Myndband - Þú veist aldrei hvar Birnir er Stefán Þór Hjartarson skrifar 3. mars 2017 16:15 Birnir Sigurðarson byrjar með látum. Vísir/Anton Brink „Ég er úr 200 Kópavogi, ég átti samt heima í 101, bara á Hallveigarstíg bak við Prikið, þangað til að ég var átta ára. Ég byrjaði að rappa þegar ég flutti í Kópavoginn og þá bara með vinum mínum í partíum og svona, var líka að skrifa texta – síðan var það líklega í 10. bekk sem ég var byrjaður að klára að skrifa lög. En ég hef ekkert mikið verið að rappa opinberlega síðan fyrir svona einu og hálfu ári,“ segir rapparinn Birnir sem gefur í dag út sitt fyrsta lag og myndband á vegum Sticky Records. Í myndbandinu má sjá kunnugleg andlit, en þar eru þeir Jóhann Kristófer Stefánsson og Sturla Atlas úr 101 boys auk Arons Can. Jóhann Kristófer ásamt Benedikti Andrasyni sáu um leikstjórn myndbandsins ásamt því að Jóhann leikur í því. Þannig að það eru engir aukvisar sem koma að þessum fyrstu sporum Birnis í rappheiminum. Sticky Records er plötufyrirtæki Priksins þannig það má kannski segja að Birnir sé komin aftur á fæðingarslóðir sínar. Þó er það Kópavogurinn sem hefur haft hvað mest áhrif á rappferil hans, „Ég kem úr sama hverfi og Erpur, hann var í grunnskólanum mínum. Ég var alltaf mjög mikið að rappa um hverfið mitt, Hamraborgina og svona. Ég hef líka mikið verið með Herra Hnetusmjöri. Ég byrjaði að spila með honum og Joe Fraizer, fyrir löngu – alveg þremur árum síðan. Við fórum og tókum gigg á Selfossi þá aðeins búnir að gera eitt lag saman, sem svo varð ekkert úr. En við höfum oft spilað show saman – ég, Herra Hnetusmjör, Joe Fraizer og DJ Spegill. Þetta byrjaði þannig. Síðan var það hann Geoffrey hjá Sticky Records sem hafði samband því hann hafði heyrt lög með mér og sagði mér frá Sticky hugmyndinni og bað mig um að gera eitthvað með þeim – ég var 100% til í það því að mér fannst það frábær hugmynd sem gæti keyrt kúltúrinn áfram, miklu lengra en hann hefur komist hingað til. Ef ég, nýr artisti, gæti gefið eitthvað út hjá Sticky sem væri lögð vinna í þá myndi það vonandi verða innblástur fyrir aðra artista að klára dótið sitt og gefa út.“ Lagið Sama tíma fæddist í stúdíóinu einn daginn. „Ég fór að raula: „Þú vildir hitta á mig en þú veist aldrei hvar ég er.“ Fólk er nefnilega búið að vera að tala um hvað það er alltaf erfitt að ná í mig og ég gerði í raun og veru bara lag í kringum það,“ segir Birnir um tilurð lagsins, en blaðamaður getur staðfest að það var svolítið bras að ná í hann. Birnir stefnir á að gefa út annað myndband í mánuðinum og er að vinna að plötu. „Ég er líka að vinna með öðrum artistum í tónlistarheiminum sem eru svona á mínum aldri og eru þekktir – ég ætla samt ekkert að segja nöfnin á þeim, það kemur bara í ljós,“ segir hann dularfullur að lokum. Tónlist Mest lesið Kyngdi stoltinu og fjölmargir buðu fram nýra Lífið Tchéky Karyo látinn Lífið Stjörnurnar á hrekkjavökunni: Louvre-þjófur og vampírur Lífið Krakkatían: Dóra landkönnuður, Neyðarlínan og „borgin eilífa“ Lífið Samkeppnin í New York minnti á X-Factor keppni Menning Telur Sweeney hafa verið blekkta í kjólinn Tíska og hönnun Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ Lífið Nýr skemmti- og spjallþáttur á Sýn Lífið Fasteignasalar og ofurskvísur í Októberfest stemningu Lífið Fréttatía vikunnar: Ríkislögreglustjóri, fellibylur og rasisti Lífið Fleiri fréttir Ekkert rapplag á topp 40 í fyrsta sinn í 35 ár „Lélegur í að fela hvernig mér líður og bera harm minn í hljóði“ Breytti um nafn eftir djúpa ástarsorg Spila jólalög allan sólarhringinn fram að jólum Gervigreindarsvikarar reyna að hagnast á íslenskum stjörnum Katrín Odds og Þorgerður ástfangnar á frumsýningu Englar Birnis frumsýndir og heimildarmynd á leiðinni Sleppti tökunum á ástarsorgarplötu aldarinnar Lofar hlustendum jákvæðri og skemmtilegri stemmingu Þetta eru bestu lög 21. aldarinnar „Þetta er ömurleg fjárhagsleg ákvörðun“ Borgarstjóri og bombur í brjálaðri GusGus-gleði Sama hvað öllum finnst, nema mömmu og pabba Íslenskar stjörnur heiðra Bítlana Frumsýning á Vísi: Iceguys trylla þjóðina enn og aftur í nýju myndbandi Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Sjá meira
„Ég er úr 200 Kópavogi, ég átti samt heima í 101, bara á Hallveigarstíg bak við Prikið, þangað til að ég var átta ára. Ég byrjaði að rappa þegar ég flutti í Kópavoginn og þá bara með vinum mínum í partíum og svona, var líka að skrifa texta – síðan var það líklega í 10. bekk sem ég var byrjaður að klára að skrifa lög. En ég hef ekkert mikið verið að rappa opinberlega síðan fyrir svona einu og hálfu ári,“ segir rapparinn Birnir sem gefur í dag út sitt fyrsta lag og myndband á vegum Sticky Records. Í myndbandinu má sjá kunnugleg andlit, en þar eru þeir Jóhann Kristófer Stefánsson og Sturla Atlas úr 101 boys auk Arons Can. Jóhann Kristófer ásamt Benedikti Andrasyni sáu um leikstjórn myndbandsins ásamt því að Jóhann leikur í því. Þannig að það eru engir aukvisar sem koma að þessum fyrstu sporum Birnis í rappheiminum. Sticky Records er plötufyrirtæki Priksins þannig það má kannski segja að Birnir sé komin aftur á fæðingarslóðir sínar. Þó er það Kópavogurinn sem hefur haft hvað mest áhrif á rappferil hans, „Ég kem úr sama hverfi og Erpur, hann var í grunnskólanum mínum. Ég var alltaf mjög mikið að rappa um hverfið mitt, Hamraborgina og svona. Ég hef líka mikið verið með Herra Hnetusmjöri. Ég byrjaði að spila með honum og Joe Fraizer, fyrir löngu – alveg þremur árum síðan. Við fórum og tókum gigg á Selfossi þá aðeins búnir að gera eitt lag saman, sem svo varð ekkert úr. En við höfum oft spilað show saman – ég, Herra Hnetusmjör, Joe Fraizer og DJ Spegill. Þetta byrjaði þannig. Síðan var það hann Geoffrey hjá Sticky Records sem hafði samband því hann hafði heyrt lög með mér og sagði mér frá Sticky hugmyndinni og bað mig um að gera eitthvað með þeim – ég var 100% til í það því að mér fannst það frábær hugmynd sem gæti keyrt kúltúrinn áfram, miklu lengra en hann hefur komist hingað til. Ef ég, nýr artisti, gæti gefið eitthvað út hjá Sticky sem væri lögð vinna í þá myndi það vonandi verða innblástur fyrir aðra artista að klára dótið sitt og gefa út.“ Lagið Sama tíma fæddist í stúdíóinu einn daginn. „Ég fór að raula: „Þú vildir hitta á mig en þú veist aldrei hvar ég er.“ Fólk er nefnilega búið að vera að tala um hvað það er alltaf erfitt að ná í mig og ég gerði í raun og veru bara lag í kringum það,“ segir Birnir um tilurð lagsins, en blaðamaður getur staðfest að það var svolítið bras að ná í hann. Birnir stefnir á að gefa út annað myndband í mánuðinum og er að vinna að plötu. „Ég er líka að vinna með öðrum artistum í tónlistarheiminum sem eru svona á mínum aldri og eru þekktir – ég ætla samt ekkert að segja nöfnin á þeim, það kemur bara í ljós,“ segir hann dularfullur að lokum.
Tónlist Mest lesið Kyngdi stoltinu og fjölmargir buðu fram nýra Lífið Tchéky Karyo látinn Lífið Stjörnurnar á hrekkjavökunni: Louvre-þjófur og vampírur Lífið Krakkatían: Dóra landkönnuður, Neyðarlínan og „borgin eilífa“ Lífið Samkeppnin í New York minnti á X-Factor keppni Menning Telur Sweeney hafa verið blekkta í kjólinn Tíska og hönnun Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ Lífið Nýr skemmti- og spjallþáttur á Sýn Lífið Fasteignasalar og ofurskvísur í Októberfest stemningu Lífið Fréttatía vikunnar: Ríkislögreglustjóri, fellibylur og rasisti Lífið Fleiri fréttir Ekkert rapplag á topp 40 í fyrsta sinn í 35 ár „Lélegur í að fela hvernig mér líður og bera harm minn í hljóði“ Breytti um nafn eftir djúpa ástarsorg Spila jólalög allan sólarhringinn fram að jólum Gervigreindarsvikarar reyna að hagnast á íslenskum stjörnum Katrín Odds og Þorgerður ástfangnar á frumsýningu Englar Birnis frumsýndir og heimildarmynd á leiðinni Sleppti tökunum á ástarsorgarplötu aldarinnar Lofar hlustendum jákvæðri og skemmtilegri stemmingu Þetta eru bestu lög 21. aldarinnar „Þetta er ömurleg fjárhagsleg ákvörðun“ Borgarstjóri og bombur í brjálaðri GusGus-gleði Sama hvað öllum finnst, nema mömmu og pabba Íslenskar stjörnur heiðra Bítlana Frumsýning á Vísi: Iceguys trylla þjóðina enn og aftur í nýju myndbandi Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Sjá meira