Rory treystir á ráð frá Jack Nicklaus Henry Birgir Gunnarsson skrifar 5. apríl 2017 16:00 Rory æfir á Augusta í gær en þar er hann nánast búinn að tjalda síðustu tvær vikur. vísir/getty Norður-Írinn Rory McIlroy er tilbúinn fyrir fyrsta risamót ársins í golfinu, Masters, sem hefst á morgun. Þessi magnaði kylfingur hefur æft eins og brjálæðingur fyrir mótið og er búinn að ná 99 holum á Augusta síðustu daga. Masters er eina risamótið sem hann hefur ekki unnið. Rory hefur misst þó nokkuð úr af árinu vegna meiðsla en segir að sér líði vel núna. „Mér líður mjög vel og hef æft mjög vel síðustu tíu daga. Ég er búinn að ná 99 holum hérna á tveim vikum og finnst ég vera tilbúinn í þessa áskorun,“ sagði McIlroy en hann sótti líka góð ráð til goðsagnarinnar Jack Nicklaus sem var hlutskarpastur á Masters sex sinnum á sínum ferli. „Ég hef verið að reyna of mikið á þessu móti í stað þess að halda ró minni. Jack sagði það líka við mig og það hefur líklega orðið þess valdandi að ég missti af tveimur grænum jökkum. Jack segir að völlurinn freisti manns til að taka of miklar áhættur og það verður að passa.“ Mótið verður í beinni á Golfstöðinni. Par 3 mótið er í kvöld og hefst útsending klukkan 19.00. Útsending frá mótinu sjálfu hefst svo klukkan 18.45 á morgun. Þá verður 15 mínútna kynningarþáttur áður en byrjað verður að sýna beint. Golf Mest lesið Fyrrum vonarstjarna Rússa lést á víglínunni í Úkraínu Fótbolti Slapp við annað gula spjaldið og var hetja Tottenahm stuttu síðar Enski boltinn Van Dijk: Átti augljóslega að vera hans annað gula spjald Enski boltinn Gæti mætt mömmu sinni á EM Sport Kane þrumaði yfir samherjunum: „Hvar er helvítis hjartað ykkar og kjarkurinn?“ Körfubolti Stalst í síma liðsfélaga og tók sjötíu sjálfur Körfubolti Jón Daði á báðum áttum en opinn fyrir heimkomu Fótbolti Breska frjálsíþróttasambandið ákært fyrir manndráp Sport „Ég mun vera með þetta út ferilinn minn, bara fyrir þig“ Körfubolti Dagskráin: Bónus deild karla í körfu í aðalhlutverki Sport Fleiri fréttir Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira
Norður-Írinn Rory McIlroy er tilbúinn fyrir fyrsta risamót ársins í golfinu, Masters, sem hefst á morgun. Þessi magnaði kylfingur hefur æft eins og brjálæðingur fyrir mótið og er búinn að ná 99 holum á Augusta síðustu daga. Masters er eina risamótið sem hann hefur ekki unnið. Rory hefur misst þó nokkuð úr af árinu vegna meiðsla en segir að sér líði vel núna. „Mér líður mjög vel og hef æft mjög vel síðustu tíu daga. Ég er búinn að ná 99 holum hérna á tveim vikum og finnst ég vera tilbúinn í þessa áskorun,“ sagði McIlroy en hann sótti líka góð ráð til goðsagnarinnar Jack Nicklaus sem var hlutskarpastur á Masters sex sinnum á sínum ferli. „Ég hef verið að reyna of mikið á þessu móti í stað þess að halda ró minni. Jack sagði það líka við mig og það hefur líklega orðið þess valdandi að ég missti af tveimur grænum jökkum. Jack segir að völlurinn freisti manns til að taka of miklar áhættur og það verður að passa.“ Mótið verður í beinni á Golfstöðinni. Par 3 mótið er í kvöld og hefst útsending klukkan 19.00. Útsending frá mótinu sjálfu hefst svo klukkan 18.45 á morgun. Þá verður 15 mínútna kynningarþáttur áður en byrjað verður að sýna beint.
Golf Mest lesið Fyrrum vonarstjarna Rússa lést á víglínunni í Úkraínu Fótbolti Slapp við annað gula spjaldið og var hetja Tottenahm stuttu síðar Enski boltinn Van Dijk: Átti augljóslega að vera hans annað gula spjald Enski boltinn Gæti mætt mömmu sinni á EM Sport Kane þrumaði yfir samherjunum: „Hvar er helvítis hjartað ykkar og kjarkurinn?“ Körfubolti Stalst í síma liðsfélaga og tók sjötíu sjálfur Körfubolti Jón Daði á báðum áttum en opinn fyrir heimkomu Fótbolti Breska frjálsíþróttasambandið ákært fyrir manndráp Sport „Ég mun vera með þetta út ferilinn minn, bara fyrir þig“ Körfubolti Dagskráin: Bónus deild karla í körfu í aðalhlutverki Sport Fleiri fréttir Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira