Ólafía Þórunn Kristinsdóttir fann sig ekki á fyrsta degi Lotte/Hershey-mótsins í golfi sem fer fram á Hawaii. Þetta er fimmta mótið sem Ólafía tekur þátt í á LPGA-mótaröðinni.
Ólafía lék hringinn á fjórum höggum yfir pari. Hún fór afar illa af stað en hún fékk tvo skolla og einn tvöfaldan skolla á fyrstu fimm holunum.
Ólafía fékk tvo fugla og tvo skolla á síðustu 13 holunum og endaði á fjórum höggum yfir pari.
Ólafía er í 131.-136. sæti af 143 kylfingum og því er ljóst að hún þarf að spila mun betur á öðrum hringnum til að komast í gegnum niðurskurðinn.
Mi Hyang Lee frá Suður-Kóreu og Paula Creamer frá Bandaríkjunum eru efstar og jafnar á sex höggum undir pari.
Ólafía Þórunn í erfiðri stöðu eftir fyrsta hringinn á Hawaii
Ingvi Þór Sæmundsson skrifar

Mest lesið




Real Madrid vill fara í viðræður við Liverpool um Trent
Enski boltinn


„Komum Gylfa Þór meira í boltann“
Fótbolti


Hildur fékk svakalegt glóðarauga
Fótbolti

Sjáðu partýið í Kópavogi, Gylfa afgreiða Fram og nýliðana í stuði
Íslenski boltinn

Mac Allister: Liverpool er bara rétt að byrja
Enski boltinn