Fyrsti Mustanginn boðinn upp Finnur Thorlacius skrifar 23. mars 2017 09:31 Fyrsti Mustanginn er falur. Fyrsti Ford Mustang með þaki sem framleiddur var árið 1965 verður boðinn upp hjá Mecum Indianapolis uppboðinu í maí. Bíllinn ber raðnúmerið 00002, en einn Mustang með blæju var framleiddur á undan honum og ber því stafina 00001. Fullt VIN númer bílsins er hinsvegar 5F07U100002. Bíllinn er í nánast fullkomnu ástandi og er í upphaflega lit sínum, Caspian Blue. Þessi fyrsti Mustang með “Hard top” átti að fara til söluumboðsins Brown Brothers Ford í Vancouver í Kanada, en vegna mistaka í flutningum endaði hann hinsvegar hjá Whitehorse Motors í Yukon, en þó í sama landi. Umboðið þar notaði bílinn sem reynsluakstursbíl í nokkra mánuði, en seldi hann svo um sumarið 1965. Mustanginn hefur verið í eigu 13 aðila á þessum 52 árum. Síðasti eigandi tók bílinn í gegn og gerði hann eins upprunalegan og mögulegt er. Í bílnum er sama 170 kúbiktommu 6 strokka vélin og þriggja gíra beinskipting. Mecum uppboðshúsið hefur ekki gefið upp viðmiðunarverðið á bílnum en það má búast við að bíllinn fari á mjög háu verði.Bíllinn er líka algjörlega upprunalegur að innan. Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Innlent Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitarbæ Innlent Maðurinn er fundinn Innlent Í sjálfheldu á eigin svölum Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent
Fyrsti Ford Mustang með þaki sem framleiddur var árið 1965 verður boðinn upp hjá Mecum Indianapolis uppboðinu í maí. Bíllinn ber raðnúmerið 00002, en einn Mustang með blæju var framleiddur á undan honum og ber því stafina 00001. Fullt VIN númer bílsins er hinsvegar 5F07U100002. Bíllinn er í nánast fullkomnu ástandi og er í upphaflega lit sínum, Caspian Blue. Þessi fyrsti Mustang með “Hard top” átti að fara til söluumboðsins Brown Brothers Ford í Vancouver í Kanada, en vegna mistaka í flutningum endaði hann hinsvegar hjá Whitehorse Motors í Yukon, en þó í sama landi. Umboðið þar notaði bílinn sem reynsluakstursbíl í nokkra mánuði, en seldi hann svo um sumarið 1965. Mustanginn hefur verið í eigu 13 aðila á þessum 52 árum. Síðasti eigandi tók bílinn í gegn og gerði hann eins upprunalegan og mögulegt er. Í bílnum er sama 170 kúbiktommu 6 strokka vélin og þriggja gíra beinskipting. Mecum uppboðshúsið hefur ekki gefið upp viðmiðunarverðið á bílnum en það má búast við að bíllinn fari á mjög háu verði.Bíllinn er líka algjörlega upprunalegur að innan.
Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Innlent Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitarbæ Innlent Maðurinn er fundinn Innlent Í sjálfheldu á eigin svölum Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent