Myndbandið er tekið yfir eins árs tímabil, meðal annars í sprungunni á Þingvöllum og við Svínafelljökul.
Magnað landslag prýðir myndbandið ásamt Bergljótu sem túlkar bæn álfkonunnar í fögrum rauðum kjól sem sker sig úr við hrikalegt landslagið og hvítan tindrandi snjóinn. Bergljót samdi lagið í Kaupmannahöfn og hefur flutt lagið þar á tónleikum oftar en einu sinni.
„Ég gerði grín að því við tökurnar að ég væri leikandi plötusnúður á milli Evrópu og Ameríku. Þetta eru auðvitað engar venjulegar plötur sem eru að snúast með jarðarkringlunni,“ segir Bergljót í samtali við Lífið.