Íslenski boltinn

Allir með á síðustu æfingunni í Parma

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Heimir áritar treyju fyrir ítalskan stuðningsmann fyrir æfinguna í dag.
Heimir áritar treyju fyrir ítalskan stuðningsmann fyrir æfinguna í dag. Vísir/E. Stefán
Engin forföll voru á æfingu íslenska landsliðsins sem æfði í síðasta sinn á Ennio Tardini-leikvanginum í Parma í hádeginu í dag. Að sögn Helga Kolviðssonar, aðstoðarlandsliðsþjálfara, eru allir klárir í slaginn fyrir leikinn gegn Kósóvó á föstudag.

„Við höfum ekki heyrt neitt [um meiðsli]. Það voru allir með í gær og allt leit mjög vel út. Nú eru það bara síðustu skref undirbúningsins fyrir leikinn,“ sagði Helgi við Vísi fyrir æfinguna í dag.

Þó nokkuð mikið er um forföll í íslenska liðinu en Helgi segir að þjálfarateymið sé búið að skoða mögulegar lausnir við því. En fyrst og fremst sé gott að fá alla saman og að þessir þrír dagar í Parma hafi reynst góðir.

„Það var gott að nýta þessa daga til að fá heildarmynd af hópnum - hitta alla leikmenn og tala við þá. Leikmenn koma hver úr sinni átt og það er mikilvægt að við sköpum okkar eigið umhverfi. Það er okkar verkefni.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×