„Miðla því sem ég lærði af Phil Mickelson til íslenskra kylfinga“ Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 2. mars 2017 14:30 Hinn finnski Jussi Pitkanen, sem nýverið var ráðinn afreksstjóri Golfsambands Íslands, segir að það búi mikið í íslenskum kylfingum. Pitkanen er ætlað að styrkja íslenska afrekskylfinga en Ísland á marga unga og efnilega kylfinga. „Séð utan frá eru hér mjög margir áhugamenn á heimsmælikvarða,“ segir hann. Þær Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, sem keppir á LPGA, og Valdís Þóra Jónsdóttir, sem keppir á Evrópumótaröðinni, standa fremst íslenskra kylfinga í dag og segir Jussi að hann komi því til skjalanna á góðum tímapunkti. „Íslenskt golf er vissulega á uppleið. Það skaðar ekki að telja sig með þeim bestu á heimsvísu en það er líka mikilvægt að styðja við þá viðleitni.“ Hann segir að það sem hann ætlar sér helst að einbeita sér að er að bæta stutta spilið hjá leikmönnum, en einnig undirbúning og skipulagning þeirra fyrir mót, sem og form og hugarfar.„Í stað þess að beina athyglinni að einu atriði til framfara eru allnokkrir þættir sem við getum bætt lið fyrir lið. Þannig bætum við frammistöðuna,“ segir hann. Pitkanen er búsettur í Írlandi þar sem hann hefur starfað um árabil, en hann vann bæði með PGA-samtökunum í Írlandi og Bretlandi. Þar kynntist hann Dave Pelz, einum virtasta golfsérfræðingi heims, sem hefur unnið með mörgum af þekktustu kylfingum heims. „Bestu spilararnir sem ég hef haft tækifæri til að fylgjast með er Phil Michelson. Hann kom ekki til að fá leiðbeiningar heldur fékk ég tækifæri til að horfa á hann æfa,“ segir hann en Mickelson hefur um árabil verið í fremstu röð í heiminum. „Lexíurnar sem ég lærði af því sem hann gerði með fyrrverandi yfirmanni mínum, Dave Pelz, munu alltaf fylgja mér. Ég mun miðla þeim til íslenskra spilara. Það er engin tilviljun að hann hafi náð þeim árangri sem raun ber vitni.“ Golf Tengdar fréttir Finni sem býr á Írlandi ráðinn afreksstjóri Golfsambands Íslands Finninn Jussi Pitkanen hefur störf sem afreksstjóri Golfsambands Íslands í byrjun næsta árs en hann tekur við af Úlfari Jónssyni sem hefur verið landsliðsþjálfari GSÍ á undanförnum árum. 19. desember 2016 12:30 Mest lesið Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Handbolti Þjálfari sló niður ungan línuvörð en sleppur við fangelsi Enski boltinn „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Körfubolti Járnkona sundsins kveður Sport Everton endaði furðulegan dag á því að fara áfram í bikarnum Enski boltinn „Megum ekki við fleiri meiðslum í bili“ Sport „Fínt eins og það er, en rosalega margt sem við getum enn gert betur“ Körfubolti Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Handbolti Uppgjörið: Keflavík - Höttur 112-98 | Fyrsti sigur Keflvíkinga á árinu Körfubolti Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Handbolti Fleiri fréttir Allt jafnt fyrir lokadaginn Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira
Hinn finnski Jussi Pitkanen, sem nýverið var ráðinn afreksstjóri Golfsambands Íslands, segir að það búi mikið í íslenskum kylfingum. Pitkanen er ætlað að styrkja íslenska afrekskylfinga en Ísland á marga unga og efnilega kylfinga. „Séð utan frá eru hér mjög margir áhugamenn á heimsmælikvarða,“ segir hann. Þær Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, sem keppir á LPGA, og Valdís Þóra Jónsdóttir, sem keppir á Evrópumótaröðinni, standa fremst íslenskra kylfinga í dag og segir Jussi að hann komi því til skjalanna á góðum tímapunkti. „Íslenskt golf er vissulega á uppleið. Það skaðar ekki að telja sig með þeim bestu á heimsvísu en það er líka mikilvægt að styðja við þá viðleitni.“ Hann segir að það sem hann ætlar sér helst að einbeita sér að er að bæta stutta spilið hjá leikmönnum, en einnig undirbúning og skipulagning þeirra fyrir mót, sem og form og hugarfar.„Í stað þess að beina athyglinni að einu atriði til framfara eru allnokkrir þættir sem við getum bætt lið fyrir lið. Þannig bætum við frammistöðuna,“ segir hann. Pitkanen er búsettur í Írlandi þar sem hann hefur starfað um árabil, en hann vann bæði með PGA-samtökunum í Írlandi og Bretlandi. Þar kynntist hann Dave Pelz, einum virtasta golfsérfræðingi heims, sem hefur unnið með mörgum af þekktustu kylfingum heims. „Bestu spilararnir sem ég hef haft tækifæri til að fylgjast með er Phil Michelson. Hann kom ekki til að fá leiðbeiningar heldur fékk ég tækifæri til að horfa á hann æfa,“ segir hann en Mickelson hefur um árabil verið í fremstu röð í heiminum. „Lexíurnar sem ég lærði af því sem hann gerði með fyrrverandi yfirmanni mínum, Dave Pelz, munu alltaf fylgja mér. Ég mun miðla þeim til íslenskra spilara. Það er engin tilviljun að hann hafi náð þeim árangri sem raun ber vitni.“
Golf Tengdar fréttir Finni sem býr á Írlandi ráðinn afreksstjóri Golfsambands Íslands Finninn Jussi Pitkanen hefur störf sem afreksstjóri Golfsambands Íslands í byrjun næsta árs en hann tekur við af Úlfari Jónssyni sem hefur verið landsliðsþjálfari GSÍ á undanförnum árum. 19. desember 2016 12:30 Mest lesið Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Handbolti Þjálfari sló niður ungan línuvörð en sleppur við fangelsi Enski boltinn „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Körfubolti Járnkona sundsins kveður Sport Everton endaði furðulegan dag á því að fara áfram í bikarnum Enski boltinn „Megum ekki við fleiri meiðslum í bili“ Sport „Fínt eins og það er, en rosalega margt sem við getum enn gert betur“ Körfubolti Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Handbolti Uppgjörið: Keflavík - Höttur 112-98 | Fyrsti sigur Keflvíkinga á árinu Körfubolti Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Handbolti Fleiri fréttir Allt jafnt fyrir lokadaginn Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira
Finni sem býr á Írlandi ráðinn afreksstjóri Golfsambands Íslands Finninn Jussi Pitkanen hefur störf sem afreksstjóri Golfsambands Íslands í byrjun næsta árs en hann tekur við af Úlfari Jónssyni sem hefur verið landsliðsþjálfari GSÍ á undanförnum árum. 19. desember 2016 12:30