Lífeyrissjóðir kaupa Gámaþjónustuna ásamt Einari Erni og Jóni Sigurðssyni Hörður Ægisson skrifar 19. apríl 2017 07:00 Heildarvelta Gámaþjónustunnar og dótturfélaga hennar á árinu 2015 var 4,45 milljarðar. VÍSIR/GVA Framtakssjóður á vegum Stefnis ásamt Jóni Sigurðssyni, fyrrverandi forstjóra FL Group, og Einari Erni Ólafssyni, fyrrverandi forstjóra Skeljungs, er að ganga frá kaupum á Gámaþjónustunni og dótturfélögum hennar fyrir milljarða króna. Jón og Einar Örn verða með um 35 prósenta hlut í félaginu sem stendur að baki kaupunum, samkvæmt heimildum Markaðarins. Stærsti hluthafi Gámaþjónustunnar er Benóný Ólafsson, sem stofnaði fyrirtækið 1983, með ríflega 60 prósenta hlut en aðrir hluthafar áttu í árslok 2015 allir minna en 3,7 prósent í félaginu. Gámaþjónustan hefur verið leiðandi fyrirtæki í flokkun og endurvinnslu úrgangs allt frá því að það hóf starfsemi en á árinu 2015 nam heildarvelta samstæðunnar liðlega 4,45 milljörðum. Þá var EBITDA-hagnaður fyrirtækisins – afkoma fyrir fjármagnsliði, afskriftir og opinber gjöld – um 524 milljónir og hélst nánast óbreyttur frá fyrra ári.Jón Sigurðsson stýrir fjárfestingum Helgafells sem er í jafnri eigu Bjargar Fenger, eiginkonu Jóns, Ara Fenger og Kristínar Fenger Vermundsdóttur.Það er Framtakssjóðurinn SÍA III sem leiðir kaupin á Gámaþjónustunni en fyrirtækið var sett í söluferli á síðasta ári, samkvæmt heimildum Markaðarins. SÍA III er tæplega 13 milljarða framtakssjóður sem sjóðastýringarfyrirtækið Stefnir, dótturfélag Arion banka, kom á fót sumarið 2016. Hluthafar í sjóðnum eru um 40 talsins og samanstanda af lífeyrissjóðum, tryggingafélögum og öðrum fagfjárfestum. Kaupin á Gámaþjónustunni eru önnur fjárfesting sjóðsins en í október í fyrra var tilkynnt að SÍA III væri á meðal innlendra og erlendra fjárfesta sem fjármagna uppbyggingu lúxushótelsins Marriott EDITION við Hörpu. Ekki hefur verið birtur ársreikningur fyrir 2016 en samkvæmt heimildum Markaðarins jókst EBITDA fyrirtækisins á milli ára. Gróflega má áætla að heildarkaupverðið – eigið fé og yfirtaka á skuldum – sé um 3,5 til 4 milljarðar króna. Heildarskuldir Gámaþjónustunnar voru um 3,6 milljarðar í árslok 2015 – þar af voru skuldir við lánastofnanir 2,35 milljarðar – en heildareignir fyrirtækisins ríflega sex milljarðar króna. Á meðal eigna Gámaþjónustunnar eru fasteignir sem voru bókfærðar á tæplega 2,6 milljarða. Einar Örn Ólafsson er á meðal stærstu hluthafa TM og settist í stjórn eftir aðalfund félagsins í síðasta mánuði.Vísir/GVAEiga samanlagt níu prósent í TM Jón Sigurðsson stýrir fjárfestingum Helgafells eignarhaldsfélags sem er í jafnri eigu Bjargar Fenger, eiginkonu Jóns, Ara Fenger og Kristínar Fenger Vermundsdóttur en í lok árs 2015 námu eignir fjárfestingarfélagsins yfir tveimur milljörðum. Félagið er meðal annars í hópi stærstu hluthafa TM og N1 en Jón hefur setið í stjórn olíufélagsins frá árinu 2014. Jón hætti störfum hjá fjármálafyrirtækinu GAMMA Capital Management fyrir meira en ári en þar áður hafði hann verið forstjóri FL Group (síðar Stoðir) á árunum 2007 til 2010. Einar Örn er jafnframt á meðal stærstu hluthafa TM en fjárfestingarfélag hans Einir ehf. á 2,76 prósent í tryggingafélaginu. Hann var kjörinn í stjórn TM á aðalfundi félagsins í liðnum mánuði en fjárfestingarfélögin Einir og Helgafell, sem Jón stýrir, eiga samanlagt ríflega níu prósenta hlut í TM. Fréttin birtist fyrst í Markaðnum, fylgiriti Fréttablaðsins um viðskipti og efnahagsmál. Mest lesið Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Viðskipti innlent Öll heimilisverk skemmtileg