Frýs í lykkjum og takan eftir því Karl Lúðvíksson skrifar 10. apríl 2017 13:36 Varasalvi kemur í veg fyrir að það frosni mikið í lykkjunum. Það er ekki á vísan að róa þegar haldið er í veiði á þessum árstíma enda verða veiðimenn að vera þannig búnir að þeir geti tekist á við hvað sem er. Það hefur verið býsna kalt víða á landinu og þeir veiðimenn sem hafa verið að freysta gæfunnar fyrir norðan á sjóbirtingsslóðum hafa varla undan að brjóta klaka úr lykkjunum og veiðin verið erfið eftir því. Það kroppast þó upp og ekki er annað að heyra á þeim sem eru við bakkana að veiðin sé alveg í takt við væntingar og flestir að ná einhverju. Bestu fréttirnar hafa verið úr Tungulæk þar sem síðasta holl var með hátt á fimmta tug sjóbirtinga sem veiddust mest á stöðum neðst í ánni. Það er að sögn mikið af fiski á þessum slóðum og hann verður líklega þarna áfram þangað til hlýnar aðeins en þá gusast fiskurinn úr ánum og fer til sjávar. Veðurspáin á veiðimenn um páskahelgina er heldur köld og rysjótt svo það er líklega ágætt að minna þá sem ætla að fara að veiða að taka með sér allt safnið af undirfötum, prímus og kaffi, nóg af kaffi! Það má kannski skjóta að einu ágætu ráði varðandi þegar það frýs í lykkjunum en það er að bera varasalva í lykkjurnar. Hann hrindir frá þér vatni mjög hratt og kemur í veg fyrir þennan leiðindar fylgifisk fluguveiða í kulda. Mest lesið Spá góðu smálaxaári Veiði Gleymir stund og stað við árbakkann Veiði Fín sjóbleikjuveiði í Hraunsfirði Veiði 70-90 laxa dagar í Eystri Rangá Veiði Vatnsdalsá með 76 laxa og 83 sm meðallengd Veiði Nýtt tölublað af Veiðimanninum komið út Veiði Gæsaveiðin hófst í dag Veiði Aðeins 11 dagar í fyrsta veiðidaginn Veiði Dregið um daga í Elliðaánum næsta fimmtudag Veiði Birtingurinn mættur í Varmá Veiði
Það er ekki á vísan að róa þegar haldið er í veiði á þessum árstíma enda verða veiðimenn að vera þannig búnir að þeir geti tekist á við hvað sem er. Það hefur verið býsna kalt víða á landinu og þeir veiðimenn sem hafa verið að freysta gæfunnar fyrir norðan á sjóbirtingsslóðum hafa varla undan að brjóta klaka úr lykkjunum og veiðin verið erfið eftir því. Það kroppast þó upp og ekki er annað að heyra á þeim sem eru við bakkana að veiðin sé alveg í takt við væntingar og flestir að ná einhverju. Bestu fréttirnar hafa verið úr Tungulæk þar sem síðasta holl var með hátt á fimmta tug sjóbirtinga sem veiddust mest á stöðum neðst í ánni. Það er að sögn mikið af fiski á þessum slóðum og hann verður líklega þarna áfram þangað til hlýnar aðeins en þá gusast fiskurinn úr ánum og fer til sjávar. Veðurspáin á veiðimenn um páskahelgina er heldur köld og rysjótt svo það er líklega ágætt að minna þá sem ætla að fara að veiða að taka með sér allt safnið af undirfötum, prímus og kaffi, nóg af kaffi! Það má kannski skjóta að einu ágætu ráði varðandi þegar það frýs í lykkjunum en það er að bera varasalva í lykkjurnar. Hann hrindir frá þér vatni mjög hratt og kemur í veg fyrir þennan leiðindar fylgifisk fluguveiða í kulda.
Mest lesið Spá góðu smálaxaári Veiði Gleymir stund og stað við árbakkann Veiði Fín sjóbleikjuveiði í Hraunsfirði Veiði 70-90 laxa dagar í Eystri Rangá Veiði Vatnsdalsá með 76 laxa og 83 sm meðallengd Veiði Nýtt tölublað af Veiðimanninum komið út Veiði Gæsaveiðin hófst í dag Veiði Aðeins 11 dagar í fyrsta veiðidaginn Veiði Dregið um daga í Elliðaánum næsta fimmtudag Veiði Birtingurinn mættur í Varmá Veiði