Forgotten Lores spila bara spari Stefán Þór Hjartarson skrifar 18. maí 2017 10:15 Forgotten Lores upp á sitt besta. Þeir kenna yngri kynslóðinni kúnstina á Kexi hosteli á laugardaginn. Fréttablaðið/Valli Rappsveitin Forgotten Lores heiðrar gesti Rappport hátíðarinnar með nærveru sinni nú á laugardaginn. FL var vafalaust ein virtasta rapphljómsveit landsins allt frá því að hún gaf út plötuna Týnda hlekkinn árið 2003 – og jafnvel fyrr hjá hiphop hausum sem voru með á nótunum. Platan markaði tímamót í rappi á íslensku, sem á þeim tíma var að slíta barnsskónum. Þeir í Forgotten Lores fjölluðu um íslenskan veruleika á vandaðan hátt og hlutu lof gagnrýnenda fyrir. Árið 2006 kom síðan út platan Frá heimsenda og var hún tilnefnd til íslensku tónlistarverðlaunanna sem tryggði þeim endanlega sess sem ein besta rapphljómsveit landsins og setti markið hátt fyrir komandi kynslóðir rappara á þeim tíma sem margir tóku rappið sitt einfaldlega upp á heimilistölvuna í lágum gæðum og hentu beint á netið. Það má vel fullyrða að mikið af því rappi sem er gefið út í dag á Íslandi sé undir áhrifum Forgotten Lores, bæði beint og óbeint. Þeir hafa þó ekki látið mikið á sér bera síðustu ár – þeir spila á tónleikum við og við eins og það má orða það svo að þeir séu eins og sannir meistarar sem velja sér góð tilefni á tyllidögum til að koma „úr skugganum“ til að sýna yngri kynslóðinni hvernig á að gera þetta. „Það er rétt, Forgotten Lores spilar bara spari þótt við séum alltaf að sinna gyðjunni hver á sinn hátt þess á milli. Það er þó svo að þegar við spilum er það alltaf mikill fögnuður. Við höfum þau forréttindi að hafa verið partur af fyrstu stóru hiphop bylgjunni á Íslandi. Við og margir fleiri gerðum tónlistina en það var senan sem skipti öllu máli, lífsstíllinn. Það að ungmenni höfðu hugrekki til að standa gegn ráðandi gildum og straumum í íslenskum kúltúr, og umfram allt standa með sjálfum sér í að bera út boðskapinn sem hiphop var og er, er það sem gefur svo mikið. Þess vegna var einmitt auðvelt að segja já við því að spila fyrir Kex á Rappport. Kex er velunnari góðrar tónlistar og fáir venjúar eru duglegri við að bera út boðskapinn hér á landi. Við hlökkum til að sjá sem flesta á Kexi á laugardaginn,“ segir Birkir Björns Halldórsson, eða Byrkir B úr Forgotten Lores. Tónlistarhátíðin Rappport fer fram á Kexi hosteli á laugardaginn kemur. Þar spila ásamt Forgotten Lores: Alvia, Sturla Atlas, GKR, Cyber og svo hin íranska SEVDALIZA, sem er að spila hér á landi í annað sinn en hún spilaði á Sónar í fyrra. Tónlist Mest lesið Friðrik Ómar bauð upp á sveppi – og Villi hefði elskað það! Gagnrýni Dreymir um að finna fólkið sem gaf hana frá sér Lífið Kossaflens á klúbbnum Lífið „Finnst við oft gleyma þeim sem geta ekki tjáð sig“ Lífið „Guð skapaði þig og hann gerir ekki mistök“ Lífið Saman á rauða dreglinum Bíó og sjónvarp Sárþjáður Eyfi sendur með sjúkrabíl og skellt í aðgerð Lífið Stjörnulífið: „Mesta milf Íslands“ Lífið Þótti ekki viðeigandi að gefa fagaðilum gervitittlinga Lífið „Ég hef tapað vinum á því að eiga peninga“ Lífið Fleiri fréttir Borgarstjóri og bombur í brjálaðri GusGus-gleði Sama hvað öllum finnst, nema mömmu og pabba Íslenskar stjörnur heiðra Bítlana Frumsýning á Vísi: Iceguys trylla þjóðina enn og aftur í nýju myndbandi Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Djúpt snortinn yfir viðbrögðum samfélagsins Hneig niður í miðju lagi Joy Orbison treður upp í