nema eitt Atvinnulíf Trump fellir niður tolla á tugi matvæla Viðskipti erlent Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Viðskipti innlent Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Viðskipti innlent Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Viðskipti innlent Fundinum mikilvæga frestað Viðskipti innlent Lífeyrissjóður tannlækna sameinast Frjálsa Viðskipti innlent Áhrif foreldra á starfsframa og velgengni barna sinna Atvinnulíf Jólagjöf ársins 2025 veltir sigurvegara síðustu tveggja ára úr sessi Samstarf Fleiri fréttir Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Fundinum mikilvæga frestað Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Lífeyrissjóður tannlækna sameinast Frjálsa Mun fljúga milli Keflavíkur og Montreal næsta sumar Hagvöxtur mun minni en reiknað var með Nýr sameinaður lífeyrissjóður verði með þeim stærstu Ráðinn verkefnastjóri stórfjárfestinga Skýrt að verndarráðstafanir þurfi að ná yfir alla utan tollabandalags Fæstir hlynntir veru Rúv á auglýsingamarkaði Kaupsamningar fleiri í október þrátt fyrir óvissu á lánamarkaði Alvotech tekur dýfu eftir uppgjör Ráðinn framkvæmdastjóri upplýsingatækni hjá Styrkás Sendafélagið kaupir 4G og 5G dreifikerfi Sýnar og Nova Auknar tekjur en nýta sér 12,7 milljarða veltufjármögnun Búi sig undir að berja í borðið Bindur vonir við „plan B“ Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Spá að stýrivextir haldist óbreyttir Markaðurinn telur taumhaldið of þétt en býst ekki við lækkun Stöðva rekstur Vélfags Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Ráðinn aðstoðarsköpunarstjóri Hvíta hússins Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Lögleiða þurfi netspilun til að ná stjórn á ástandinu Aldrei mikilvægara að fylgjast vel með lánunum Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Vélfag hafi ítrekað grafið undan eigin undanþágu Sjá meira
Framtakssjóður á vegum Stefnis ásamt Jóni Sigurðssyni, fyrrverandi forstjóra FL Group, og Einari Erni Ólafssyni, fyrrverandi forstjóra Skeljungs, er að ganga frá kaupum á Gámaþjónustunni og dótturfélögum hennar fyrir milljarða króna. Jón og Einar Örn verða með um 35 prósenta hlut í félaginu sem stendur að baki kaupunum, samkvæmt heimildum Markaðarins. Stærsti hluthafi Gámaþjónustunnar er Benóný Ólafsson, sem stofnaði fyrirtækið 1983, með ríflega 60 prósenta hlut en aðrir hluthafar áttu í árslok 2015 allir minna en 3,7 prósent í félaginu. Gámaþjónustan hefur verið leiðandi fyrirtæki í flokkun og endurvinnslu úrgangs allt frá því að það hóf starfsemi en á árinu 2015 nam heildarvelta samstæðunnar liðlega 4,45 milljörðum. Þá var EBITDA-hagnaður fyrirtækisins – afkoma fyrir fjármagnsliði, afskriftir og opinber gjöld – um 524 milljónir og hélst nánast óbreyttur frá fyrra ári.Jón Sigurðsson stýrir fjárfestingum Helgafells sem er í jafnri eigu Bjargar Fenger, eiginkonu Jóns, Ara Fenger og Kristínar Fenger Vermundsdóttur.Það er Framtakssjóðurinn SÍA III sem leiðir kaupin á Gámaþjónustunni en fyrirtækið var sett í söluferli á síðasta ári, samkvæmt heimildum Markaðarins. SÍA III er tæplega 13 milljarða framtakssjóður sem sjóðastýringarfyrirtækið Stefnir, dótturfélag Arion banka, kom á fót sumarið 2016. Hluthafar í sjóðnum eru um 40 talsins og samanstanda af lífeyrissjóðum, tryggingafélögum og öðrum fagfjárfestum. Kaupin á Gámaþjónustunni eru önnur fjárfesting sjóðsins en í október í fyrra var tilkynnt að SÍA III væri á meðal innlendra og erlendra fjárfesta sem fjármagna uppbyggingu lúxushótelsins Marriott EDITION við Hörpu. Ekki hefur verið birtur