Sigur Rós tekur yfir Hörpu og heldur ferna tónleika Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 8. maí 2017 14:08 Sigur Rós á tónleikum. Vísir/Getty Hljómsveitin Sigur Rós mun taka yfir Hörpu á milli jóla og nýárs og koma fram á fernum tónleikum í Eldborg. Tónleikarnir verða haldnir dagana 27., 28., 29. og 30. desember en auk þess mun hljómsveitin standa fyrir ýmsum tónlistarviðburðum, innsetningum, dansi, kvikmyndasýningum og óvæntum uppákomum vina og samverkafólks Sigur Rósar í gegnum tíðina í öllum mögulegum og ómögulegum plássum sem finna má í Hörpu, að því er segir í tilkynningu frá hljómsveitinni.Tónleikar Sigur Rósar í Eldborgarsal Hörpu verða þeir síðustu á átján mánaða tónleikaferðalagi hljómsveitarinnar um heiminn sem hófst um mitt síðasta ár. Þá verða liðin fimm ár síðan hljómsveitin kom fram á Íslandi. Nánari upplýsingar má nálgast á nordurognidur.is. Fjölmargir Íslendingar sáu Sigur Rós á tónleikum í Walt Disney tónlistarhöllinni í Los Angeles á dögunum þar sem sveitin spilaði með Fílharmóníusveit Los Angeles. Tónleikarnir þóttu takast mjög vel en þeir voru hluti af Reykjavík Music Festival sem fram fór í borginni og fjölmargir íslenskir listamenn tóku þátt í. Upptöku frá tónleikunum má sjá hér að neðan. Tónlist Mest lesið Ekki mikið að gera í bransanum eftir líkamsárásina Lífið Brunar um á tugmilljón króna glæsibifreið Lífið Ekki smart að amman skipti sér af getnaðinum Lífið Að Illuminati stjórni öllu milli himins og jarðar Lífið Sigga Heimis keypti einbýli í Skerjafirði Lífið Sigga Beinteins selur „eðalvagninn“ Lífið „Ég fæ það bara um leið og ég set hann inn“ Lífið Frumsýning: Ólafur Darri og Hera Hilmar í glænýrri seríu Bíó og sjónvarp Þessi lönd komust áfram í úrslit Lífið Tekur nú eftir því hversu margir hafa farið í hárígræðslu Lífið Fleiri fréttir „Maður er í elífu straffi sem tónlistarmaður, getur ekki gert neitt annað“ Óhræddir við raunverulegar tilfinningar Kaleo með tónleika á Íslandi í fyrsta sinn í áratug Davíð í Kaleo bjó til flöskutrommusett Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Elti ástina til Íslands „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Sjá meira
Hljómsveitin Sigur Rós mun taka yfir Hörpu á milli jóla og nýárs og koma fram á fernum tónleikum í Eldborg. Tónleikarnir verða haldnir dagana 27., 28., 29. og 30. desember en auk þess mun hljómsveitin standa fyrir ýmsum tónlistarviðburðum, innsetningum, dansi, kvikmyndasýningum og óvæntum uppákomum vina og samverkafólks Sigur Rósar í gegnum tíðina í öllum mögulegum og ómögulegum plássum sem finna má í Hörpu, að því er segir í tilkynningu frá hljómsveitinni.Tónleikar Sigur Rósar í Eldborgarsal Hörpu verða þeir síðustu á átján mánaða tónleikaferðalagi hljómsveitarinnar um heiminn sem hófst um mitt síðasta ár. Þá verða liðin fimm ár síðan hljómsveitin kom fram á Íslandi. Nánari upplýsingar má nálgast á nordurognidur.is. Fjölmargir Íslendingar sáu Sigur Rós á tónleikum í Walt Disney tónlistarhöllinni í Los Angeles á dögunum þar sem sveitin spilaði með Fílharmóníusveit Los Angeles. Tónleikarnir þóttu takast mjög vel en þeir voru hluti af Reykjavík Music Festival sem fram fór í borginni og fjölmargir íslenskir listamenn tóku þátt í. Upptöku frá tónleikunum má sjá hér að neðan.
Tónlist Mest lesið Ekki mikið að gera í bransanum eftir líkamsárásina Lífið Brunar um á tugmilljón króna glæsibifreið Lífið Ekki smart að amman skipti sér af getnaðinum Lífið Að Illuminati stjórni öllu milli himins og jarðar Lífið Sigga Heimis keypti einbýli í Skerjafirði Lífið Sigga Beinteins selur „eðalvagninn“ Lífið „Ég fæ það bara um leið og ég set hann inn“ Lífið Frumsýning: Ólafur Darri og Hera Hilmar í glænýrri seríu Bíó og sjónvarp Þessi lönd komust áfram í úrslit Lífið Tekur nú eftir því hversu margir hafa farið í hárígræðslu Lífið Fleiri fréttir „Maður er í elífu straffi sem tónlistarmaður, getur ekki gert neitt annað“ Óhræddir við raunverulegar tilfinningar Kaleo með tónleika á Íslandi í fyrsta sinn í áratug Davíð í Kaleo bjó til flöskutrommusett Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Elti ástina til Íslands „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Sjá meira