…og hún vill leggja Ríkisútvarpið niður Helga Vala Helgadóttir skrifar 6. mars 2017 07:00 Enn einu sinni fáum við fregnir af frjálshyggjuhegrum sem umfram allt vilja leggja Ríkisútvarpið niður. Segja fráleitt að ríkið sé að standa í slíkum rekstri því aðrir geti vel sinnt því. En af hverju er það þá ekki gert? Hvers vegna er engin útvarpsstöð á Íslandi á pari við það sem gert er á Rás 1 og 2? Hvernig stendur á því að ekki ein einasta útvarpsstöð sinnir öðru en dægurmálum og íþróttum? Spilar lög af geisladiskum og opnar fyrir símann? Umfjöllun um fréttir vikunnar er á stöku stað en engin rýni. Engin umfjöllun heldur bara kallað í þá sem eiga auðvelt með að tjá sig, og kveikt á míkrafónum. Malið sent út á öldur ljósvakans. „Samkeppnisaðilarnir“, sem frjálshyggjufólk vill meina að geti vel sinnt því starfi sem unnið er í Efstaleiti, fjalla ekkert um sögulega hluti. Fjalla ekki ítarlega um hljómsveitir eða tónverk. Flytja ekki útvarpsleikrit, útvarpssögur eða flakka um borg og bæi með sagnfræðingi sem tjáir sig um sögu húsa og gatna. Það er vegna þess að það kostar tíma og fyrirhöfn sem þessar stöðvar hafa bara ekkert ráð á. Hinar stöðvarnar sinna sínu hlutverki sem afþreyingarstöðvar vel, enda ekki annars krafist af þeim. En þær eru bara í öðru. Það er þannig tómt mál að tala um samkeppnisrekstur. Það sinnir enginn annar menningar- og fræðsluhlutverki Ríkisútvarpsins. Það er líklega þess vegna sem 70% landsmanna treysta Ríkisútvarpinu á meðan næsti fjölmiðill fyrir neðan er með 40% traust og aðrir enn neðar. Ekki skemma það sem vel er gert. Það er nóg samt.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Helga Vala Helgadóttir Mest lesið Þriggja stiga þögn Bjarni Karlsson Skoðun Skýr stefna um málfrelsi Róbert H. Haraldsson Skoðun Hvers vegna sífellt fleiri sækjast eftir einveru Ingrid Kuhlman Skoðun Nú þarf að gyrða sig í brók Gunnlaugur Stefánsson Skoðun Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei Skoðun „Stóra fallega frumvarpið“ hans Trump Gunnar Alexander Ólafsson Skoðun Verndun vatns og stjórn vatnamála Ólafur Arnar Jónsson,Sigurður Guðjónsson Skoðun Gegn hernaði hvers konar Gunnar Björgvinsson Skoðun Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir Skoðun Sjallar og lyklaborðið Sigfús Ómar Höskuldsson Skoðun
Enn einu sinni fáum við fregnir af frjálshyggjuhegrum sem umfram allt vilja leggja Ríkisútvarpið niður. Segja fráleitt að ríkið sé að standa í slíkum rekstri því aðrir geti vel sinnt því. En af hverju er það þá ekki gert? Hvers vegna er engin útvarpsstöð á Íslandi á pari við það sem gert er á Rás 1 og 2? Hvernig stendur á því að ekki ein einasta útvarpsstöð sinnir öðru en dægurmálum og íþróttum? Spilar lög af geisladiskum og opnar fyrir símann? Umfjöllun um fréttir vikunnar er á stöku stað en engin rýni. Engin umfjöllun heldur bara kallað í þá sem eiga auðvelt með að tjá sig, og kveikt á míkrafónum. Malið sent út á öldur ljósvakans. „Samkeppnisaðilarnir“, sem frjálshyggjufólk vill meina að geti vel sinnt því starfi sem unnið er í Efstaleiti, fjalla ekkert um sögulega hluti. Fjalla ekki ítarlega um hljómsveitir eða tónverk. Flytja ekki útvarpsleikrit, útvarpssögur eða flakka um borg og bæi með sagnfræðingi sem tjáir sig um sögu húsa og gatna. Það er vegna þess að það kostar tíma og fyrirhöfn sem þessar stöðvar hafa bara ekkert ráð á. Hinar stöðvarnar sinna sínu hlutverki sem afþreyingarstöðvar vel, enda ekki annars krafist af þeim. En þær eru bara í öðru. Það er þannig tómt mál að tala um samkeppnisrekstur. Það sinnir enginn annar menningar- og fræðsluhlutverki Ríkisútvarpsins. Það er líklega þess vegna sem 70% landsmanna treysta Ríkisútvarpinu á meðan næsti fjölmiðill fyrir neðan er með 40% traust og aðrir enn neðar. Ekki skemma það sem vel er gert. Það er nóg samt.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei Skoðun
Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir Skoðun
Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei Skoðun
Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir Skoðun