Hlustaðu á nýju plötuna hans Ásgeirs Trausta Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 5. maí 2017 10:30 Nýja platan heitir Afterglow. Önnur sólóplata tónlistarmannsins Ásgeirs Trausta Einarssonar, sem kallar sig Ásgeir, kom út í dag á heimsvísu en platan heitir Afterglow. Platan stökk beint í fyrsta sæti á iTunes Alternative listanum í Ástralíu og vermir þriðja sætið á iTunes Main. Þá situr hún á topp 10 listanum á iTunes Alternative í 18 löndum. Tónleikaferð Ásgeirs hefst um helgina í Árósum og Kaupmannahöfn og þá mun hann jafnframt spila í Bataclan í París síðar á árinu. Fyrsta plata Ásgeirs, Dýrð í dauðaþögn, kom út árið 2012 og sló rækilega í gegn. Ári síðar kom hún út á ensku og hét þá In the Silence en í kjölfarið fór Ásgeir á tónleikaferð um allan heim. Líkt og á fyrstu plötu sinni vinnur Ásgeir með föður sínum Einari Georgi Einarssyni sem á heiðurinn að nokkrum textum á plötunni en að auki komu þeir Þorsteinn Einarsson og Júlíus Aðalsteinn Róbertsson að textagerðinni. Þá vann upptökustjórinn Guðmundur Kristinn Jónsson náið með Ásgeiri að gerð plötunnar.Hlusta má á nýju plötuna á Spotify og þá má hlusta á titillag plötunnar í spilaranum hér fyrir neðan. Mest lesið Var mjög heit fyrir lýtalækninum Lífið Eiður Smári og Halla Vilhjálms í skíðaævintýri Lífið „Samband okkar hefur alltaf verið flókið“ Lífið Sturla elti Tinder-ástina til paradísarstrandar í Mexíkó Lífið Ævintýrapar selur fallega fyrstu eign Lífið Stórmyndir í útrýmingarhættu Lífið Eiginmaður Dolly Parton er látinn Lífið Hefndi kossins með kossi Lífið Flytur ekki inn í lúxusíbúðina Lífið Sýnir vonandi öðrum konum að lífið er ekki búið eftir þrítugt Lífið Fleiri fréttir Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi „Frelsi til að gera allt sem þig langar til“ Þessi eru tilnefnd til Íslensku tónlistarverðlaunanna Bein útsending: Tilnefningar til Íslensku tónlistarverðlaunanna Draumurinn rættist að syngja með Bubba Gekk 20 metra á 35 mínútum í tíu gráðu frosti The Smashing Pumpkins til Íslands Þau fóru áfram í úrslit söngvakeppninnar Sjá meira
Önnur sólóplata tónlistarmannsins Ásgeirs Trausta Einarssonar, sem kallar sig Ásgeir, kom út í dag á heimsvísu en platan heitir Afterglow. Platan stökk beint í fyrsta sæti á iTunes Alternative listanum í Ástralíu og vermir þriðja sætið á iTunes Main. Þá situr hún á topp 10 listanum á iTunes Alternative í 18 löndum. Tónleikaferð Ásgeirs hefst um helgina í Árósum og Kaupmannahöfn og þá mun hann jafnframt spila í Bataclan í París síðar á árinu. Fyrsta plata Ásgeirs, Dýrð í dauðaþögn, kom út árið 2012 og sló rækilega í gegn. Ári síðar kom hún út á ensku og hét þá In the Silence en í kjölfarið fór Ásgeir á tónleikaferð um allan heim. Líkt og á fyrstu plötu sinni vinnur Ásgeir með föður sínum Einari Georgi Einarssyni sem á heiðurinn að nokkrum textum á plötunni en að auki komu þeir Þorsteinn Einarsson og Júlíus Aðalsteinn Róbertsson að textagerðinni. Þá vann upptökustjórinn Guðmundur Kristinn Jónsson náið með Ásgeiri að gerð plötunnar.Hlusta má á nýju plötuna á Spotify og þá má hlusta á titillag plötunnar í spilaranum hér fyrir neðan.
Mest lesið Var mjög heit fyrir lýtalækninum Lífið Eiður Smári og Halla Vilhjálms í skíðaævintýri Lífið „Samband okkar hefur alltaf verið flókið“ Lífið Sturla elti Tinder-ástina til paradísarstrandar í Mexíkó Lífið Ævintýrapar selur fallega fyrstu eign Lífið Stórmyndir í útrýmingarhættu Lífið Eiginmaður Dolly Parton er látinn Lífið Hefndi kossins með kossi Lífið Flytur ekki inn í lúxusíbúðina Lífið Sýnir vonandi öðrum konum að lífið er ekki búið eftir þrítugt Lífið Fleiri fréttir Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi „Frelsi til að gera allt sem þig langar til“ Þessi eru tilnefnd til Íslensku tónlistarverðlaunanna Bein útsending: Tilnefningar til Íslensku tónlistarverðlaunanna Draumurinn rættist að syngja með Bubba Gekk 20 metra á 35 mínútum í tíu gráðu frosti The Smashing Pumpkins til Íslands Þau fóru áfram í úrslit söngvakeppninnar Sjá meira