Valdís Þóra Jónsdóttir lauk leik á Estrella Damm Mediterrean Ladies Open mótinu í golfi á tveimur höggum yfir pari en þrefaldur skolli á annarri braut kostaði hana að lokum.
Valdís lék fyrsta hringinn á mótinu frábærlega og komst örugglega í gegnum niðurskurðinn en spilamennska gærdagsins þýddi að hún var á parinu fyrir lokahringinn í morgun.
Fékk hún tvo fugla á fyrstu fimm holunum en þrefaldur skolli á stuttri annarri braut þýddi að hún var á einu höggi yfir pari en hún lauk fyrri níu á tveimur höggum yfir pari eftir skolla á áttundu holu.
Annar skolli á tíundu braut þýddi að hún var komin aftur á þrjú högg yfir parið á deginum og á mótinu en fugl á fjórtándu braut kom henni aftur á tvö högg yfir parið og lauk hún leik á 73 höggum á deginum og alls 286 höggum á mótinu.
Þegar þetta er skrifað deilir Valdís 52. sæti ásamt átta öðrum kylfingum en mótið er hluti af LET-mótaröðinni, Evrópumótaröð kvenna í golfi sem er næst sterkasta atvinnumannamótaröð heimsins.
Valdís lauk leik á tveimur yfir pari
Kristinn Páll Teitsson skrifar

Mest lesið


Þeir bestu (1. sæti): Afrekaði allt
Íslenski boltinn

Fyrrum leikmaður Liverpool að ganga í raðir Stjörnunnar
Íslenski boltinn



Uppgjörið: Breiðablik - ÍA 1-4 | Skagamenn völtuðu yfir Blika
Íslenski boltinn

Þeir bestu (2. sæti): Hæglæti en heljarinnar ferill
Íslenski boltinn

Enginn labbaði meira en verðandi leikmaður Man United
Enski boltinn


Uppgjörið: Fram - KA 1-2 | Færeyingurinn hetjan í Úlfarsárdal
Íslenski boltinn