur Bender, ábyrgðarmaður skýrslunnar og einn höfunda hennar, segir Airbnb hafa skapað þörf fyrir íbúðir, sérstaklega á þeim svæðum sem ferðamenn vilja helst gista. „Að okkar mati skapaði Airbnb eitt og sér um þriðjung af þörf fyrir nýjar íbúðir á síðasta ári,“ segir Ingólfur. Þá hafi verið skortur á íbúðum síðustu ár. Eftirspurnin hafi verið meiri en framboð og það ýti verði upp. „Þetta eru beinustu áhrifin af þessu. Önnur áhrif eru þau að þetta er til þess fallið að auka tekjur almennings,“ segir Ingólfur og bætir því við að það auki kaupmátt og lyfti þannig undir eftirspurnina í hagkerfinu. Hann segir íbúðaverð líklegt til að hækka áfram. Ný hótelrými sem verði byggð á þessu ári mæti aðeins um þriðjungi af þörf. „Stór hluti af gistináttaþörf þeirrar fjölgunar sem við sjáum fyrir okkur af ferðamönnum þarf að mæta með annars konar gistingu.“ Þar liggi beinast við að deilihagkerfið og Airbnb verði stærst. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Mest lesið Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Viðskipti innlent Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Viðskipti innlent Eftirlitið veður í Veðurstofuna Viðskipti innlent Arnar og Aron Elí til Reita Viðskipti innlent Vaxtaverkir í golfi: Kylfingum fjölgar um þúsundir á ári Atvinnulíf Ben kveður Jerry Viðskipti erlent Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Viðskipti innlent Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Viðskipti innlent „Gæti orðið til þess að þú sért látinn fara“ Neytendur Vara við díoxíni í Landnámseggjum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Sjá meira