Góðar fréttir af sjóbirtingssvæðum Karl Lúðvíksson skrifar 2. apríl 2017 15:00 Það berast góðar fréttir af sjóbirtingssvæðum en þau opnuðu í gær og eru veiðitölur af sumum svæðum mjög góðar. Ú Vatnamótunum eru að berast góðar fréttir og þar voru hátt í 80 fiskar veiddir í gær af öllum stærðum. Veðurskilyrðin í gær voru líka afskaplega góð svo það er ekki furða að veiðin hafi hafi verið góð. Úr Tungufljóti voru dregnir 17 fiskar og úr Geirlandsá á áttunda tug fiska en ekki hafa fengist staðfestar tölur af öðrum svæðum þarna í kring en þær tölur og fréttir af þeim svæðum berast líklega á morgun þegar veiðimenn mæta í netsamband og fara að pósta myndum á samfélagsmiðla. Í Húseyjakvísl var 15 fiskum landað á opnunardaginn og ágætar fréttir eru af veiði í Litluá og Brunná en ekkert hefur frést af veiði í Varmá þrátt fyrir að hún sé oft ansi gjöful fyrstu dagana en það er að vísu vel þekkt að sól, logn og bjart veður eru ekki bestu skilyrðin í henni. Það verður spennandi að fylgjast með veiðitölum og fréttum frá veiðimönnum næstu daga enda klárt að margir sem hafa beðið þess með óþreyju að komast aftur út með stöngina eftir veturinn. Það blés þó ekki byrlega með veiðimönnum í dag en rok og rigning með snjókomu í bland hefur dunið á mönnum um mest allt land en það er líka þetta sem tilheyrir vorveiðinni að það er bókstaflega allra veðra von. Mest lesið Syðri Brú að verða uppseld Veiði Blanda komin yfir 500 laxa Veiði Mýrarkvísl: Síðasta holl með 8 laxa og stór fiskur víða Veiði Blanda gefur enn vel Veiði Lausir dagar í Stóru Laxá Veiði Stefnir í líflegt veiðisumar í Elliðaánum 2015 Veiði 90 laxa holl í Laxá í Dölum Veiði Stórfiskar í Geirlandsá Veiði Kjósin og Grímsá á góðu róli Veiði Helgarviðtal: Neyddur í skemmtilega laxveiðiá Veiði
Það berast góðar fréttir af sjóbirtingssvæðum en þau opnuðu í gær og eru veiðitölur af sumum svæðum mjög góðar. Ú Vatnamótunum eru að berast góðar fréttir og þar voru hátt í 80 fiskar veiddir í gær af öllum stærðum. Veðurskilyrðin í gær voru líka afskaplega góð svo það er ekki furða að veiðin hafi hafi verið góð. Úr Tungufljóti voru dregnir 17 fiskar og úr Geirlandsá á áttunda tug fiska en ekki hafa fengist staðfestar tölur af öðrum svæðum þarna í kring en þær tölur og fréttir af þeim svæðum berast líklega á morgun þegar veiðimenn mæta í netsamband og fara að pósta myndum á samfélagsmiðla. Í Húseyjakvísl var 15 fiskum landað á opnunardaginn og ágætar fréttir eru af veiði í Litluá og Brunná en ekkert hefur frést af veiði í Varmá þrátt fyrir að hún sé oft ansi gjöful fyrstu dagana en það er að vísu vel þekkt að sól, logn og bjart veður eru ekki bestu skilyrðin í henni. Það verður spennandi að fylgjast með veiðitölum og fréttum frá veiðimönnum næstu daga enda klárt að margir sem hafa beðið þess með óþreyju að komast aftur út með stöngina eftir veturinn. Það blés þó ekki byrlega með veiðimönnum í dag en rok og rigning með snjókomu í bland hefur dunið á mönnum um mest allt land en það er líka þetta sem tilheyrir vorveiðinni að það er bókstaflega allra veðra von.
Mest lesið Syðri Brú að verða uppseld Veiði Blanda komin yfir 500 laxa Veiði Mýrarkvísl: Síðasta holl með 8 laxa og stór fiskur víða Veiði Blanda gefur enn vel Veiði Lausir dagar í Stóru Laxá Veiði Stefnir í líflegt veiðisumar í Elliðaánum 2015 Veiði 90 laxa holl í Laxá í Dölum Veiði Stórfiskar í Geirlandsá Veiði Kjósin og Grímsá á góðu róli Veiði Helgarviðtal: Neyddur í skemmtilega laxveiðiá Veiði