Ólafía Þórunn fékk par á fyrstu sex holum dagsins en svo kom að stóru stundinni á sextándu holunni.
Ólafía Þórunn lék þessa par fjögur holu á aðeins tveimur höggum og fékk því örn.
Sjá einnig: Fylgstu með Ólafíu í beinni textalýsingu
Sextánda holan er 314 jardar eða 287 metrar. Í lýsingu á holunni á heimasíðunni er hún kölluð „A true risk-reward hole“ það er hola sem getur gefið vel fyrir þá sem eru tilbúnir að taka smá áhættu.
Kylfingar geta hinsvegar lent í vandræðum og tvöfaldur skolli er því jafnalgengur og örn.
Þetta er fyrsti örninn hjá Ólafíu Þórunni á LPGA en hún er fyrst íslenskra kylfinga til að keppa á sterkustu mótaröðinni í heimi.
My first LPGA pro-am was with one of the founders of LPGA, Shirley, 89 years old!!!! Suku, Tina and Mike had so much fun #lpgafounderscup pic.twitter.com/FmLmYnQNci
— Olafia Kristinsd. (@olafiakri) March 15, 2017