Ágætis kropp af urriða í þjóðgarðinum Karl Lúðvíksson skrifar 25. apríl 2017 09:00 Veiði hófst í landi þjóðgarðsins á Þingvöllum 20. apríl og það hefur verið heldur erfitt að standa við vatnið suma dagana vegna veðurs en það er þó einn og einn fiskur að koma á land. Veiðimenn dreifa sér oft ágætlega um svæðið en vinsælustu svæðin eru þó oft, sérstaklega á góðviðrisdögum um helgar, oft þétt setnir og það má reikna með því að það styttist í góða daga við vatnið út frá veðurfræðilegu sjónarhorni. Fiskurinn er til staðar og það eru sumir veiðimenn heppnari en aðrir þegar kemur að því að setja í þessa flottu stórfiska sem í vatninu sveima. Til að mynda var veiðimaður sem náði tveimur á land í fyrradag við Lambhaga, 58 sm og 82 sm og var þeim báðum sleppt. Á bak við góða veiði er þó oft mikil ástundun og það eru mörg köst á bak við þennan góða árangur. Það sem er að skila bestum árangri er að koma flugunni vel út og niður á gott dýpi og það sakar ekki að nota þungar flugur enda hafa svokallaðar "skull" flugur verið mjög gjöfular í vatninu en þær eru með þyngdum haus og sökkva hratt. Tökurnar geta verið ævintýralega sterkar og ekki er óalgengt að stærstu urriðarnir séu að spæna út langt niður á undirlínu og það má þess vegna nefna að það er lykilatriði af þessum sökum að vera með 100-150 metra hið minnsta af undirlínu fyrir urriðaveiði í Þingvallavatni. Það fer nú hægt og rólega að hlýna og næstu 2-3 vikur geta oft verið góðar til urriðaleitar við bakkana í þjóðgarðinum en eftir það kemur yfirlleitt dauður tími þangað til vatnið hlýnar og bleikjan mætir upp á grynnra vatn. Mest lesið Gott skot í Kjósinni Veiði Hálendisveiðin gengur vel Veiði Gunnar Bender með nýjan veiðiþátt Veiði Fjórir á land við opnun Selár Veiði Nokkrar lokatölur og orð um aflabrest í hafbeitinni Veiði Rjúpnakvöld hjá Skotvís 24. október Veiði Minnkandi laxgengd kemur fram í meðafla skipa Veiði Víðidalsá komin í 25 laxa og áinn í góðu vatni Veiði Fyrsta rjúpnahelgin að baki Veiði Flottar bleikjur úr Kleifarvatni Veiði
Veiði hófst í landi þjóðgarðsins á Þingvöllum 20. apríl og það hefur verið heldur erfitt að standa við vatnið suma dagana vegna veðurs en það er þó einn og einn fiskur að koma á land. Veiðimenn dreifa sér oft ágætlega um svæðið en vinsælustu svæðin eru þó oft, sérstaklega á góðviðrisdögum um helgar, oft þétt setnir og það má reikna með því að það styttist í góða daga við vatnið út frá veðurfræðilegu sjónarhorni. Fiskurinn er til staðar og það eru sumir veiðimenn heppnari en aðrir þegar kemur að því að setja í þessa flottu stórfiska sem í vatninu sveima. Til að mynda var veiðimaður sem náði tveimur á land í fyrradag við Lambhaga, 58 sm og 82 sm og var þeim báðum sleppt. Á bak við góða veiði er þó oft mikil ástundun og það eru mörg köst á bak við þennan góða árangur. Það sem er að skila bestum árangri er að koma flugunni vel út og niður á gott dýpi og það sakar ekki að nota þungar flugur enda hafa svokallaðar "skull" flugur verið mjög gjöfular í vatninu en þær eru með þyngdum haus og sökkva hratt. Tökurnar geta verið ævintýralega sterkar og ekki er óalgengt að stærstu urriðarnir séu að spæna út langt niður á undirlínu og það má þess vegna nefna að það er lykilatriði af þessum sökum að vera með 100-150 metra hið minnsta af undirlínu fyrir urriðaveiði í Þingvallavatni. Það fer nú hægt og rólega að hlýna og næstu 2-3 vikur geta oft verið góðar til urriðaleitar við bakkana í þjóðgarðinum en eftir það kemur yfirlleitt dauður tími þangað til vatnið hlýnar og bleikjan mætir upp á grynnra vatn.
Mest lesið Gott skot í Kjósinni Veiði Hálendisveiðin gengur vel Veiði Gunnar Bender með nýjan veiðiþátt Veiði Fjórir á land við opnun Selár Veiði Nokkrar lokatölur og orð um aflabrest í hafbeitinni Veiði Rjúpnakvöld hjá Skotvís 24. október Veiði Minnkandi laxgengd kemur fram í meðafla skipa Veiði Víðidalsá komin í 25 laxa og áinn í góðu vatni Veiði Fyrsta rjúpnahelgin að baki Veiði Flottar bleikjur úr Kleifarvatni Veiði