Okkar kona spilaði fyrsta hringinn á einu höggi yfir pari og átti góða möguleika á því að komast áfram með fínum hring í dag. Það átti ekki að verða.
Ólafía fékk þrjá skolla á fyrri níu holunum og náði sér aldrei almennilega í gang. Á endanum fékk hún sex skolla og þrjá fugla og kom í hús á 74 höggum.
Ólafía var því tveim höggum frá því að komast áfram á mótinu.
Hér að neðan má sjá hvernig hringurinn gekk fyrir sig hjá Ólafíu.