Ólafía Þórunn fékk sér að sjálfsögðu Hawaii pizzu á Hawaii Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 11. apríl 2017 13:00 Ólafía Þórunn Kristinsdóttir. Mynd/Instagram Íslenski atvinnukylfingurinn Ólafía Þórunn Kristinsdóttir er komin til Hawaiieyja þar sem hún mun í páskavikunni taka þátt í Lotte Championship mótinu á bandarísku mótaröðinni í golfi. Mótið fer fram hjá Ko Olina golfklúbbnum á Oahu-eyju en golfvöllurinn er norðvestur af höfuðborginni Honolulu. Þetta er fimmta LPGA-mótið hjá Ólafíu Þórunni sem er fyrsti íslenski kylfingurinn sem fær keppnisrétt á þessari sterkustu mótaröð heims hjá konunum. Ólafía Þórunn komst í gegnum niðurskurðinn á fyrstu tveimur mótunum en hefur nú tvisvar í röð dottið út eftir niðurskurðinn. Það voru vissulega vonbrigði fyrir okkar konu sem ætlar ekkert að gefast upp. Hún setti inn „Ég kem aftur“ áTwitter-síðu sína og það verður fróðlegt að sjá hvernig henni gengur á þessu móti. Ólafía Þórunn er þekkt fyrir að bregða á leik á samfélagsmiðlum. Hún hélt upp á komuna til Hawaiieyja með því að panta sér girnilega Hawaii pizzu eins og sjá má hér fyrir neðan. Ólafía Þórunn er í ráshóp með þeim Annie Park frá Bandaríkjunum og Hye Jin Choi frá Suður-Kóreu og hefja þær leik klukkan 13.45 á staðartíma á Skírdag eða klukkan 23.45 að íslenskum tíma. Hawaii A post shared by Ólafía Kristinsdóttir (@olafiakri) on Apr 7, 2017 at 5:15pm PDT Golf Mest lesið „Ég er stríðsmaður og hef lent í þessu áður“ Körfubolti Sveinn Margeir mögulega ekkert með Víkingum í sumar Íslenski boltinn Asensio skaut Villa áfram Enski boltinn „Tilefnið stórt og sterkt að landa sigri“ Körfubolti Glæsimark Jóhanns tryggði sigurinn gegn Ronaldo og félögum Fótbolti Albert kom við sögu í naumum sigri Fótbolti „Óafsakanlegt hvernig við mættum til leiks“ Körfubolti „Ákveðnir í því að gefa þeim enga von“ Körfubolti Embiid frá út leiktíðina Körfubolti Uppgjörið og viðtöl: Álftanes - Tindastóll 102 - 89 | Fimmti sigur Álftaness í röð kom gegn toppliðinu Tindastóli Körfubolti Fleiri fréttir Fór tvisvar sinnum holu í höggi á sama hringnum Hlógu að Tiger: Eitt það vandræðalegasta á ferlinum Tiger Woods dregur sig úr keppni á sínu eigin móti Tiger snýr aftur á PGA-mótaröðina Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Tiger syrgir móður sína Sjá meira
Íslenski atvinnukylfingurinn Ólafía Þórunn Kristinsdóttir er komin til Hawaiieyja þar sem hún mun í páskavikunni taka þátt í Lotte Championship mótinu á bandarísku mótaröðinni í golfi. Mótið fer fram hjá Ko Olina golfklúbbnum á Oahu-eyju en golfvöllurinn er norðvestur af höfuðborginni Honolulu. Þetta er fimmta LPGA-mótið hjá Ólafíu Þórunni sem er fyrsti íslenski kylfingurinn sem fær keppnisrétt á þessari sterkustu mótaröð heims hjá konunum. Ólafía Þórunn komst í gegnum niðurskurðinn á fyrstu tveimur mótunum en hefur nú tvisvar í röð dottið út eftir niðurskurðinn. Það voru vissulega vonbrigði fyrir okkar konu sem ætlar ekkert að gefast upp. Hún setti inn „Ég kem aftur“ áTwitter-síðu sína og það verður fróðlegt að sjá hvernig henni gengur á þessu móti. Ólafía Þórunn er þekkt fyrir að bregða á leik á samfélagsmiðlum. Hún hélt upp á komuna til Hawaiieyja með því að panta sér girnilega Hawaii pizzu eins og sjá má hér fyrir neðan. Ólafía Þórunn er í ráshóp með þeim Annie Park frá Bandaríkjunum og Hye Jin Choi frá Suður-Kóreu og hefja þær leik klukkan 13.45 á staðartíma á Skírdag eða klukkan 23.45 að íslenskum tíma. Hawaii A post shared by Ólafía Kristinsdóttir (@olafiakri) on Apr 7, 2017 at 5:15pm PDT
Golf Mest lesið „Ég er stríðsmaður og hef lent í þessu áður“ Körfubolti Sveinn Margeir mögulega ekkert með Víkingum í sumar Íslenski boltinn Asensio skaut Villa áfram Enski boltinn „Tilefnið stórt og sterkt að landa sigri“ Körfubolti Glæsimark Jóhanns tryggði sigurinn gegn Ronaldo og félögum Fótbolti Albert kom við sögu í naumum sigri Fótbolti „Óafsakanlegt hvernig við mættum til leiks“ Körfubolti „Ákveðnir í því að gefa þeim enga von“ Körfubolti Embiid frá út leiktíðina Körfubolti Uppgjörið og viðtöl: Álftanes - Tindastóll 102 - 89 | Fimmti sigur Álftaness í röð kom gegn toppliðinu Tindastóli Körfubolti Fleiri fréttir Fór tvisvar sinnum holu í höggi á sama hringnum Hlógu að Tiger: Eitt það vandræðalegasta á ferlinum Tiger Woods dregur sig úr keppni á sínu eigin móti Tiger snýr aftur á PGA-mótaröðina Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Tiger syrgir móður sína Sjá meira
Uppgjörið og viðtöl: Álftanes - Tindastóll 102 - 89 | Fimmti sigur Álftaness í röð kom gegn toppliðinu Tindastóli Körfubolti
Uppgjörið og viðtöl: Álftanes - Tindastóll 102 - 89 | Fimmti sigur Álftaness í röð kom gegn toppliðinu Tindastóli Körfubolti