Einn besti kylfingur heims, Rory McIlroy, gekk í það heilaga um helgina. Hann giftist þá Ericu Stoll sem er fyrrum starfsmaður hjá PGA.
Brúðkaupið var allt hið glæsilegasta og er sagt hafa kostað í kringum 120 milljónir króna. Það fór fram í hinum fallega Ashford kastala á Írlandi.
Það vantaði ekki stjörnurnar í brúðkaupið en á meðal gesta voru Ryan Giggs, Sergio Garcia, Ed Sheeran, Chris Martin úr Coldplay og One Direction söngvarinn Niall Horan. Um 200 gestir voru í veislunni.
Enginn annar en Stevie Wonder sá um tónlistina lungann úr veislunni og Ed Sheeran steig einnig á stokk og tók lagið fyrir brúðhjónin.
