Umfjöllun: Stjarnan - Grótta 29-25 | Stjarnan í úrslit fimmta árið í röð 30. apríl 2017 17:30 Helena Rut Örvarsdóttir skoraði sex mörk. vísir/eyþór Stjarnan er komin í úrslit um Íslandsmeistaratitilinn í handbolta kvenna fimmta árið í röð eftir 29-25 sigur á Gróttu í oddaleik í TM-höllinni í Garðabæ í dag. Stjarnan vann einvígið 3-2 og mætir Fram í úrslitum. Seltirningar hafa orðið Íslandsmeistarar undanfarin tvö ár en nú er ljóst að sigurgöngu þeirra er lokið. Stjarnan var miklu sterkari aðilinn í fyrri hálfleik, 16-7, og leiddi með níu mörkum að honum loknum. Sami munur var á liðunum, 21-12, þegar 22 mínútur voru til leiksloka. Þá hrökk Grótta, og þá aðallega Laufey Ásta Guðmundsdóttir, í gang. Hún skoraði þrjú mörk í röð og hóf magnaða endurkomu Gróttu sem náði tvívegis að minnka muninn í eitt mark. Nær komst liðið hins vegar ekki. Helena Rut Örvarsdóttir skoraði gríðarlega dýrmætt mark þegar hún kom Stjörnunni í 27-25 og fiskaði auk þess Þóreyju Önnu Ásgeirsdóttur af velli. Það reyndist of stór biti fyrir Gróttu að kyngja og Stjarnan vann á endanum fjögurra marka sigur, 29-25. Helena Rut og Rakel Dögg Bragadóttir skoruðu báðar sex mörk fyrir Stjörnuna en Laufey Ásta og Anna Úrsúla Guðmundsdóttir gerðu fimm hvor fyrir Gróttu.Mörk Stjörnunnar: Helena Rut Örvarsdóttir 6, Rakel Dögg Bragadóttir 6, Hanna G. Stefánsdóttir 5/2, Sólveig Lára Kjærnested 3, Elena Elísabet Birgisdóttir 3, Nataly Sæunn Valencia 2, Brynhildur Kjartansdóttir 2, Stefanía Theodórsdóttir 1, Aðalheiður Hreinsdóttir 1.Mörk Gróttu: Anna Úrsúla Guðmundsdóttir 5, Laufey Ásta Guðmundsdóttir 5, Lovísa Thompson 4, Þórey Anna Ásgeirsdóttir 4/1, Unnur Ómarsdóttir 3, Sunna María Einarsdóttir 2, Guðrún Þorláksdóttir 2.29-25 (Leik lokið): Þetta er búið! Stjarnan er á leið í úrslit fimmta árið í röð. Stjarnan mætir Fram í úrslitaeinvíginu.28-25 (59. mín): Aðalheiður Hreinsdóttir skorar og eykur muninn í þrjú mörk. Kári tekur leikhlé.27-25 (58. mín): Helena skorar og fiskar Þóreyju Önnu af velli. Grótta tapar svo boltanum.25-24 (56. mín): Laufey Ásta fer rosalega illa með Helenu og minnkar muninn aftur niður í tvö mörk.24-23 (53. mín): Soffía grýtir boltanum fram á Unni sem grípur og skorar! Frábært mark. Halldór Harri tekur leikhlé. Er Stjarnan að fara á taugum?24-22 (52. mín): Stjarnan tapar boltanum, Grótta fer upp, Lovísa leikur á Rakel og skorar. Munurinn bara tvö mörk.24-21 (49. mín): Guðrún Þorláksdóttir minnkar muninn í þrjú mörk. Seltirningar neita að gefast upp.22-18 (45. mín): Þórey Anna minnkar muninn í fjögur mörk. Þetta er orðið verulega áhugavert.21-16 (43. mín): Þrjú mörk í röð frá Laufeyju Ástu og munurinn fimm mörk! Halldór Harri tekur leikhlé.20-11 (37. mín): Helena ryðst í gegn og skorar með föstu skoti. Aftur níu marka munur.18-9 (35. mín): Hanna kemur Stjörnunni níu mörkum yfir. Kringlar sig inn úr hægra