Tinni, komdu upp í Mosó Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 8. apríl 2017 09:45 Ísak Óli með eina Tinnamynd sem hann málaði í febrúar. Vísir/Stefán Tinni og hundurinn hans Tobbi, prófessor Vandráður, Kolbeinn kapteinn, leynilögreglumennirnir Skapti og Skafti og fleiri söguhetjur Tinnabókanna raða sér nú á veggi Listasalar Mosfellsbæjar að Þverholti 2. Þar er myndlistarmaðurinn Ísak Óli Sævarsson að verki. Einkasýning sem hann opnar klukkan 14 í dag ber yfirskriftina Tinni í túninu heima. Fáir munu fróðari um Tinna og persónur í bókunum um hann en Ísak Óli. Hann lifir sig inn í sögurnar. Það upplifir blaðamaður þegar hann heimsækir Ísak Óla í vinnustofuna. Hann situr þar undir súð umkringdur listaverkum og býr til samtöl milli persóna á myndunum af mikilli list. Þar eru ekki bara Tinnamyndir heldur líka myndir af Gutta sem er alltaf óþekkur, Strumpunum, Múmínálfunum og fleiri þekktum fígúrum úr bókum. Því Ísak Óli er afkastamikill myndlistarmaður.Ein af glænýju myndunum á sýningunni. Ísak Óli er 28 ára gamall og hefur haldið fjölda sýninga gegnum árin. Hann útskrifaðist af starfsbraut fyrir fatlaða frá Fjölbrautaskólanum í Garðabæ árið 2009. Síðan hefur hann sótt fjölda námskeiða í Myndlistaskólanum í Reykjavík og í vor mun hann verða í hópi fyrstu nemenda sem útskrifast af diplómabraut Myndlistaskólans í Reykjavík fyrir fólk með þroskahömlun. Sýningin Tinni í túninu heima er liður í listahátíðinni List án landamæra sem er með áherslu á fjölbreytileika mannlífsins. Hún verður opin til 13. maí. Birtist í Fréttablaðinu Menning Mest lesið Ein glæsilegasta leikkona landsins á lausu Lífið Stjörnulífið: Skúli og Gríma orðin hjón Lífið Gamlir samherjar funduðu á fiskistað Lífið Þaggar niður í orðrómi um sambandsslit Lífið Fjörutíu ára draumur Guðmundar rættist Lífið Enginn fær að skipta sér af tónlist Laufeyjar Tónlist „Ég hef verið mikill kvíðasjúklingur alveg síðan ég var barn“ Lífið Bryndís Haralds amman og Gunni Helga afinn Lífið Terence Stamp látinn Bíó og sjónvarp „Maður getur þakkað íslenskum bókmenntum fyrir H.C. Andersen“ Lífið Fleiri fréttir Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira
Tinni og hundurinn hans Tobbi, prófessor Vandráður, Kolbeinn kapteinn, leynilögreglumennirnir Skapti og Skafti og fleiri söguhetjur Tinnabókanna raða sér nú á veggi Listasalar Mosfellsbæjar að Þverholti 2. Þar er myndlistarmaðurinn Ísak Óli Sævarsson að verki. Einkasýning sem hann opnar klukkan 14 í dag ber yfirskriftina Tinni í túninu heima. Fáir munu fróðari um Tinna og persónur í bókunum um hann en Ísak Óli. Hann lifir sig inn í sögurnar. Það upplifir blaðamaður þegar hann heimsækir Ísak Óla í vinnustofuna. Hann situr þar undir súð umkringdur listaverkum og býr til samtöl milli persóna á myndunum af mikilli list. Þar eru ekki bara Tinnamyndir heldur líka myndir af Gutta sem er alltaf óþekkur, Strumpunum, Múmínálfunum og fleiri þekktum fígúrum úr bókum. Því Ísak Óli er afkastamikill myndlistarmaður.Ein af glænýju myndunum á sýningunni. Ísak Óli er 28 ára gamall og hefur haldið fjölda sýninga gegnum árin. Hann útskrifaðist af starfsbraut fyrir fatlaða frá Fjölbrautaskólanum í Garðabæ árið 2009. Síðan hefur hann sótt fjölda námskeiða í Myndlistaskólanum í Reykjavík og í vor mun hann verða í hópi fyrstu nemenda sem útskrifast af diplómabraut Myndlistaskólans í Reykjavík fyrir fólk með þroskahömlun. Sýningin Tinni í túninu heima er liður í listahátíðinni List án landamæra sem er með áherslu á fjölbreytileika mannlífsins. Hún verður opin til 13. maí.
Birtist í Fréttablaðinu Menning Mest lesið Ein glæsilegasta leikkona landsins á lausu Lífið Stjörnulífið: Skúli og Gríma orðin hjón Lífið Gamlir samherjar funduðu á fiskistað Lífið Þaggar niður í orðrómi um sambandsslit Lífið Fjörutíu ára draumur Guðmundar rættist Lífið Enginn fær að skipta sér af tónlist Laufeyjar Tónlist „Ég hef verið mikill kvíðasjúklingur alveg síðan ég var barn“ Lífið Bryndís Haralds amman og Gunni Helga afinn Lífið Terence Stamp látinn Bíó og sjónvarp „Maður getur þakkað íslenskum bókmenntum fyrir H.C. Andersen“ Lífið Fleiri fréttir Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira