Litir ekki númer Magnús Guðmundsson skrifar 29. apríl 2017 13:00 Ein af myndum Tryggva á sýningunni á Mokka. Tryggvi Ólafsson myndlistarmaður opnar sýningu á grafíkverkum á Mokka við Skólavörðustíg mánudaginn 1. maí næstkomandi. Tryggvi vann lengst af að list sinni í Danmörku þar sem hann bjó í rúm 40 ár. Hann hefur sýnt víða um heim og sneri sér snemma að popplist þar sem hann nýtir sér efni og form bæði frá fortíð og nútíð. Það er mikill skáldskapur í verkum Tryggva, þau eru póetísk, djörf og mjög persónuleg. Tryggvi segir að hann hafi verið að vinna við að búa til litógrafíur eftir að hann lenti í slysi árið 2007. „Ég lærði á sínum tíma að búa til litógrafíur og það kemur mér til góða núna af því að ég get ekki málað lengur. Ég hef verið að vinna að þessu síðan 2013 þegar ég fékk hjálp góðra manna, svona dags daglega þar sem ég með aðstöðu að Droplaugarstöðum. Þetta er svona eins og lítil vinnustofa. Á sýningunni á Mokka er ég að sýna svona blandað úrval af þessu en þetta er bara lítil sýning.“Tryggvi Ólafsson myndlistarmaður.Tryggvi er þekktastur fyrir málverkin og hann segir að líkast til hafi þau verið orðin á þriðja þúsundið á sínum tíma. „Ég kannaði þetta árið 2000 þegar ég varð sextugur en þurfti svo að stoppa árið 2007 en þá gerði ég djöfulinn ekki neitt nema eitthvert fúsk þangað til ég komst aftur í gang og fór að gera litógrafíuna. Þetta er reyndar allt orðið stafrænt og breytt. Það er svo margt sem á að vera svo einfalt en er orðið af völdum tækninnar helmingi flóknara. Í dag getur maður ekki haft tvær rollur nema að maður eigi tölvu. Í gamla daga gat maður blandað liti í dós en núna þarf að blanda þetta allt öðruvísi. Prentarinn talar um númer en ekki liti en ef maður lítur til himins þá sér maður lit en ekki númer. Litirnir eru fyrir augun og þetta er sjónrænn miðill. En ég hef óskaplega gaman af því að geta fengið að vinna í friði. Það er mitt líf því ég hef verið að því síðan að ég var barn.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 29. apríl. Menning Mest lesið Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Lífið Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Gagnrýni Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Tíska og hönnun Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Hefur grátið óteljandi tárum yfir missinum Lífið Tóku sögufrægt 340 fermetra einbýli við Bergstaðastræti í gegn Lífið Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Bíó og sjónvarp „Veganismi er hvergi skilgreindur sem fullkomnun eða ekkert“ Lífið Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm Lífið Mjög tilfinningaríkt að vera með kraftaverk í höndunum Lífið Fleiri fréttir Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira
Tryggvi Ólafsson myndlistarmaður opnar sýningu á grafíkverkum á Mokka við Skólavörðustíg mánudaginn 1. maí næstkomandi. Tryggvi vann lengst af að list sinni í Danmörku þar sem hann bjó í rúm 40 ár. Hann hefur sýnt víða um heim og sneri sér snemma að popplist þar sem hann nýtir sér efni og form bæði frá fortíð og nútíð. Það er mikill skáldskapur í verkum Tryggva, þau eru póetísk, djörf og mjög persónuleg. Tryggvi segir að hann hafi verið að vinna við að búa til litógrafíur eftir að hann lenti í slysi árið 2007. „Ég lærði á sínum tíma að búa til litógrafíur og það kemur mér til góða núna af því að ég get ekki málað lengur. Ég hef verið að vinna að þessu síðan 2013 þegar ég fékk hjálp góðra manna, svona dags daglega þar sem ég með aðstöðu að Droplaugarstöðum. Þetta er svona eins og lítil vinnustofa. Á sýningunni á Mokka er ég að sýna svona blandað úrval af þessu en þetta er bara lítil sýning.“Tryggvi Ólafsson myndlistarmaður.Tryggvi er þekktastur fyrir málverkin og hann segir að líkast til hafi þau verið orðin á þriðja þúsundið á sínum tíma. „Ég kannaði þetta árið 2000 þegar ég varð sextugur en þurfti svo að stoppa árið 2007 en þá gerði ég djöfulinn ekki neitt nema eitthvert fúsk þangað til ég komst aftur í gang og fór að gera litógrafíuna. Þetta er reyndar allt orðið stafrænt og breytt. Það er svo margt sem á að vera svo einfalt en er orðið af völdum tækninnar helmingi flóknara. Í dag getur maður ekki haft tvær rollur nema að maður eigi tölvu. Í gamla daga gat maður blandað liti í dós en núna þarf að blanda þetta allt öðruvísi. Prentarinn talar um númer en ekki liti en ef maður lítur til himins þá sér maður lit en ekki númer. Litirnir eru fyrir augun og þetta er sjónrænn miðill. En ég hef óskaplega gaman af því að geta fengið að vinna í friði. Það er mitt líf því ég hef verið að því síðan að ég var barn.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 29. apríl.
Menning Mest lesið Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Lífið Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Gagnrýni Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Tíska og hönnun Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Hefur grátið óteljandi tárum yfir missinum Lífið Tóku sögufrægt 340 fermetra einbýli við Bergstaðastræti í gegn Lífið Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Bíó og sjónvarp „Veganismi er hvergi skilgreindur sem fullkomnun eða ekkert“ Lífið Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm Lífið Mjög tilfinningaríkt að vera með kraftaverk í höndunum Lífið Fleiri fréttir Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira