Laus veiðileyfi í Elliðaárnar á vefsölu SVFR Karl Lúðvíksson skrifar 8. maí 2017 12:00 Veitt á Breiðunni í Elliðaánum Mynd: KL Elliðaárnar eru líklega ein af vinsælustu veiðiám landsins og skal engan undra því hvert það mannsbarn sem hefur komið í höfuðborgina hefur séð árnar og vafalaust allir veiðimenn hafa heyrt af þeim. Stangaveiðifélag Reykjavíkur hefur árnar innan sinn banda og hefur úthlutun veiðileyfa síðustu ár verið á þann veg að það er tölva sem dregur úr umsóknum félagsmanna um veiðileyfi fyrir hvert sumar og það er alveg ljóst í þeirri úthlutun að færri komast að en vilja. Það er þess vegna afskaplega skrítið að sjá laus veiðileyfi í Elliðaárnar inná vefsölunni hjá SVFR og líklega er skýringin sú að mesti umferðarþunginn á umsóknum fyrir sumarið var ekki á þessa daga sem eru lausir. Það er samt skrítið að sjá 14. ágúst lausann og það leyfi sem gildir fyrir hádegi en það er að öllu jöfnu mjög eftirsóttur tími enda er þá fiskur upp um alla á og efri svæðin sérstaklega lífleg. Það má svo finna lausa daga frá miðjum ágúst og til loka tímabilsins í september. Hálfur dagur leggst á 15.200 kr sem er líklega með ódýrasta laxveiðileyfi sem finnst miðað við veiðivon en veitt er á hálfum dögum. Úthlutun til félagsmanna er lokið svo núna geta allir verslað sér þessi leyfi. Mest lesið Zeldan er einföld en gjöful fluga Veiði Fyrstu laxarnir mættir í Tungufljótið Veiði Langá á Mýrum fer yfir 1000 laxa fyrir helgi Veiði Fluguhnýtingarkeppni í tilefni 75 ára afmælis Veiðimannsins Veiði Nýjar vikutölur úr laxveiðiánum Veiði Fín veðurspá fyrir vatnaveiðina um helgina Veiði Vann kappræður um seiðasleppingar og ræktun laxveiðiáa Veiði Síðasta Fræðslukvöld SVFR í vetur á fimmtudaginn Veiði 22 punda lax úr Þverá í Borgarfirði Veiði Forúthlutun hafin hjá SVFR Veiði
Elliðaárnar eru líklega ein af vinsælustu veiðiám landsins og skal engan undra því hvert það mannsbarn sem hefur komið í höfuðborgina hefur séð árnar og vafalaust allir veiðimenn hafa heyrt af þeim. Stangaveiðifélag Reykjavíkur hefur árnar innan sinn banda og hefur úthlutun veiðileyfa síðustu ár verið á þann veg að það er tölva sem dregur úr umsóknum félagsmanna um veiðileyfi fyrir hvert sumar og það er alveg ljóst í þeirri úthlutun að færri komast að en vilja. Það er þess vegna afskaplega skrítið að sjá laus veiðileyfi í Elliðaárnar inná vefsölunni hjá SVFR og líklega er skýringin sú að mesti umferðarþunginn á umsóknum fyrir sumarið var ekki á þessa daga sem eru lausir. Það er samt skrítið að sjá 14. ágúst lausann og það leyfi sem gildir fyrir hádegi en það er að öllu jöfnu mjög eftirsóttur tími enda er þá fiskur upp um alla á og efri svæðin sérstaklega lífleg. Það má svo finna lausa daga frá miðjum ágúst og til loka tímabilsins í september. Hálfur dagur leggst á 15.200 kr sem er líklega með ódýrasta laxveiðileyfi sem finnst miðað við veiðivon en veitt er á hálfum dögum. Úthlutun til félagsmanna er lokið svo núna geta allir verslað sér þessi leyfi.
Mest lesið Zeldan er einföld en gjöful fluga Veiði Fyrstu laxarnir mættir í Tungufljótið Veiði Langá á Mýrum fer yfir 1000 laxa fyrir helgi Veiði Fluguhnýtingarkeppni í tilefni 75 ára afmælis Veiðimannsins Veiði Nýjar vikutölur úr laxveiðiánum Veiði Fín veðurspá fyrir vatnaveiðina um helgina Veiði Vann kappræður um seiðasleppingar og ræktun laxveiðiáa Veiði Síðasta Fræðslukvöld SVFR í vetur á fimmtudaginn Veiði 22 punda lax úr Þverá í Borgarfirði Veiði Forúthlutun hafin hjá SVFR Veiði