Sjómennskan og handboltinn blómstra í Eyjum á nýja árinu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 11. mars 2017 06:00 Kári Kristján Kristjánsson og félagar eru á góðu skriði. vísir/eyþór Eyjamenn geta varla verið ánægðari með lífið en í dag. Sjómannaverkfallið að baki, loðnuvertíðin gefur vel af sér og bæði handboltalið bæjarins eru komin á skrið á nýjan leik. „Stemmningin í Eyjum er mjög góð. Menn eru komnir úr verkfalli, búnir að vera á fínni loðnuvertíð þannig að stemningin er glimrandi góð. Ef það gengur vel á sjónum þá gengur allt annað vel,“ sagði Arnar Pétursson, þjálfari ÍBV-liðsins í viðtali í Akraborginni. Eyjamenn hafa ekki unnið stóran titil eftir að Gunnar Magnússon yfirgaf Vestmannaeyjar en það gæti breyst í vor. Eyjamenn hafa náð í 11 af 12 mögulegum stigum í Olís-deild karla eftir að deildin fór aftur af stað eftir HM-frí og Arnar Pétursson er kominn með sína menn inn í Íslandsmeistaraumræðuna á ný. Eyjamenn voru stórtækir á leikmannamarkaðnum fyrir tímabilið og fengu bæði Sigurberg Sveinsson og Róbert Aron Hostert úr atvinnumennsku. Það kom því ekki mikið á óvart að væntingar til liðsins væru miklar. Uppskeran fyrir áramót var hins vegar jafn margir sigrar (7) og töp (7). „Ég hafði aldrei neinar áhyggjur af þessu. Við vorum að glíma við ákveðin vandamál, meiðsli og annað, en á sama tíma vorum við að taka inn fullt af ungum strákum sem stóðu sig mjög vel þótt að við höfum ekki verið að klára leikina,“ sagði Arnar og hann fagnar því að vera loksins með fullskipað lið. Okkur munaði verulega um Róbert Aron (Hostert), Stephen Nielsen, Sindra Haralds og Agnar Smára (Jónsson) á tímabili. Það var viðbúið að við myndum taka einhverjum framförum þegar þeir kæmu inn,“ sagði Arnar. Eyjaliðið hefur sent skýr skilaboð í tveimur leikjum sínum á síðustu fimm dögum sem báðir voru á móti liðum sem voru ofar en ÍBV í töflunni. Eyjamenn fylgdu eftir sjö marka útisigri á Aftureldingu á sunnudaginn með níu marka heimasigri á FH á fimmtudagskvöldið. FH-ingar voru búnir að vinna fimm deildarleiki í röð fyrir leikinn og höfðu unnið ÍBV-liðið í tvígang fyrir áramót. „Mér finnst ólíklegt að Haukarnir tapi mörgum stigum. Við einbeitum okkur bara að því að bæta okkar leik og koma á fullri ferð inn í úrslitakeppnina,“ sagði Arnar. Margir eru þó farnir að horfa á 23. mars sem dag fyrir mögulegan úrslitaleik um deildarmeistaratitilinn þegar topplið Hauka kemur í heimsókn út í Eyjar. Stelpurnar í Eyjum hafa líka skipt um gír undir stjórn Hrafnhildar Skúladóttur og hápunkturinn var þegar liðið batt enda á ellefu leikja sigurgöngu Framliðsins í deildinni í byrjun febrúar. Framkonur höfðu ekki tapað leik á tímabilinu en steinlágu með sex marka mun úti í Eyjum. Kvennaliðið hefur þegar unnið jafn marga leiki eftir áramót (4) og fyrir áramót (4) og það þrátt fyrir að hafa spilað þremur leikjum færra. Eyjakvenna bíður mikil prófraun í dag þegar þær heimsækja Framkonur í Safamýrina en Framliðið mætir væntanlega í hefndarhug í leikinn. Það er hörð barátta fram undan um þriðja og fjórða sætið inn í úrslitakeppni Olís-deildar kvenna. Þar þarf ÍBV-liðið á hverju stigi að halda. Eyjakonur eru aðeins einu stigi frá fjórða sæti en það eru líka bara tvö stig niður í sjötta sætið.grafík/fréttablaðið Olís-deild karla Olís-deild kvenna Mest lesið Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda Fótbolti Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Fótbolti „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Fótbolti Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Fótbolti Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Fótbolti Myndasyrpa: Borg ástarinnar stóð ekki undir nafni Fótbolti Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs Fótbolti Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Fótbolti Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París Fótbolti Fleiri fréttir Birna Berg snýr aftur í landsliðið og tveir nýliðar Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Langþráð hjá Melsungen Viggó markahæstur í eins marks tapi KA lagði nýliðana á Selfossi Stórleikur Söndru tryggði ÍBV sigur Hófu titilvörnina með sigri og Sara með stórleik á Ásvöllum „Verður ekki meira svekkjandi en þetta“ Ómar Ingi skyggði á Gidsel Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Elín Klara markahæst í risasigri Nýliðarnir byrja á góðum sigri Afturelding marði Hauka í Hafnafirði Fram byrjar tímabilið á sterkum útisigri í Kaplakrika Íslendingarnir tryggði Gummersbach sigur Ómar Ingi með sex marka forskot á Gidsel „Gott að ná í tvö stig strax í byrjun“ Uppgjör: Stjarnan - Valur 27-32 | Ágúst Þór fékk óskabyrjun með Valsliðið Ómar með átta úr átta og Donni allt í öllu í sigri „Taugalaus“ Óðinn með þrettán mörk Viggó lék stóra rullu þegar lærisveinar Arnórs frusu Mætti sköllótt til baka aðeins fimm dögum eftir lyfjameðferð Aron hefur engan áhuga á að þjálfa Sjáðu Viktor Gísla fá hópknús eftir að hafa tryggt Barcelona titil Sigursteinn framlengir við FH HSÍ skiptir út merki sambandsins Valur meistari meistaranna Stjörnumenn gerðu vel úti í Rúmeníu Sjá meira
Eyjamenn geta varla verið ánægðari með lífið en í dag. Sjómannaverkfallið að baki, loðnuvertíðin gefur vel af sér og bæði handboltalið bæjarins eru komin á skrið á nýjan leik. „Stemmningin í Eyjum er mjög góð. Menn eru komnir úr verkfalli, búnir að vera á fínni loðnuvertíð þannig að stemningin er glimrandi góð. Ef það gengur vel á sjónum þá gengur allt annað vel,“ sagði Arnar Pétursson, þjálfari ÍBV-liðsins í viðtali í Akraborginni. Eyjamenn hafa ekki unnið stóran titil eftir að Gunnar Magnússon yfirgaf Vestmannaeyjar en það gæti breyst í vor. Eyjamenn hafa náð í 11 af 12 mögulegum stigum í Olís-deild karla eftir að deildin fór aftur af stað eftir HM-frí og Arnar Pétursson er kominn með sína menn inn í Íslandsmeistaraumræðuna á ný. Eyjamenn voru stórtækir á leikmannamarkaðnum fyrir tímabilið og fengu bæði Sigurberg Sveinsson og Róbert Aron Hostert úr atvinnumennsku. Það kom því ekki mikið á óvart að væntingar til liðsins væru miklar. Uppskeran fyrir áramót var hins vegar jafn margir sigrar (7) og töp (7). „Ég hafði aldrei neinar áhyggjur af þessu. Við vorum að glíma við ákveðin vandamál, meiðsli og annað, en á sama tíma vorum við að taka inn fullt af ungum strákum sem stóðu sig mjög vel þótt að við höfum ekki verið að klára leikina,“ sagði Arnar og hann fagnar því að vera loksins með fullskipað lið. Okkur munaði verulega um Róbert Aron (Hostert), Stephen Nielsen, Sindra Haralds og Agnar Smára (Jónsson) á tímabili. Það var viðbúið að við myndum taka einhverjum framförum þegar þeir kæmu inn,“ sagði Arnar. Eyjaliðið hefur sent skýr skilaboð í tveimur leikjum sínum