Draumur Valsmanna sem dó kostaði tólf milljónir: „Við vorum rændir“ Tómas Þór Þórðarson skrifar 2. maí 2017 17:00 Óskar Bjarni Óskarsson, þjálfari Vals, segir Valsmenn hafa verið rænda. vísir/ernir „Ég þori eiginlega að fullyrða að það var eitthvað á bakvið þetta,“ segir Óskar Bjarni Óskarsson, þjálfari karlaliðs Vals í handbolta, um dómgæsluna í Evrópuleiknum umtalaða á móti Turda frá Rúmeníu um síðastliðna helgi. Eins og frægt er orðið tapaði Valur, 32-23, og einvíginu samanlagt, 54-53, en dómgæslan í leiknum var til háborinnar skammar og augljóst að dómaratríóið var ekki heiðarlegt í sínum aðgerðum. Óskar Bjarni ræddi þessa ömurlegu upplifun í Bítinu á Bygljunni í morgun. Hann segir ekki bara dómarana hafa verið langt frá því að sinna sínu starfi með sóma.Sjá einnig:Leikmönnum, þjálfurum og öllum aðstandendum Vals var gróflega misboðið „Mér fannst sá sem var að fylgjast með dómurunum ekkert vera að hjálpa okkur og sjá til þess að umgjörðin væri í lagi og annað. Við áttum ekki okkar besta leik en það þurfti ekki að bæta þessu við,“ segir Óskar Bjarni, en hvernig leið strákunum eftir leikinn?„Strákarnir vissu ekki alveg hvernig þeir áttu að vera. Það kemur ákveðið sorgarferli getur maður sagt hjá leikmönnum og þjálfurum þegar að þeir tapa leik. Það kemur ákveðin þjáning og manni líður illa. Það er hluti af því að vera í þessu.“ Hlynur Morthens, markvörður Valsmanna, var eðlilega sár og svekktur að missa af gullnu tækifæri að spila úrslitaeinvígi í Evrópukeppni. Hann ritaði tilfinningaþrunginn pistil á Facebook-síðu sína þar sem hann fullyrti að þjálfari Turda viðurkenndi mútur til dómaranna. „Leikmönnunum vissi ekki hvernig þeim leið. Þeim var bara óglatt. Hlynur Morthens er 42 ára gamall. Á hann einhvern tíma eftir að vera í þessari stöðu aftur? Eru íslensk lið oft í undanúrslitum?“ segir Óskar Bjarni. „Í handboltanum fáum við ekki 30 milljónir fyrir að komast í næstu umferð eins og í fótboltanum. Félagið og leikmenn safna fyrir þessu. Við borgum um það bil þrjár milljónir fyrir hverja umferð þannig við lögðum í þetta um tólf milljónir. Við vorum rændir,“ segir Óskar Bjarni Óskarsson. Allt viðtalið má heyra í spilaranum hér að neðan. Íslenski handboltinn Tengdar fréttir Valsmenn úr leik eftir dómarafarsa í Rúmeníu Valur leikur ekki til úrslita í Áskorendabikar Evrópu. Þetta var ljóst eftir níu marka tap, 32-23, fyrir Potaissa Turda í seinni leik liðanna í undanúrslitum í Rúmeníu í dag. 30. apríl 2017 16:30 Helsárir Valsmenn vilja kæra úrslitin í Rúmeníu Valur er úr leik í Áskorendakeppni Evrópu eftir tap fyrir rúmenska liðinu Potaissa Turda í síðari leik liðanna ytra í gær, 32-23. Valur vann fyrri leikinn með átta marka mun en tapaði einvíginu með eins marks mun. 1. maí 2017 07:00 Logi um dómgæsluna: Aldrei séð annað eins Valur stendur í ströngu gegn Potaissa Turda í Áskorendakeppnin Evrópu. 30. apríl 2017 15:47 Valsmenn íhuga kæru: „Dómararnir voru keyptir“ Valur hyggst kæra framkvæmd leiksins gegn Potaissa Turda í undanúrslitum Áskorendabikars Evrópu. Þetta staðfesti Óskar Bjarni Óskarsson, annar þjálfara Vals, í samtali við Vísi eftir leikinn í Rúmeníu í dag. 30. apríl 2017 19:39 Mest lesið Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Fótbolti Fimmtugur og fúlskeggjaður Svíi stal senunni á HM Sport Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Handbolti Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Enski boltinn Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Álftanes - Tindastóll 78-137 | Metin slegin í stórsigri Stólanna Körfubolti Dýrmætur tími með börnunum áður en alvaran tekur við Fótbolti Algjörir yfirburðir Noregs halda áfram Handbolti „Held að ég gæti ekki hætt í fótbolta“ Enski boltinn Dagskráin í dag: Salah, Doc Zone og auðveld bráð Arsenal Sport Fleiri fréttir Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Algjörir yfirburðir Noregs halda áfram Langri þrautagöngu Þýskalands lokið Boða uppsagnir hjá Íslendingaliðinu Rúnar snýr aftur í þýsku úrvalsdeildina „Þetta var afleitt, ég segi bara afsakið“ „Má ekki gleyma kónginum á Akureyri“ Haukur í ham gegn sveinum Guðjóns Vals Framarar hefndu loks með stórsigri KA - Afturelding 22-28 | Öruggt hjá gestunum á Akureyri Gísli meiddist en fór aftur inn á völlinn: „Þurfti að tala læknana svolítið til“ Orri með þrjú mörk er Sporting sendi skýr skilaboð Danir úr leik á HM Taphrina HK á enda eftir dramatískar lokasekúndur Tíu íslensk mörk er Magdeburg vann Melsungen Haukar jafna Val að stigum á toppi deildarinnar FH sótti sigur í greipar ÍBV og Valur vann spennutrylli Benedikt með fjögur mörk í öruggum sigri Holland áfram í undanúrslit og mætir Noregi Norska landsliðið flaug áfram í undanúrslit Stórleikur Birgis Steins í sex marka sigri Fjögur mörk Elvars dugðu skammt í þungu tapi Þýska stálið flaug áfram í undanúrslit Toppkonur Íslands á HM í handbolta 2025 Kom færandi hendi eftir að hafa skotið ljósmyndarann niður Stjörnur Kolstad þurfa að taka á sig launalækkun Átta liða úrslitin á HM klár Ótrúlegir yfirburðir Noregs og Danir enduðu líka á toppnum Ýmir lenti í íslensku hakkavélinni og enn bíður Blær Skýrsla Ágústs: Ekki lengur reynslulausar Sjá meira
„Ég þori eiginlega að fullyrða að það var eitthvað á bakvið þetta,“ segir Óskar Bjarni Óskarsson, þjálfari karlaliðs Vals í handbolta, um dómgæsluna í Evrópuleiknum umtalaða á móti Turda frá Rúmeníu um síðastliðna helgi. Eins og frægt er orðið tapaði Valur, 32-23, og einvíginu samanlagt, 54-53, en dómgæslan í leiknum var til háborinnar skammar og augljóst að dómaratríóið var ekki heiðarlegt í sínum aðgerðum. Óskar Bjarni ræddi þessa ömurlegu upplifun í Bítinu á Bygljunni í morgun. Hann segir ekki bara dómarana hafa verið langt frá því að sinna sínu starfi með sóma.Sjá einnig:Leikmönnum, þjálfurum og öllum aðstandendum Vals var gróflega misboðið „Mér fannst sá sem var að fylgjast með dómurunum ekkert vera að hjálpa okkur og sjá til þess að umgjörðin væri í lagi og annað. Við áttum ekki okkar besta leik en það þurfti ekki að bæta þessu við,“ segir Óskar Bjarni, en hvernig leið strákunum eftir leikinn?„Strákarnir vissu ekki alveg hvernig þeir áttu að vera. Það kemur ákveðið sorgarferli getur maður sagt hjá leikmönnum og þjálfurum þegar að þeir tapa leik. Það kemur ákveðin þjáning og manni líður illa. Það er hluti af því að vera í þessu.“ Hlynur Morthens, markvörður Valsmanna, var eðlilega sár og svekktur að missa af gullnu tækifæri að spila úrslitaeinvígi í Evrópukeppni. Hann ritaði tilfinningaþrunginn pistil á Facebook-síðu sína þar sem hann fullyrti að þjálfari Turda viðurkenndi mútur til dómaranna. „Leikmönnunum vissi ekki hvernig þeim leið. Þeim var bara óglatt. Hlynur Morthens er 42 ára gamall. Á hann einhvern tíma eftir að vera í þessari stöðu aftur? Eru íslensk lið oft í undanúrslitum?“ segir Óskar Bjarni. „Í handboltanum fáum við ekki 30 milljónir fyrir að komast í næstu umferð eins og í fótboltanum. Félagið og leikmenn safna fyrir þessu. Við borgum um það bil þrjár milljónir fyrir hverja umferð þannig við lögðum í þetta um tólf milljónir. Við vorum rændir,“ segir Óskar Bjarni Óskarsson. Allt viðtalið má heyra í spilaranum hér að neðan.
Íslenski handboltinn Tengdar fréttir Valsmenn úr leik eftir dómarafarsa í Rúmeníu Valur leikur ekki til úrslita í Áskorendabikar Evrópu. Þetta var ljóst eftir níu marka tap, 32-23, fyrir Potaissa Turda í seinni leik liðanna í undanúrslitum í Rúmeníu í dag. 30. apríl 2017 16:30 Helsárir Valsmenn vilja kæra úrslitin í Rúmeníu Valur er úr leik í Áskorendakeppni Evrópu eftir tap fyrir rúmenska liðinu Potaissa Turda í síðari leik liðanna ytra í gær, 32-23. Valur vann fyrri leikinn með átta marka mun en tapaði einvíginu með eins marks mun. 1. maí 2017 07:00 Logi um dómgæsluna: Aldrei séð annað eins Valur stendur í ströngu gegn Potaissa Turda í Áskorendakeppnin Evrópu. 30. apríl 2017 15:47 Valsmenn íhuga kæru: „Dómararnir voru keyptir“ Valur hyggst kæra framkvæmd leiksins gegn Potaissa Turda í undanúrslitum Áskorendabikars Evrópu. Þetta staðfesti Óskar Bjarni Óskarsson, annar þjálfara Vals, í samtali við Vísi eftir leikinn í Rúmeníu í dag. 30. apríl 2017 19:39 Mest lesið Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Fótbolti Fimmtugur og fúlskeggjaður Svíi stal senunni á HM Sport Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Handbolti Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Enski boltinn Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Álftanes - Tindastóll 78-137 | Metin slegin í stórsigri Stólanna Körfubolti Dýrmætur tími með börnunum áður en alvaran tekur við Fótbolti Algjörir yfirburðir Noregs halda áfram Handbolti „Held að ég gæti ekki hætt í fótbolta“ Enski boltinn Dagskráin í dag: Salah, Doc Zone og auðveld bráð Arsenal Sport Fleiri fréttir Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Algjörir yfirburðir Noregs halda áfram Langri þrautagöngu Þýskalands lokið Boða uppsagnir hjá Íslendingaliðinu Rúnar snýr aftur í þýsku úrvalsdeildina „Þetta var afleitt, ég segi bara afsakið“ „Má ekki gleyma kónginum á Akureyri“ Haukur í ham gegn sveinum Guðjóns Vals Framarar hefndu loks með stórsigri KA - Afturelding 22-28 | Öruggt hjá gestunum á Akureyri Gísli meiddist en fór aftur inn á völlinn: „Þurfti að tala læknana svolítið til“ Orri með þrjú mörk er Sporting sendi skýr skilaboð Danir úr leik á HM Taphrina HK á enda eftir dramatískar lokasekúndur Tíu íslensk mörk er Magdeburg vann Melsungen Haukar jafna Val að stigum á toppi deildarinnar FH sótti sigur í greipar ÍBV og Valur vann spennutrylli Benedikt með fjögur mörk í öruggum sigri Holland áfram í undanúrslit og mætir Noregi Norska landsliðið flaug áfram í undanúrslit Stórleikur Birgis Steins í sex marka sigri Fjögur mörk Elvars dugðu skammt í þungu tapi Þýska stálið flaug áfram í undanúrslit Toppkonur Íslands á HM í handbolta 2025 Kom færandi hendi eftir að hafa skotið ljósmyndarann niður Stjörnur Kolstad þurfa að taka á sig launalækkun Átta liða úrslitin á HM klár Ótrúlegir yfirburðir Noregs og Danir enduðu líka á toppnum Ýmir lenti í íslensku hakkavélinni og enn bíður Blær Skýrsla Ágústs: Ekki lengur reynslulausar Sjá meira
Valsmenn úr leik eftir dómarafarsa í Rúmeníu Valur leikur ekki til úrslita í Áskorendabikar Evrópu. Þetta var ljóst eftir níu marka tap, 32-23, fyrir Potaissa Turda í seinni leik liðanna í undanúrslitum í Rúmeníu í dag. 30. apríl 2017 16:30
Helsárir Valsmenn vilja kæra úrslitin í Rúmeníu Valur er úr leik í Áskorendakeppni Evrópu eftir tap fyrir rúmenska liðinu Potaissa Turda í síðari leik liðanna ytra í gær, 32-23. Valur vann fyrri leikinn með átta marka mun en tapaði einvíginu með eins marks mun. 1. maí 2017 07:00
Logi um dómgæsluna: Aldrei séð annað eins Valur stendur í ströngu gegn Potaissa Turda í Áskorendakeppnin Evrópu. 30. apríl 2017 15:47
Valsmenn íhuga kæru: „Dómararnir voru keyptir“ Valur hyggst kæra framkvæmd leiksins gegn Potaissa Turda í undanúrslitum Áskorendabikars Evrópu. Þetta staðfesti Óskar Bjarni Óskarsson, annar þjálfara Vals, í samtali við Vísi eftir leikinn í Rúmeníu í dag. 30. apríl 2017 19:39