Vonir um íslenska páskafugla Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 13. apríl 2017 06:00 Valdís Þóra og Ólafía Þórunn verða báðar á fullu næstu daga. mynd/gsí Ólafía Þórunn Kristinsdóttir og Valdís Þóra Jónsdóttir verða flottir fulltrúar íslenska golfsins á erlendri grundu um páskahelgina þegar þær verða báðar í eldlínunni á tveimur stærstu mótaröðum heims. Þetta verður í fyrsta sinn í sögunni þar sem íslenskir kylfingar keppa á þessum virtustu mótaröðum kvennagolfsins á sama tíma. Ólafía Þórunn hefur þegar keppt á fjórum mótum á bandarísku mótaröðinni og komist tvisvar í gegnum niðurskurðinn. Valdís Þóra er á leiðinni á sitt annað mót á evrópsku mótaröðinni en Ólafía keppti ekki helgina þegar Valdís var á Oates Victorian Open í Ástralíu. Ólafía Þórunn er komin til Hawaii-eyja þar sem hún keppir á Lotte/Hershey-mótinu á LPGA mótaröðinni. Hún hóf keppni í nótt og löngu eftir að Fréttablaðið fór í prentun en klukkan á Hawaii er tíu tímum á eftir þeirri á Íslandi. Flestir af bestu kylfingum heims eru á meðal keppenda á Oahu-eyju.Fimmta LPGA-mótið Þetta er fimmta mótið hjá Ólafíu Þórunni á sterkustu atvinnumótaröð heims. Hún komst í gegnum niðurskurðinn á fyrstu tveimur mótunum. Hún náði ekki að komast í gegnum niðurskurðinn á síðustu tveimur mótum. Það munaði mjög litlu á þriðja mótinu í Phoenix en á síðasta móti í Kaliforníu spilaði hún í fyrsta sinn yfir pari á LPGA-mótaröðinni. Valdís Þóra Jónsdóttir er aftur á móti stödd í Marokkó þar sem hún svo eftirminnilega tryggði sér sæti á evrópsku mótaröðinni í desember síðastliðnum. Valdís var þar í öðru sæti sem er besti árangur sem íslenskur kylfingur hefur náð á lokaúrtökumótinu fyrir Evrópumótaröðina. Mótið í Marokkó er haldið samhliða móti á Evrópumótaröðinni í karlaflokki. Þetta er annað mótið á þessu tímabili þar sem leikið er á LET-mótaröðinni samhliða atvinnumóti í karlaflokki. Valdís lék einnig á slíku móti í Ástralíu á sínu fyrsta LET-móti á ferlinum en mótið í Marokkó er annað mót á þessu stigi. Valdís Þóra endaði í 51. sæti á Oates Victorian-mótinu í Ástralíu þar sem hún lék samtals á einu höggi undir pari. Hún náði ekki síðasta niðurskurðinum og spilaði því ekki lokadaginn.Ólík tölfræði hjá stelpunum Það er fróðlegt að bera saman tölur stelpnanna í þessum fyrstu mótum sem sýnir að vissu leyti hvað þær eru ólíkar. Það er reyndar aðeins eitt mót búið hjá Valdísi Þóru en samanburðurinn er engu að síður fróðlegur. Ólafía Þórunn kemur nefnilega mjög vel út í nákvæmni í upphafshöggum (84 prósent, 21. sæti) og fáum púttum (29,0 - 27. sæti) en ekki eins vel í því að hitta flatir í áætluðum höggfjölda (66 prósent - 117. sæti) eða að bjarga sér upp úr sandgryfjum (32 prósent - 129. sæti). Valdís Þóra er aftur á móti best í því að bjarga sér upp úr sandgryfjum (100 prósent - 1. sæti) og að hitta flatir í áætluðum höggfjölda (78 prósent - 9. sæti) en hefur gengið verr í nákvæmni sinni í upphafshöggum (64 prósent, 77. sæti) og að pútta (32,0 - 69. sæti). Þær geta vonandi bætt þessar tölur um helgina.Bæði mótin á Golfstöðinni Íslenskir golfáhugamenn ættu að geta eytt páskahelginni í að fylgjast með íslensku stelpunum. Lotte/Hershey-mót Ólafíu Þórunnar verður í beinni á Golfstöðinni alla dagana og þá verða tveir síðustu dagarnir á móti Valdísar Þóru í Marokkó einnig sýndir á Golfstöðinni á laugardag og sunnudag. Nú er bara að vona að það verði nóg af íslenskum páskafuglum hjá okkar konum og að þær nái báðar niðurskurðinum, sem verður eftir leik í nótt hjá Ólafíu en eftir leik á morgun hjá Valdísi Þóru. Golf Mest lesið Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Enski boltinn Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Enski