á síðustu fimm dögum sem báðir voru á móti liðum sem voru ofar en ÍBV í töflunni. Eyjamenn fylgdu eftir sjö marka útisigri á Aftureldingu á sunnudaginn með níu marka heimasigri á FH á fimmtudagskvöldið. FH-ingar voru búnir að vinna fimm deildarleiki í röð fyrir leikinn og höfðu unnið ÍBV-liðið í tvígang fyrir áramót. „Mér finnst ólíklegt að Haukarnir tapi mörgum stigum. Við einbeitum okkur bara að því að bæta okkar leik og koma á fullri ferð inn í úrslitakeppnina,“ sagði Arnar. Margir eru þó farnir að horfa á 23. mars sem dag fyrir mögulegan úrslitaleik um deildarmeistaratitilinn þegar topplið Hauka kemur í heimsókn út í Eyjar. Stelpurnar í Eyjum hafa líka skipt um gír undir stjórn Hrafnhildar Skúladóttur og hápunkturinn var þegar liðið batt enda á ellefu leikja sigurgöngu Framliðsins í deildinni í byrjun febrúar. Framkonur höfðu ekki tapað leik á tímabilinu en steinlágu með sex marka mun úti í Eyjum. Kvennaliðið hefur þegar unnið jafn marga leiki eftir áramót (4) og fyrir áramót (4) og það þrátt fyrir að hafa spilað þremur leikjum færra. Eyjakvenna bíður mikil prófraun í dag þegar þær heimsækja Framkonur í Safamýrina en Framliðið mætir væntanlega í hefndarhug í leikinn. Það er hörð barátta fram undan um þriðja og fjórða sætið inn í úrslitakeppni Olís-deildar kvenna. Þar þarf ÍBV-liðið á hverju stigi að halda. Eyjakonur eru aðeins einu stigi frá fjórða sæti en það eru líka bara tvö stig niður í sjötta sætið.grafík/fréttablaðið
Olís-deild karla Olís-deild kvenna Mest lesið Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda Fótbolti Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Fótbolti „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Fótbolti Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Fótbolti Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Fótbolti Myndasyrpa: Borg ástarinnar stóð ekki undir nafni Fótbolti Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs Fótbolti Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Fótbolti Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París Fótbolti Fleiri fréttir Birna Berg snýr aftur í landsliðið og tveir nýliðar Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Langþráð hjá Melsungen Viggó markahæstur í eins marks tapi KA lagði nýliðana á Selfossi Stórleikur Söndru tryggði ÍBV sigur Hófu titilvörnina með sigri og Sara með stórleik á Ásvöllum „Verður ekki meira svekkjandi en þetta“ Ómar Ingi skyggði á Gidsel Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Elín Klara markahæst í risasigri Nýliðarnir byrja á góðum sigri Afturelding marði Hauka í Hafnafirði Fram byrjar tímabilið á sterkum útisigri í Kaplakrika Íslendingarnir tryggði Gummersbach sigur Ómar Ingi með sex marka forskot á Gidsel „Gott að ná í tvö stig strax í byrjun“ Uppgjör: Stjarnan - Valur 27-32 | Ágúst Þór fékk óskabyrjun með Valsliðið Ómar með átta úr átta og Donni allt í öllu í sigri „Taugalaus“ Óðinn með þrettán mörk Viggó lék stóra rullu þegar lærisveinar Arnórs frusu Mætti sköllótt til baka aðeins fimm dögum eftir lyfjameðferð Aron hefur engan áhuga á að þjálfa Sjáðu Viktor Gísla fá hópknús eftir að hafa tryggt Barcelona titil Sigursteinn framlengir við FH HSÍ skiptir út merki sambandsins Valur meistari meistaranna Stjörnumenn gerðu vel úti í Rúmeníu Sjá meira
Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni