JANA gaf út smáskífuna Master Of Light síðastliðið haust sem hefur fengið þó nokkra spilun og fylgdi JANA henni eftir með tónleikum á off venue Airwaves, Kex & Kítón og Stúdíó 12 á Rás 2.
Laga- og textasmíðar JANA er undir áhrifum triphop, djass og indie og tengir við tónlistarmenn á borð við Duke Ellington, Florence & the Machine, Portishead og Feist.
Fyrsta breiðskífa JANA er væntanleg með hækkandi sól en hér að neðan má sjá myndbandið.