Tímaþjófurinn á svið Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 23. mars 2017 10:15 Nína Dögg Filippusdóttir og Björn Hlynur Haraldsson eru í aðalhlutverkum. Edda Arnljótsdóttir og Snæfríður Ingvarsdóttir leika mæðgur. Oddur Júlíusson fer einnig með ýmis hlutverk í sýningunni. Mynd/Þjóðleikhúsið Tímaþjófurinn, bók Steinunnar Sigurðardóttur rithöfundar, sló í gegn þegar hún kom út árið 1986. Efni hennar, eldheitt ástarævintýri, afdrif þess og afleiðingar, verður nú sett á svið í fyrsta sinn og frumsýnt annað kvöld, föstudag, í Kassanum í Þjóðleikhúsinu. Melkorka Tekla Ólafsdóttir leiklistarráðunautur er höfundur leikgerðar. „Ari Matthíasson þjóðleikhússtjóri átti hugmyndina en bókin hefur verið í miklu uppáhaldi hjá mér frá því að hún kom út og mér fannst hún mjög spennandi viðfangsefni,“ segir hún og heldur áfram: „Una Þorleifsdóttir vann svo upp úr leikgerð minni sýningu með listrænum samverkamönnum og þar hafa sviðshreyfingar og tónlist mikið vægi.“ Sagan Tímaþjófurinn er að mörgu leyti óvenjulegt efni til leikgerðar, að sögn Melkorku sem lýsir því nánar. „Það er lítið um samtöl í bókinni því hún er fyrstu persónu frásögn og textinn á köflum mjög ljóðrænn. En það sem heillaði okkur í leikhúsinu er að bókin opnar heim sterkra ástríðna þar sem aðalpersónan er hrífandi, flókin og mótsagnakennd kona. Skáldsagan er ákveðinn leikur með formið, þar sem ljóðlist er blandað inn í söguna. Að sama skapi er leiksýningin ákveðinn leikur þar sem texti, hreyfingar og hljóðmynd mynda eina heild og leitast er við að ná fram ákveðnum ljóðrænum áhrifamætti. Engu að síður er verkið dramatísk saga um ást, höfnun, þráhyggju og missi.“ Melkorka segir Steinunni hafa sýnt henni traust og veitt listrænt frelsi. „Hún kom á fyrsta samlestur og hefur fylgst með æfingum í lokavikunni,“ lýsir hún en skyldi hún vera með fleiri verk Steinunnar í huga fyrir leiksvið? „Steinunn er í miklu eftirlæti hjá mér sem rithöfundur en eins og stendur er hugur minn alfarið hjá Tímaþjófnum.“ Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 23. mars 2017 Menning Mest lesið Rugluðust á Laufeyju og „Megan“ Tónlist Fjölmenni í Tene-afmæli Gurrýjar en enga Sólrúnu Diego að sjá Lífið „Litlu kóngarnir“ sjaldan verið heitari Lífið Þessi nældu sér í verðlaun á Golden Globe Lífið Stjörnulífið: Ár gellunnar Lífið Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Lífið Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Lífið Leikirnir sem beðið er eftir Leikjavísir Fannar og Jói böðuðu hvor annan Lífið „Á Íslandi eru konur hvattar til að dreyma og vera í forystu“ Lífið Fleiri fréttir Vilhjálmur Bergsson er látinn Ólafur Jóhann er konungur bóksölunnar 2025 Enginn formaður Sjalla, Kaffi Vest-samsærið og vinir skoðanabræðra Egill Ólafs og Gísli Marteinn sprækir á annan í jólum Tekur yfir borgina á nýársdag Græna gímaldið ljótast Óléttan uppgötvaðist þremur dögum fyrir byrjun skólans Glænýr bóksölulisti: Ólafur Jóhann skákar Arnaldi Eru þetta ljótustu og fallegustu nýbyggingar ársins? „Sat í átta klukkutíma á dag og horfði út um gluggann“ Bandalag listamanna lýsir yfir stuðningi við Dóru „Við erum öll dauð hvort sem er“ Flýta jólasýningunni um klukkutíma vegna lengdar Vangreiðslugjald orð ársins 2025 Fólk eigi ekki að vera hrætt við að skilja ekki „Ef einhver telur að ég hljóti að vera sjúkur, þá verður að hafa það“ Konungur bóksölunnar á í vök að verjast Að gluða tómatsósu yfir sushi-ið Auður segir skilið við Gímaldið Ráðherra tekur sjálfur viðtöl Hvert er mest óþolandi orð íslenskunnar? Heigulsleg ákvörðun Rúv, hörundsárir listamenn og versta bók flóðsins Sigurður Sævar fyllti Landsbankahúsið „Versta hljómsveit Íslandssögunnar“ segir rappara vera með sig á heilanum Kanónur í jólakósí „Djúp menning sem hefur átt sér stað og enginn telur sig ábyrgan“ Brjálað að gera á „Brjálað að gera“ Vilja minnka allt þetta neikvæða suð Munur er á manviti og mannviti Vatn og brauð íslenskra fanga: Hvað elda menn í íslenskum fangelsum? Sjá meira
Tímaþjófurinn, bók Steinunnar Sigurðardóttur rithöfundar, sló í gegn þegar hún kom út árið 1986. Efni hennar, eldheitt ástarævintýri, afdrif þess og afleiðingar, verður nú sett á svið í fyrsta sinn og frumsýnt annað kvöld, föstudag, í Kassanum í Þjóðleikhúsinu. Melkorka Tekla Ólafsdóttir leiklistarráðunautur er höfundur leikgerðar. „Ari Matthíasson þjóðleikhússtjóri átti hugmyndina en bókin hefur verið í miklu uppáhaldi hjá mér frá því að hún kom út og mér fannst hún mjög spennandi viðfangsefni,“ segir hún og heldur áfram: „Una Þorleifsdóttir vann svo upp úr leikgerð minni sýningu með listrænum samverkamönnum og þar hafa sviðshreyfingar og tónlist mikið vægi.“ Sagan Tímaþjófurinn er að mörgu leyti óvenjulegt efni til leikgerðar, að sögn Melkorku sem lýsir því nánar. „Það er lítið um samtöl í bókinni því hún er fyrstu persónu frásögn og textinn á köflum mjög ljóðrænn. En það sem heillaði okkur í leikhúsinu er að bókin opnar heim sterkra ástríðna þar sem aðalpersónan er hrífandi, flókin og mótsagnakennd kona. Skáldsagan er ákveðinn leikur með formið, þar sem ljóðlist er blandað inn í söguna. Að sama skapi er leiksýningin ákveðinn leikur þar sem texti, hreyfingar og hljóðmynd mynda eina heild og leitast er við að ná fram ákveðnum ljóðrænum áhrifamætti. Engu að síður er verkið dramatísk saga um ást, höfnun, þráhyggju og missi.“ Melkorka segir Steinunni hafa sýnt henni traust og veitt listrænt frelsi. „Hún kom á fyrsta samlestur og hefur fylgst með æfingum í lokavikunni,“ lýsir hún en skyldi hún vera með fleiri verk Steinunnar í huga fyrir leiksvið? „Steinunn er í miklu eftirlæti hjá mér sem rithöfundur en eins og stendur er hugur minn alfarið hjá Tímaþjófnum.“ Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 23. mars 2017
Menning Mest lesið Rugluðust á Laufeyju og „Megan“ Tónlist Fjölmenni í Tene-afmæli Gurrýjar en enga Sólrúnu Diego að sjá Lífið „Litlu kóngarnir“ sjaldan verið heitari Lífið Þessi nældu sér í verðlaun á Golden Globe Lífið Stjörnulífið: Ár gellunnar Lífið Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Lífið Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Lífið Leikirnir sem beðið er eftir Leikjavísir Fannar og Jói böðuðu hvor annan Lífið „Á Íslandi eru konur hvattar til að dreyma og vera í forystu“ Lífið Fleiri fréttir Vilhjálmur Bergsson er látinn Ólafur Jóhann er konungur bóksölunnar 2025 Enginn formaður Sjalla, Kaffi Vest-samsærið og vinir skoðanabræðra Egill Ólafs og Gísli Marteinn sprækir á annan í jólum Tekur yfir borgina á nýársdag Græna gímaldið ljótast Óléttan uppgötvaðist þremur dögum fyrir byrjun skólans Glænýr bóksölulisti: Ólafur Jóhann skákar Arnaldi Eru þetta ljótustu og fallegustu nýbyggingar ársins? „Sat í átta klukkutíma á dag og horfði út um gluggann“ Bandalag listamanna lýsir yfir stuðningi við Dóru „Við erum öll dauð hvort sem er“ Flýta jólasýningunni um klukkutíma vegna lengdar Vangreiðslugjald orð ársins 2025 Fólk eigi ekki að vera hrætt við að skilja ekki „Ef einhver telur að ég hljóti að vera sjúkur, þá verður að hafa það“ Konungur bóksölunnar á í vök að verjast Að gluða tómatsósu yfir sushi-ið Auður segir skilið við Gímaldið Ráðherra tekur sjálfur viðtöl Hvert er mest óþolandi orð íslenskunnar? Heigulsleg ákvörðun Rúv, hörundsárir listamenn og versta bók flóðsins Sigurður Sævar fyllti Landsbankahúsið „Versta hljómsveit Íslandssögunnar“ segir rappara vera með sig á heilanum Kanónur í jólakósí „Djúp menning sem hefur átt sér stað og enginn telur sig ábyrgan“ Brjálað að gera á „Brjálað að gera“ Vilja minnka allt þetta neikvæða suð Munur er á manviti og mannviti Vatn og brauð íslenskra fanga: Hvað elda menn í íslenskum fangelsum? Sjá meira