Ragnheiður Kristín Sigurðardóttir er klínískur lyfjafræðingur og starfar víða á Landspítala. Hún er ekki bara gríðarlega öflug í starfi, heldur líka nautsterk, enda handhafi 13 Íslandsmeta í kraftlyftingum.
Ragnheiður hefur keppt í kraftlyftingum í fimm ár og fer á heimsmeistaramót í júní.
Ragnheiður er handhafi 13 Íslandsmeta í kraftlyftingum.Hún hefur dvalið víða um heiminn; var skiptinemi í Argentínu, vann meistaraverkefni í Japan og lærði klíníska lyfjafræði í London.
Ragnheiði finnst þjónustuhlutverkið í starfinu mest gefandi hluti þess.
Það hefur líka komið henni afskaplega á óvart hversu fjölbreyttir og skemmtilegir vinnudagarnir eru. Hægt er að horfa á viðtal við Ragnheiði í spilaranum hér fyrir neðan.