ársreikningur fyrir 2016 en samkvæmt heimildum Markaðarins jókst EBITDA fyrirtækisins á milli ára. Gróflega má áætla að heildarkaupverðið – eigið fé og yfirtaka á skuldum – sé um 3,5 til 4 milljarðar króna. Heildarskuldir Gámaþjónustunnar voru um 3,6 milljarðar í árslok 2015 – þar af voru skuldir við lánastofnanir 2,35 milljarðar – en heildareignir fyrirtækisins ríflega sex milljarðar króna. Á meðal eigna Gámaþjónustunnar eru fasteignir sem voru bókfærðar á tæplega 2,6 milljarða. Einar Örn Ólafsson er á meðal stærstu hluthafa TM og settist í stjórn eftir aðalfund félagsins í síðasta mánuði.Vísir/GVAEiga samanlagt níu prósent í TM Jón Sigurðsson stýrir fjárfestingum Helgafells eignarhaldsfélags sem er í jafnri eigu Bjargar Fenger, eiginkonu Jóns, Ara Fenger og Kristínar Fenger Vermundsdóttur en í lok árs 2015 námu eignir fjárfestingarfélagsins yfir tveimur milljörðum. Félagið er meðal annars í hópi stærstu hluthafa TM og N1 en Jón hefur setið í stjórn olíufélagsins frá árinu 2014. Jón hætti störfum hjá fjármálafyrirtækinu GAMMA Capital Management fyrir meira en ári en þar áður hafði hann verið forstjóri FL Group (síðar Stoðir) á árunum 2007 til 2010. Einar Örn er jafnframt á meðal stærstu hluthafa TM en fjárfestingarfélag hans Einir ehf. á 2,76 prósent í tryggingafélaginu. Hann var kjörinn í stjórn TM á aðalfundi félagsins í liðnum mánuði en fjárfestingarfélögin Einir og Helgafell, sem Jón stýrir, eiga samanlagt ríflega níu prósenta hlut í TM. Fréttin birtist fyrst í Markaðnum, fylgiriti Fréttablaðsins um viðskipti og efnahagsmál.
Mest lesið Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Viðskipti innlent Öll heimilisverk skemmtileg nema eitt Atvinnulíf Trump fellir niður tolla á tugi matvæla Viðskipti erlent Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Viðskipti innlent Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Viðskipti innlent Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Viðskipti innlent Fundinum mikilvæga frestað Viðskipti innlent Lífeyrissjóður tannlækna sameinast Frjálsa Viðskipti innlent Áhrif foreldra á starfsframa og velgengni barna sinna Atvinnulíf Jólagjöf ársins 2025 veltir sigurvegara síðustu tveggja ára úr sessi Samstarf Fleiri fréttir Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Fundinum mikilvæga frestað Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Lífeyrissjóður tannlækna sameinast Frjálsa Mun fljúga milli Keflavíkur og Montreal næsta sumar Hagvöxtur mun minni en reiknað var með Nýr sameinaður lífeyrissjóður verði með þeim stærstu Ráðinn verkefnastjóri stórfjárfestinga Skýrt að verndarráðstafanir þurfi að ná yfir alla utan tollabandalags Fæstir hlynntir veru Rúv á auglýsingamarkaði Kaupsamningar fleiri í október þrátt fyrir óvissu á lánamarkaði Alvotech tekur dýfu eftir uppgjör Ráðinn framkvæmdastjóri upplýsingatækni hjá Styrkás Sendafélagið kaupir 4G og 5G dreifikerfi Sýnar og Nova Auknar tekjur en nýta sér 12,7 milljarða veltufjármögnun Búi sig undir að berja í borðið Bindur vonir við „plan B“ Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Spá að stýrivextir haldist óbreyttir Markaðurinn telur taumhaldið of þétt en býst ekki við lækkun Stöðva rekstur Vélfags Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Ráðinn aðstoðarsköpunarstjóri Hvíta hússins Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Lögleiða þurfi netspilun til að ná stjórn á ástandinu Aldrei mikilvægara að fylgjast vel með lánunum Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Vélfag hafi ítrekað grafið undan eigin undanþágu Sjá meira