horninu og skorar á nærstöngina hjá Selmu sem á að gera miklu betur þarna.16-8 (seinni hálfleikur hafinn): Anna Úrsúla byrjar seinni hálfleikinn á því að skora yfir endilangan völlinn. Engin í marki hjá Stjörnunni.16-7 (fyrri hálfleik lokið): Ja, hérna hér. Rakel Dögg skorar beint úr aukakasti eftir að leiktíminn er liðinn. Sannarlega blaut tuska framan í andlit Seltirninga.15-6 (30. mín): Sólveig Lára fær brottvísun í lok fyrri hálfleiks. Lovísa nýtir það og minnkar muninn í átta mörk þegar fimm sekúndur eru eftir og Halldór Harri tekur leikhlé.13-5 (27. mín): Lovísa skorar fyrir Gróttu en þetta er of lítið. Það þarf miklu meira frá Seltirningum en fimm mörk á 27 mínútum.11-4 (21. mín): Stjörnukonur eru að rúlla hér yfir Gróttu. Kári tekur annað leikhlé og segir að það dugi ekki að vera bara á hálfum hraða, eins og Seltirningar virðast vera á. Sjáum hverju það skilar.6-2 (13. mín): Anna Úrsúla skorar og er sú eina sem hefur skorað fram hjá Heiðu. Sólveig Lára er fljót að svara hinum megin.5-1 (12. mín): Hanna Guðrún skorar í þetta skiptið og hinu megin er Heiða enn að verja allt sem kemur á markið. Ótrúleg frammistaða hjá henni.4-1 (10. mín): Hanna Guðrún kemst ein í gegn í hraðaupphlaupi en skýtur í stöngina. Enn er Heiða Ingólfsdóttir að verja eins og berserkur í marki Stjörnunnar. Rakel Dögg kemur svo Stjörnunni í 4-1 forystu og þá tekur Kári Garðarsson leikhlé.2-1 (7. mín): Anna Úrsúla kemur Gróttu á blað og jafnar metin. En Nataly Sæunn er fljót að svara fyrir Stjörnuna sem kemst yfir að nýju.1-0 (5. mín): Stefanía með skot í stöng fyrir Stjörnuna. Grótta fram í sókn en Rakel fiskar ruðning á Þóreyju. Grótta hefur ekki enn skorað í leiknum.1-0 (1. mín): Stjarnan komin yfir og það er Rakel Dögg sem skorar fyrsta mark leiksins. Áður hafði Anna Úrsúla skotið framhjá af línunni í fyrstu sókn Gróttu.Fyrir leik: Þetta hefur verið söguleg rimma þar sem að Gróttu var dæmd 10-0 sigur í öðrum leik liðanna, sem Stjarnan vann. Stjarnan notaði hins vegar ólöglegan leikmann í leiknum og var því dæmdur ósigur.Fyrir leik: Grótta vann fyrsta leikinn í þessari rimmu, 35-33, í Garðabænum. Svo kom kæruleikurinn, sem Stjarnan vann inni á vellinum, en svo komu tveir Stjörnusigrar í röð. Síðasti leikur var æsispennandi en Stjarnan vann þá eins marks sigur, 21-20.Fyrir leik: Velkomin í beina lýsingu frá leik Stjörnunnar og Gróttu í Mýrinni. Þetta er oddaleikur liðanna í undanúrslitarimmu úrslitakeppninnar. Olís-deild kvenna Mest lesið Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ Körfubolti Elon Musk sagður vilja kaupa Liverpool Enski boltinn Slagsmál í æfingaleik hjá mótherjum Íslands á HM Handbolti Messi skrópaði í Hvíta húsið Fótbolti Í sárum eftir andlát ungs fótboltamanns Fótbolti Aron spilar ekki fyrr en í milliriðli Handbolti Í beinni: Arsenal - Newcastle | Stórleikur á Emirates Enski boltinn „Vonandi flyt ég heim til Grindavíkur áður en ég dey“ Körfubolti Mo Salah skýtur á Carragher Enski boltinn Lech Poznan að kaupa Gísla: Mættur í læknisskoðun Fótbolti Fleiri fréttir Meiðslin sett strik í undirbúning Slagsmál í æfingaleik hjá mótherjum Íslands á HM Frábærar fréttir fyrir Frakka Aron spilar ekki fyrr en í milliriðli Júlíus Þórir sannaði sig í starfinu „Get skilið að þetta komi mörgum spánskt fyrir sjónir“ ÍR byrjar nýja árið með besta hætti Alfreð Gísla: „Hljómar kannski hrokafullt en svona er þetta“ Mun aldrei hitta neinn sem byggir upp lið eins og Þórir Tognun í rassi en Elvar telur HM ekki í hættu Díana Dögg öflug í sigri Uppgjörið: Stjarnan - Haukar 29-32 | Hafnfirðingar byrja árið af krafti Nýtt ár en áfram vinna Valskonur „Þetta eru gríðarlegar framfarir“ „Við eigum okkur allir drauma“ Sagt að deyja eftir að Ísland komst ekki í undanúrslit Árásin í Magdeburg: „Snertir djúpt hvað þetta var nálægt manni“ „Svakalega leiðinlegt fyrir bæði hann og okkur“ „Eiginlega bara þið sem hafið pumpað þetta upp“ Elvar og Aron taka ekki fullan þátt Sigurjón fær að læra af titlaóðum Palicka Tvöfalt sjokk fyrir Alfreð Ballið byrjar hjá strákunum okkar Alfreð setur Þýskaland og Ísland í sama flokk fyrir HM Strákarnir þurftu að sætta sig við silfur annað árið í röð Misjafnt gengi Íslendingaliðanna í Þýskalandi Sigvaldi markahæstur er Kolstad varð bikarmeistari Strákarnir komnir í úrslit Hafsteinn fer á HM Íslensku strákarnir komnir í undanúrslit Sjá meira
Stjarnan er komin í úrslit um Íslandsmeistaratitilinn í handbolta kvenna fimmta árið í röð eftir 29-25 sigur á Gróttu í oddaleik í TM-höllinni í Garðabæ í dag. Stjarnan vann einvígið 3-2 og mætir Fram í úrslitum. Seltirningar hafa orðið Íslandsmeistarar undanfarin tvö ár en nú er ljóst að sigurgöngu þeirra er lokið. Stjarnan var miklu sterkari aðilinn í fyrri hálfleik, 16-7, og leiddi með níu mörkum að honum loknum. Sami munur var á liðunum, 21-12, þegar 22 mínútur voru til leiksloka. Þá hrökk Grótta, og þá aðallega Laufey Ásta Guðmundsdóttir, í gang. Hún skoraði þrjú mörk í röð og hóf magnaða endurkomu Gróttu sem náði tvívegis að minnka muninn í eitt mark. Nær komst liðið hins vegar ekki. Helena Rut Örvarsdóttir skoraði gríðarlega dýrmætt mark þegar hún kom Stjörnunni í 27-25 og fiskaði auk þess Þóreyju Önnu Ásgeirsdóttur af velli. Það reyndist of stór biti fyrir Gróttu að kyngja og Stjarnan vann á endanum fjögurra marka sigur, 29-25. Helena Rut og Rakel Dögg Bragadóttir skoruðu báðar sex mörk fyrir Stjörnuna en Laufey Ásta og Anna Úrsúla Guðmundsdóttir gerðu fimm hvor fyrir Gróttu.Mörk Stjörnunnar: Helena Rut Örvarsdóttir 6, Rakel Dögg Bragadóttir 6, Hanna G. Stefánsdóttir 5/2, Sólveig Lára Kjærnested 3, Elena Elísabet Birgisdóttir 3, Nataly Sæunn Valencia 2, Brynhildur Kjartansdóttir 2, Stefanía Theodórsdóttir 1, Aðalheiður Hreinsdóttir 1.Mörk Gróttu: Anna Úrsúla Guðmundsdóttir 5, Laufey Ásta Guðmundsdóttir 5, Lovísa Thompson 4, Þórey Anna Ásgeirsdóttir 4/1, Unnur Ómarsdóttir 3, Sunna María Einarsdóttir 2, Guðrún Þorláksdóttir 2.29-25 (Leik lokið): Þetta er búið! Stjarnan er á leið í úrslit fimmta árið í röð. Stjarnan mætir Fram í úrslitaeinvíginu.28-25 (59. mín): Aðalheiður Hreinsdóttir skorar og eykur muninn í þrjú mörk. Kári tekur leikhlé.27-25 (58. mín): Helena skorar og fiskar Þóreyju Önnu af velli. Grótta tapar svo boltanum.25-24 (56. mín): Laufey Ásta fer rosalega illa með Helenu og minnkar muninn aftur niður í tvö mörk.24-23 (53. mín): Soffía grýtir boltanum fram á Unni sem grípur og skorar! Frábært mark. Halldór Harri tekur leikhlé. Er Stjarnan að fara á taugum?24-22 (52. mín): Stjarnan tapar boltanum, Grótta fer upp, Lovísa leikur á Rakel og skorar. Munurinn bara tvö mörk.24-21 (49. mín): Guðrún Þorláksdóttir minnkar muninn í þrjú mörk. Seltirningar neita að gefast upp.22-18 (45. mín): Þórey Anna minnkar muninn í fjögur mörk. Þetta er orðið verulega áhugavert.21-16 (43. mín): Þrjú mörk í röð frá Laufeyju Ástu og munurinn fimm mörk! Halldór Harri tekur leikhlé.20-11 (37. mín): Helena ryðst í gegn og skorar með föstu skoti. Aftur níu marka munur.18-9 (35. mín): Hanna kemur Stjörnunni níu mörkum yfir. Kringlar sig inn úr hægra horninu og skorar á nærstöngina hjá Selmu sem á að gera miklu betur þarna.16-8 (seinni hálfleikur hafinn): Anna Úrsúla byrjar seinni hálfleikinn á því að skora yfir endilangan völlinn. Engin í marki hjá Stjörnunni.16-7 (fyrri hálfleik lokið): Ja, hérna hér. Rakel Dögg skorar beint úr aukakasti eftir að leiktíminn er liðinn. Sannarlega blaut tuska framan í andlit Seltirninga.15-6 (30. mín): Sólveig Lára fær brottvísun í lok fyrri hálfleiks. Lovísa nýtir það og minnkar muninn í átta mörk þegar fimm sekúndur eru eftir og Halldór Harri tekur leikhlé.13-5 (27. mín): Lovísa skorar fyrir Gróttu en þetta er of lítið. Það þarf miklu meira frá Seltirningum en fimm mörk á 27 mínútum.11-4 (21. mín): Stjörnukonur eru að rúlla hér yfir Gróttu. Kári tekur annað leikhlé og segir að það dugi ekki að vera bara á hálfum hraða, eins og Seltirningar virðast vera á. Sjáum hverju það skilar.6-2 (13. mín): Anna Úrsúla skorar og er sú eina sem hefur skorað fram hjá Heiðu. Sólveig Lára er fljót að svara hinum megin.5-1 (12. mín): Hanna Guðrún skorar í þetta skiptið og hinu megin er Heiða enn að verja allt sem kemur á markið. Ótrúleg frammistaða hjá henni.4-1 (10. mín): Hanna Guðrún kemst ein í gegn í hraðaupphlaupi en skýtur í stöngina. Enn er Heiða Ingólfsdóttir að verja eins og berserkur í marki Stjörnunnar. Rakel Dögg kemur svo Stjörnunni í 4-1 forystu og þá tekur Kári Garðarsson leikhlé.2-1 (7. mín): Anna Úrsúla kemur Gróttu á blað og jafnar metin. En Nataly Sæunn er fljót að svara fyrir Stjörnuna sem kemst yfir að nýju.1-0 (5. mín): Stefanía með skot í stöng fyrir Stjörnuna. Grótta fram í sókn en Rakel fiskar ruðning á Þóreyju. Grótta hefur ekki enn skorað í leiknum.1-0 (1. mín): Stjarnan komin yfir og það er Rakel Dögg sem skorar fyrsta mark leiksins. Áður hafði Anna Úrsúla skotið framhjá af línunni í fyrstu sókn Gróttu.Fyrir leik: Þetta hefur verið söguleg rimma þar sem að Gróttu var dæmd 10-0 sigur í öðrum leik liðanna, sem Stjarnan vann. Stjarnan notaði hins vegar ólöglegan leikmann í leiknum og var því dæmdur ósigur.Fyrir leik: Grótta vann fyrsta leikinn í þessari rimmu, 35-33, í Garðabænum. Svo kom kæruleikurinn, sem Stjarnan vann inni á vellinum, en svo komu tveir Stjörnusigrar í röð. Síðasti leikur var æsispennandi en Stjarnan vann þá eins marks sigur, 21-20.Fyrir leik: Velkomin í beina lýsingu frá leik Stjörnunnar og Gróttu í Mýrinni. Þetta er oddaleikur liðanna í undanúrslitarimmu úrslitakeppninnar.
Olís-deild kvenna Mest lesið Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ Körfubolti Elon Musk sagður vilja kaupa Liverpool Enski boltinn Slagsmál í æfingaleik hjá mótherjum Íslands á HM Handbolti Messi skrópaði í Hvíta húsið Fótbolti Í sárum eftir andlát ungs fótboltamanns Fótbolti Aron spilar ekki fyrr en í milliriðli Handbolti Í beinni: Arsenal - Newcastle | Stórleikur á Emirates Enski boltinn „Vonandi flyt ég heim til Grindavíkur áður en ég dey“ Körfubolti Mo Salah skýtur á Carragher Enski boltinn Lech Poznan að kaupa Gísla: Mættur í læknisskoðun Fótbolti Fleiri fréttir Meiðslin sett strik í undirbúning Slagsmál í æfingaleik hjá mótherjum Íslands á HM Frábærar fréttir fyrir Frakka Aron spilar ekki fyrr en í milliriðli Júlíus Þórir sannaði sig í starfinu „Get skilið að þetta komi mörgum spánskt fyrir sjónir“ ÍR byrjar nýja árið með besta hætti Alfreð Gísla: „Hljómar kannski hrokafullt en svona er þetta“ Mun aldrei hitta neinn sem byggir upp lið eins og Þórir Tognun í rassi en Elvar telur HM ekki í hættu Díana Dögg öflug í sigri Uppgjörið: Stjarnan - Haukar 29-32 | Hafnfirðingar byrja árið af krafti Nýtt ár en áfram vinna Valskonur „Þetta eru gríðarlegar framfarir“ „Við eigum okkur allir drauma“ Sagt að deyja eftir að Ísland komst ekki í undanúrslit Árásin í Magdeburg: „Snertir djúpt hvað þetta var nálægt manni“ „Svakalega leiðinlegt fyrir bæði hann og okkur“ „Eiginlega bara þið sem hafið pumpað þetta upp“ Elvar og Aron taka ekki fullan þátt Sigurjón fær að læra af titlaóðum Palicka Tvöfalt sjokk fyrir Alfreð Ballið byrjar hjá strákunum okkar Alfreð setur Þýskaland og Ísland í sama flokk fyrir HM Strákarnir þurftu að sætta sig við silfur annað árið í röð Misjafnt gengi Íslendingaliðanna í Þýskalandi Sigvaldi markahæstur er Kolstad varð bikarmeistari Strákarnir komnir í úrslit Hafsteinn fer á HM Íslensku strákarnir komnir í undanúrslit Sjá meira