boltinn Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Íslenski boltinn Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin Körfubolti Dagskráin í dag: Formúla 1 og NBA á Páskasunnudegi Sport „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Körfubolti „Út með ruslið og inn með íþróttaandann“ Sport Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Körfubolti Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Fótbolti Fleiri fréttir Fór holu í höggi á LPGA mótaröðinni Rory McIlroy vildi ekki tala við DeChambeau Átta ára Rory McIlroy æfði sig í að hitta inn í þvottavél mömmu sinnar Fórnar bandarískum háskólapartýum til að ná á toppinn Fyrsti nýi meðlimurinn í 25 ár Rory McIlroy: Hvað ætlið þið núna að tala um fyrir næsta Mastersmót? Sjáðu allar tilfinningarnar hjá Rory þegar hann vann Masters mótið McIlroy vann Masters í bráðabana Hræddur um að McIlroy klúðri málunum Átti bestu byrjun á hring í sögu Masters Sló kúluna í rassinn á starfsmanni McIlroy stoltur af sjálfum sér Rose enn í forystu á Masters en Rory náði erni og er við toppinn Gat ekki haldið lengur í sér og létti á sér á Augusta Rose með þriggja högga forystu á Mastersmótinu Krakkakrúttin stálu sviðsljósinu á miðvikudegi fyrir Mastersmótið Fylgstu með þessum tíu á Masters Masters hefst í kvöld: Allra augu á Rory McIlroy McIlroy segist aldrei hafa verið í jafn góðum gír fyrir Masters „Ég get algjörlega unnið Masters-mótið“ Skítaveður og æfingum frestað á Augusta Vann fyrsta mótið eftir að hafa losnað úr fangelsi „Hugsaði að þetta myndi fá mig til að halda kjafti“ Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu McIlroy meiddur í aðdraganda Masters McIlroy annar til að þéna hundrað milljónir á PGA-mótaröðinni Gunnlaugur Árni í hóp fjörutíu bestu í heimi Tiger og Trump staðfesta sambandið Gunnlaugur Árni fagnaði og fer í hóp fimmtíu bestu McIlroy vann einvígið en Spaun fór í vatnið Sjá meira
Ólafía Þórunn Kristinsdóttir og Valdís Þóra Jónsdóttir verða flottir fulltrúar íslenska golfsins á erlendri grundu um páskahelgina þegar þær verða báðar í eldlínunni á tveimur stærstu mótaröðum heims. Þetta verður í fyrsta sinn í sögunni þar sem íslenskir kylfingar keppa á þessum virtustu mótaröðum kvennagolfsins á sama tíma. Ólafía Þórunn hefur þegar keppt á fjórum mótum á bandarísku mótaröðinni og komist tvisvar í gegnum niðurskurðinn. Valdís Þóra er á leiðinni á sitt annað mót á evrópsku mótaröðinni en Ólafía keppti ekki helgina þegar Valdís var á Oates Victorian Open í Ástralíu. Ólafía Þórunn er komin til Hawaii-eyja þar sem hún keppir á Lotte/Hershey-mótinu á LPGA mótaröðinni. Hún hóf keppni í nótt og löngu eftir að Fréttablaðið fór í prentun en klukkan á Hawaii er tíu tímum á eftir þeirri á Íslandi. Flestir af bestu kylfingum heims eru á meðal keppenda á Oahu-eyju.Fimmta LPGA-mótið Þetta er fimmta mótið hjá Ólafíu Þórunni á sterkustu atvinnumótaröð heims. Hún komst í gegnum niðurskurðinn á fyrstu tveimur mótunum. Hún náði ekki að komast í gegnum niðurskurðinn á síðustu tveimur mótum. Það munaði mjög litlu á þriðja mótinu í Phoenix en á síðasta móti í Kaliforníu spilaði hún í fyrsta sinn yfir pari á LPGA-mótaröðinni. Valdís Þóra Jónsdóttir er aftur á móti stödd í Marokkó þar sem hún svo eftirminnilega tryggði sér sæti á evrópsku mótaröðinni í desember síðastliðnum. Valdís var þar í öðru sæti sem er besti árangur sem íslenskur kylfingur hefur náð á lokaúrtökumótinu fyrir Evrópumótaröðina. Mótið í Marokkó er haldið samhliða móti á Evrópumótaröðinni í karlaflokki. Þetta er annað mótið á þessu tímabili þar sem leikið er á LET-mótaröðinni samhliða atvinnumóti í karlaflokki. Valdís lék einnig á slíku móti í Ástralíu á sínu fyrsta LET-móti á ferlinum en mótið í Marokkó er annað mót á þessu stigi. Valdís Þóra endaði í 51. sæti á Oates Victorian-mótinu í Ástralíu þar sem hún lék samtals á einu höggi undir pari. Hún náði ekki síðasta niðurskurðinum og spilaði því ekki lokadaginn.Ólík tölfræði hjá stelpunum Það er fróðlegt að bera saman tölur stelpnanna í þessum fyrstu mótum sem sýnir að vissu leyti hvað þær eru ólíkar. Það er reyndar aðeins eitt mót búið hjá Valdísi Þóru en samanburðurinn er engu að síður fróðlegur. Ólafía Þórunn kemur nefnilega mjög vel út í nákvæmni í upphafshöggum (84 prósent, 21. sæti) og fáum púttum (29,0 - 27. sæti) en ekki eins vel í því að hitta flatir í áætluðum höggfjölda (66 prósent - 117. sæti) eða að bjarga sér upp úr sandgryfjum (32 prósent - 129. sæti). Valdís Þóra er aftur á móti best í því að bjarga sér upp úr sandgryfjum (100 prósent - 1. sæti) og að hitta flatir í áætluðum höggfjölda (78 prósent - 9. sæti) en hefur gengið verr í nákvæmni sinni í upphafshöggum (64 prósent, 77. sæti) og að pútta (32,0 - 69. sæti). Þær geta vonandi bætt þessar tölur um helgina.Bæði mótin á Golfstöðinni Íslenskir golfáhugamenn ættu að geta eytt páskahelginni í að fylgjast með íslensku stelpunum. Lotte/Hershey-mót Ólafíu Þórunnar verður í beinni á Golfstöðinni alla dagana og þá verða tveir síðustu dagarnir á móti Valdísar Þóru í Marokkó einnig sýndir á Golfstöðinni á laugardag og sunnudag. Nú er bara að vona að það verði nóg af íslenskum páskafuglum hjá okkar konum og að þær nái báðar niðurskurðinum, sem verður eftir leik í nótt hjá Ólafíu en eftir leik á morgun hjá Valdísi Þóru.
Golf Mest lesið Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Enski boltinn Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Enski boltinn Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Íslenski boltinn Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin Körfubolti Dagskráin í dag: Formúla 1 og NBA á Páskasunnudegi Sport „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Körfubolti „Út með ruslið og inn með íþróttaandann“ Sport Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Körfubolti Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Fótbolti Fleiri fréttir Fór holu í höggi á LPGA mótaröðinni Rory McIlroy vildi ekki tala við DeChambeau Átta ára Rory McIlroy æfði sig í að hitta inn í þvottavél mömmu sinnar Fórnar bandarískum háskólapartýum til að ná á toppinn Fyrsti nýi meðlimurinn í 25 ár Rory McIlroy: Hvað ætlið þið núna að tala um fyrir næsta Mastersmót? Sjáðu allar tilfinningarnar hjá Rory þegar hann vann Masters mótið McIlroy vann Masters í bráðabana Hræddur um að McIlroy klúðri málunum Átti bestu byrjun á hring í sögu Masters Sló kúluna í rassinn á starfsmanni McIlroy stoltur af sjálfum sér Rose enn í forystu á Masters en Rory náði erni og er við toppinn Gat ekki haldið lengur í sér og létti á sér á Augusta Rose með þriggja högga forystu á Mastersmótinu Krakkakrúttin stálu sviðsljósinu á miðvikudegi fyrir Mastersmótið Fylgstu með þessum tíu á Masters Masters hefst í kvöld: Allra augu á Rory McIlroy McIlroy segist aldrei hafa verið í jafn góðum gír fyrir Masters „Ég get algjörlega unnið Masters-mótið“ Skítaveður og æfingum frestað á Augusta Vann fyrsta mótið eftir að hafa losnað úr fangelsi „Hugsaði að þetta myndi fá mig til að halda kjafti“ Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu McIlroy meiddur í aðdraganda Masters McIlroy annar til að þéna hundrað milljónir á PGA-mótaröðinni Gunnlaugur Árni í hóp fjörutíu bestu í heimi Tiger og Trump staðfesta sambandið Gunnlaugur Árni fagnaði og fer í hóp fimmtíu bestu McIlroy vann einvígið en Spaun fór í vatnið Sjá meira