Jón Kalman tilnefndur til Man Booker verðlaunanna Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 15. mars 2017 12:45 Jón Kalman Stefánsson rithöfundur. Visir/Daníel Jón Kalman Stefánsson rithöfundur er tilnefndur til hinna alþjóðlegu Man Booker bókmenntaverðlauna. Hann er tilnefndur fyrir bókina Fiskarnir hafa enga fætur og er hann tilnefndur meðal þrettán annarra rithöfunda sem koma frá ellefu löndum. „Maður verður glaður að vera þarna en ég er nú eiginlega þannig gíraður að ég hef aldrei kunnað að nema staðar þegar maður er tilnefndur til einhvers,“ segir Jón Kalman í samtali við Vísi. „Maður verður glaður og það er mikið skemmtilegra að vera þarna en að vera ekki þarna en ég, eins og ég segi, upptekinn við að gera það sem ég er að gera núna að ég geti ekki numið staðar núna. Ég held að það sé ágætis galli eða hæfileiki fyrir listamann að stoppa ekki of lengi við ef maður fær hrós eða eitthvað slíkt.“ Jón segist þó vona að tilnefningin verði til þess að fleiri hafi áhuga á bókinni. „En maður vonast til að þetta hjálpi bókinni og að það verði fleiri sem horfa í áttina til hennar, bæði fyrir mig og fyrir þýðandann. Þetta er ekki síður verið að hrósa þýðandanum. Það sýnir hversu góður hann er. Og eins fyrir forlagið, maður er glaður að einhverjir eru nógu langt leiddir að vilja gefa mann út einhvers staðar úti í heimi. Maður verður glaður ef það verður til þess að auðvelda starfið fyrir þá.“ Verðlaunahafi alþjóðlegu Man Booker verðlaunanna hlýtur fimmtíu þúsund pund fyrir, sem samsvarar tæplega 6,7 milljónum íslenskra króna og skiptist verðlaunaféð jafnt milli höfundar og þýðanda. Tilnefnd eru: • Mathias Enard (France), Charlotte Mandell, Compass (Fitzcarraldo Editions) • Wioletta Greg (Poland), Eliza Marciniak, Swallowing Mercury (Portobello Books) • David Grossman (Israel), Jessica Cohen, A Horse Walks Into a Bar (Jonathan Cape) • Stefan Hertmans (Belgium), David McKay, War and Turpentine (Harvill Secker) • Roy Jacobsen (Norway), Don Bartlett, Don Shaw, The Unseen (Maclehose) • Ismail Kadare (Albania), John Hodgson, The Traitor's Niche (Harvill Secker) • Jon Kalman Stefansson (Iceland), Phil Roughton, Fish Have No Feet (Maclehose) • Yan Lianke (China), Carlos Rojas, The Explosion Chronicles (Chatto & Windus) • Alain Mabanckou (France), Helen Stevenson, Black Moses (Serpent's Tail) • Clemens Meyer (Germany), Katy Derbyshire, Bricks and Mortar (Fitzcarraldo Editions) • Dorthe Nors (Denmark), Misha Hoekstra, Mirror, Shoulder, Signal (Pushkin Press) • Amos Oz (Israel), Nicholas de Lange, Judas (Chatto & Windus) • Samanta Schweblin (Argentina), Megan McDowell, Fever Dream (Oneworld) Mest lesið Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Lífið Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Gagnrýni Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Tíska og hönnun Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Hefur grátið óteljandi tárum yfir missinum Lífið Tóku sögufrægt 340 fermetra einbýli við Bergstaðastræti í gegn Lífið Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Bíó og sjónvarp „Veganismi er hvergi skilgreindur sem fullkomnun eða ekkert“ Lífið Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm Lífið Mjög tilfinningaríkt að vera með kraftaverk í höndunum Lífið Fleiri fréttir Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira
Jón Kalman Stefánsson rithöfundur er tilnefndur til hinna alþjóðlegu Man Booker bókmenntaverðlauna. Hann er tilnefndur fyrir bókina Fiskarnir hafa enga fætur og er hann tilnefndur meðal þrettán annarra rithöfunda sem koma frá ellefu löndum. „Maður verður glaður að vera þarna en ég er nú eiginlega þannig gíraður að ég hef aldrei kunnað að nema staðar þegar maður er tilnefndur til einhvers,“ segir Jón Kalman í samtali við Vísi. „Maður verður glaður og það er mikið skemmtilegra að vera þarna en að vera ekki þarna en ég, eins og ég segi, upptekinn við að gera það sem ég er að gera núna að ég geti ekki numið staðar núna. Ég held að það sé ágætis galli eða hæfileiki fyrir listamann að stoppa ekki of lengi við ef maður fær hrós eða eitthvað slíkt.“ Jón segist þó vona að tilnefningin verði til þess að fleiri hafi áhuga á bókinni. „En maður vonast til að þetta hjálpi bókinni og að það verði fleiri sem horfa í áttina til hennar, bæði fyrir mig og fyrir þýðandann. Þetta er ekki síður verið að hrósa þýðandanum. Það sýnir hversu góður hann er. Og eins fyrir forlagið, maður er glaður að einhverjir eru nógu langt leiddir að vilja gefa mann út einhvers staðar úti í heimi. Maður verður glaður ef það verður til þess að auðvelda starfið fyrir þá.“ Verðlaunahafi alþjóðlegu Man Booker verðlaunanna hlýtur fimmtíu þúsund pund fyrir, sem samsvarar tæplega 6,7 milljónum íslenskra króna og skiptist verðlaunaféð jafnt milli höfundar og þýðanda. Tilnefnd eru: • Mathias Enard (France), Charlotte Mandell, Compass (Fitzcarraldo Editions) • Wioletta Greg (Poland), Eliza Marciniak, Swallowing Mercury (Portobello Books) • David Grossman (Israel), Jessica Cohen, A Horse Walks Into a Bar (Jonathan Cape) • Stefan Hertmans (Belgium), David McKay, War and Turpentine (Harvill Secker) • Roy Jacobsen (Norway), Don Bartlett, Don Shaw, The Unseen (Maclehose) • Ismail Kadare (Albania), John Hodgson, The Traitor's Niche (Harvill Secker) • Jon Kalman Stefansson (Iceland), Phil Roughton, Fish Have No Feet (Maclehose) • Yan Lianke (China), Carlos Rojas, The Explosion Chronicles (Chatto & Windus) • Alain Mabanckou (France), Helen Stevenson, Black Moses (Serpent's Tail) • Clemens Meyer (Germany), Katy Derbyshire, Bricks and Mortar (Fitzcarraldo Editions) • Dorthe Nors (Denmark), Misha Hoekstra, Mirror, Shoulder, Signal (Pushkin Press) • Amos Oz (Israel), Nicholas de Lange, Judas (Chatto & Windus) • Samanta Schweblin (Argentina), Megan McDowell, Fever Dream (Oneworld)
Mest lesið Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Lífið Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Gagnrýni Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Tíska og hönnun Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Hefur grátið óteljandi tárum yfir missinum Lífið Tóku sögufrægt 340 fermetra einbýli við Bergstaðastræti í gegn Lífið Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Bíó og sjónvarp „Veganismi er hvergi skilgreindur sem fullkomnun eða ekkert“ Lífið Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm Lífið Mjög tilfinningaríkt að vera með kraftaverk í höndunum Lífið Fleiri fréttir Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira