Sumarsmellurinn í ár: Páll Óskar og StopWaitGo í Einum dansi Stefán Árni Pálsson skrifar 17. mars 2017 13:00 Páll Óskar. Vísir/Anton Brink Páll Óskar Hjálmtýsson gaf út nýtt lag í hádeginu í dag og ber það nafnið Einn dans. Lagið vann hann í samstarfi við strákana í StopWaitGo og sveitina Sísí Ey og Ellen Kristjáns. Þetta er í fyrst skipti sem Palli vinnur með StopWaitGo og segir Páll í samtali við Vísi að samstarfið hafi gengið eins og í sögu. Söngvarinn mætti til Ívar Guðmundssonar í morgun og var lagið frumspilað í þætti hans á Bylgjunni. „Þetta er fyrsta lagið sem ég vinn með strákunum í StopWaitGo. Við hittumst fyrir svona einu og hálfu ári síðan og tókum smá fund, töluðum um músík en síðan kom einhvern veginn ekki rétta lagið fyrir mig, ekki fyrr enn núna,“ segir Páll Óskar á Bylgjunni í morgun. „Rétt fyrir áramót sendir Ásgeir mér demo af þessu lagi sem við vorum að klára núna í nótt. Ég búinn að sitja með þeim í hljóðverinu alveg gapandi hvað þessir strákar eru brjálæðislega klárir og hvað þeir hafa yfirgripsmikla þekkingu á popptónlist, því það er ekkert grín að dæla endalaust frá sér hitturum.“ Hann segir að samstarfið hafi gengið eins og brauð og smjör. „Boðskapurinn er bara sá að þú þarft að vera opinn fyrir öllum litlu kraftaverkinum og tækifærunum sem þú færð í lífinu, öllum litlu hlutunum sem kannski breyta lífinu þínu til framtíðar.“ Hér að neðan má sjá textamyndband sem Palli setti inn á Facebook-síðu sína. Hér að neðan má hlusta á viðtalið hjá Ívari frá því fyrir hádegi í dag. Tónlist Mest lesið „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Lífið Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Menning Valdi hættur að spila í neðri deildunum Lífið Innsýn í molnandi hjónaband: „Persónuleikinn þinn var ekki svona fyrir nokkrum árum“ Lífið Gugga í gúmmíbát fagnaði afmæli sínu með heitustu guggum landsins Lífið Heillandi arkitektúr í Garðabæ Lífið Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Lífið Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Lífið Embla Wigum og Lindsey Lohan glæsilegar á rauða dreglinum Lífið Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Fleiri fréttir Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans „Öll dýrin í skóginum voru vinir“ Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Sjá meira
Páll Óskar Hjálmtýsson gaf út nýtt lag í hádeginu í dag og ber það nafnið Einn dans. Lagið vann hann í samstarfi við strákana í StopWaitGo og sveitina Sísí Ey og Ellen Kristjáns. Þetta er í fyrst skipti sem Palli vinnur með StopWaitGo og segir Páll í samtali við Vísi að samstarfið hafi gengið eins og í sögu. Söngvarinn mætti til Ívar Guðmundssonar í morgun og var lagið frumspilað í þætti hans á Bylgjunni. „Þetta er fyrsta lagið sem ég vinn með strákunum í StopWaitGo. Við hittumst fyrir svona einu og hálfu ári síðan og tókum smá fund, töluðum um músík en síðan kom einhvern veginn ekki rétta lagið fyrir mig, ekki fyrr enn núna,“ segir Páll Óskar á Bylgjunni í morgun. „Rétt fyrir áramót sendir Ásgeir mér demo af þessu lagi sem við vorum að klára núna í nótt. Ég búinn að sitja með þeim í hljóðverinu alveg gapandi hvað þessir strákar eru brjálæðislega klárir og hvað þeir hafa yfirgripsmikla þekkingu á popptónlist, því það er ekkert grín að dæla endalaust frá sér hitturum.“ Hann segir að samstarfið hafi gengið eins og brauð og smjör. „Boðskapurinn er bara sá að þú þarft að vera opinn fyrir öllum litlu kraftaverkinum og tækifærunum sem þú færð í lífinu, öllum litlu hlutunum sem kannski breyta lífinu þínu til framtíðar.“ Hér að neðan má sjá textamyndband sem Palli setti inn á Facebook-síðu sína. Hér að neðan má hlusta á viðtalið hjá Ívari frá því fyrir hádegi í dag.
Tónlist Mest lesið „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Lífið Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Menning Valdi hættur að spila í neðri deildunum Lífið Innsýn í molnandi hjónaband: „Persónuleikinn þinn var ekki svona fyrir nokkrum árum“ Lífið Gugga í gúmmíbát fagnaði afmæli sínu með heitustu guggum landsins Lífið Heillandi arkitektúr í Garðabæ Lífið Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Lífið Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Lífið Embla Wigum og Lindsey Lohan glæsilegar á rauða dreglinum Lífið Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Fleiri fréttir Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans „Öll dýrin í skóginum voru vinir“ Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Sjá meira