Tárvotur Jason Day hætti keppni vegna veikinda móður sinnar | Myndband Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 23. mars 2017 16:45 Ástralski kylfingurinn Jason Day brotnaði saman á blaðamannafundi eftir að hafa þurft að draga sig úr keppni á WGC Match Play í Texas vegna veikinda móður sinnar. Þegar Day dró sig úr keppni héldu margir að það væri vegna meiðsla. En Ástralinn greindi svo frá því að hann hafi ekki getað haldið keppni áfram vegna veikinda móður sinnar sem er með lungnakrabbamein. „Þetta hefur verið mjög erfitt. Mamma mín hefur verið hérna í Bandaríkjunum og er með lungnakrabbamein. Í upphafi árs var henni sagt að hún ætti 12 mánuði eftir ólifaða,“ sagði Day. Að hans sögn fær móðir hans mun betri meðhöndlun í Bandaríkjunum en í Ástralíu. „Greiningin er mun betri hér. Hún er á leið í aðgerð og ég get ekki hugsað mér að vera úti á golfvelli út af því sem hún er að ganga í gegnum,“ sagði Day sem var aðeins 12 ára þegar hann missti föður sinn úr lungnakrabbameini. „Ég hef einu sinni gengið í gegnum þetta með pabba minn og veit hversu erfitt þetta er. Það er erfitt að horfa á mömmu ganga í gegnum þetta. Núna ætla ég að vera til staðar fyrir mömmu og vonandi fer allt vel.“ Golf Mest lesið Fyrrum vonarstjarna Rússa lést á víglínunni í Úkraínu Fótbolti Slapp við annað gula spjaldið og var hetja Tottenahm stuttu síðar Enski boltinn Van Dijk: Átti augljóslega að vera hans annað gula spjald Enski boltinn Kane þrumaði yfir samherjunum: „Hvar er helvítis hjartað ykkar og kjarkurinn?“ Körfubolti Gæti mætt mömmu sinni á EM Sport Jón Daði á báðum áttum en opinn fyrir heimkomu Fótbolti Stalst í síma liðsfélaga og tók sjötíu sjálfur Körfubolti Breska frjálsíþróttasambandið ákært fyrir manndráp Sport „Ég mun vera með þetta út ferilinn minn, bara fyrir þig“ Körfubolti Dagskráin: Bónus deild karla í körfu í aðalhlutverki Sport Fleiri fréttir Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira
Ástralski kylfingurinn Jason Day brotnaði saman á blaðamannafundi eftir að hafa þurft að draga sig úr keppni á WGC Match Play í Texas vegna veikinda móður sinnar. Þegar Day dró sig úr keppni héldu margir að það væri vegna meiðsla. En Ástralinn greindi svo frá því að hann hafi ekki getað haldið keppni áfram vegna veikinda móður sinnar sem er með lungnakrabbamein. „Þetta hefur verið mjög erfitt. Mamma mín hefur verið hérna í Bandaríkjunum og er með lungnakrabbamein. Í upphafi árs var henni sagt að hún ætti 12 mánuði eftir ólifaða,“ sagði Day. Að hans sögn fær móðir hans mun betri meðhöndlun í Bandaríkjunum en í Ástralíu. „Greiningin er mun betri hér. Hún er á leið í aðgerð og ég get ekki hugsað mér að vera úti á golfvelli út af því sem hún er að ganga í gegnum,“ sagði Day sem var aðeins 12 ára þegar hann missti föður sinn úr lungnakrabbameini. „Ég hef einu sinni gengið í gegnum þetta með pabba minn og veit hversu erfitt þetta er. Það er erfitt að horfa á mömmu ganga í gegnum þetta. Núna ætla ég að vera til staðar fyrir mömmu og vonandi fer allt vel.“
Golf Mest lesið Fyrrum vonarstjarna Rússa lést á víglínunni í Úkraínu Fótbolti Slapp við annað gula spjaldið og var hetja Tottenahm stuttu síðar Enski boltinn Van Dijk: Átti augljóslega að vera hans annað gula spjald Enski boltinn Kane þrumaði yfir samherjunum: „Hvar er helvítis hjartað ykkar og kjarkurinn?“ Körfubolti Gæti mætt mömmu sinni á EM Sport Jón Daði á báðum áttum en opinn fyrir heimkomu Fótbolti Stalst í síma liðsfélaga og tók sjötíu sjálfur Körfubolti Breska frjálsíþróttasambandið ákært fyrir manndráp Sport „Ég mun vera með þetta út ferilinn minn, bara fyrir þig“ Körfubolti Dagskráin: Bónus deild karla í körfu í aðalhlutverki Sport Fleiri fréttir Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira