Í könnun á vegum the Reading Agency sögðu 67 prósent þeirra 2000 aðspurðra að þau væru til í að lesa meira en þau gerðu. Um helmingur sagðist hins vegar vera of upptekinn til þess.
Ef marka má niðurstöðurnar víla 40 prósent okkar ekki fyrir sér að ljúga til um hvaða bækur við höfum lesið og er ástandið enn verra meðal ungs fólks. Næstum 2 af hverjum 3 í aldurshópnum 18 til 24 ljúga um lestarvenjur sínar.
Og þetta eru bækurnar sem flestir segjast hafa lesið - en hafa ekki gert.
- James Bond-bækurnar, Ian Fleming
- Hringadróttinssaga, J.R.R. Tolkien
- Narníubálkurinn, C. S. Lewis
- Da Vinci-lykilinn, Dan Brown
- Hungurleikarnir, Suzanne Collins
- Trainspotting, Irvine Welsh
- Galdrakallinn í Oz, Frank Baum
- Dagbók Bridget Jones, Helen Fielding
- Karlar sem hata konur, Stieg Larsson
- Guðfaðirinn, Mario Puzo
- Gaukshreiðrið, Ken Kesey
- Gone Girl, Gillian Flynn
- Flugdrekahlauparinn, Khaled Hosseini