Austurbæjarbíói Samdi lag um ást sína á RIFF Söguleg rappveisla í Laugardalnum Laufey treður upp með Justin Bieber Árný Margrét ómaði á tískupöllum í New York Írar sniðganga Eurovision taki Ísrael þátt „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Uppselt á tónleika Laufeyjar og aukatónleikum bætt við Heiðra Arvo Pärt í Landakotskirkju Troðfull Þorlákskirkja minntist Karls Sighvatssonar Einvalalið kemur fram á Karlsvöku Laufey Lín endar Evróputúrinn á Íslandi Fjarsambandinu loksins lokið Frumsýning á Vísi: Fyrsta lag Valdimars í sjö ár og liðsmenn eru Bieber ævinlega þakklátir Raftónlistarhátíðin Extreme Chill haldin í sextánda sinn næstu helgi Sjá meira
Rappsveitin Forgotten Lores heiðrar gesti Rappport hátíðarinnar með nærveru sinni nú á laugardaginn. FL var vafalaust ein virtasta rapphljómsveit landsins allt frá því að hún gaf út plötuna Týnda hlekkinn árið 2003 – og jafnvel fyrr hjá hiphop hausum sem voru með á nótunum. Platan markaði tímamót í rappi á íslensku, sem á þeim tíma var að slíta barnsskónum. Þeir í Forgotten Lores fjölluðu um íslenskan veruleika á vandaðan hátt og hlutu lof gagnrýnenda fyrir. Árið 2006 kom síðan út platan Frá heimsenda og var hún tilnefnd til íslensku tónlistarverðlaunanna sem tryggði þeim endanlega sess sem ein besta rapphljómsveit landsins og setti markið hátt fyrir komandi kynslóðir rappara á þeim tíma sem margir tóku rappið sitt einfaldlega upp á heimilistölvuna í lágum gæðum og hentu beint á netið. Það má vel fullyrða að mikið af því rappi sem er gefið út í dag á Íslandi sé undir áhrifum Forgotten Lores, bæði beint og óbeint. Þeir hafa þó ekki látið mikið á sér bera síðustu ár – þeir spila á tónleikum við og við eins og það má orða það svo að þeir séu eins og sannir meistarar sem velja sér góð tilefni á tyllidögum til að koma „úr skugganum“ til að sýna yngri kynslóðinni hvernig á að gera þetta. „Það er rétt, Forgotten Lores spilar bara spari þótt við séum alltaf að sinna gyðjunni hver á sinn hátt þess á milli. Það er þó svo að þegar við spilum er það alltaf mikill fögnuður. Við höfum þau forréttindi að hafa verið partur af fyrstu stóru hiphop bylgjunni á Íslandi. Við og margir fleiri gerðum tónlistina en það var senan sem skipti öllu máli, lífsstíllinn. Það að ungmenni höfðu hugrekki til að standa gegn ráðandi gildum og straumum í íslenskum kúltúr, og umfram allt standa með sjálfum sér í að bera út boðskapinn sem hiphop var og er, er það sem gefur svo mikið. Þess vegna var einmitt auðvelt að segja já við því að spila fyrir Kex á Rappport. Kex er velunnari góðrar tónlistar og fáir venjúar eru duglegri við að bera út boðskapinn hér á landi. Við hlökkum til að sjá sem flesta á Kexi á laugardaginn,“ segir Birkir Björns Halldórsson, eða Byrkir B úr Forgotten Lores. Tónlistarhátíðin Rappport fer fram á Kexi hosteli á laugardaginn kemur. Þar spila ásamt Forgotten Lores: Alvia, Sturla Atlas, GKR, Cyber og svo hin íranska SEVDALIZA, sem er að spila hér á landi í annað sinn en hún spilaði á Sónar í fyrra.
Tónlist Mest lesið Friðrik Ómar bauð upp á sveppi – og Villi hefði elskað það! Gagnrýni Dreymir um að finna fólkið sem gaf hana frá sér Lífið Kossaflens á klúbbnum Lífið „Finnst við oft gleyma þeim sem geta ekki tjáð sig“ Lífið „Guð skapaði þig og hann gerir ekki mistök“ Lífið Saman á rauða dreglinum Bíó og sjónvarp Sárþjáður Eyfi sendur með sjúkrabíl og skellt í aðgerð Lífið Stjörnulífið: „Mesta milf Íslands“ Lífið Þótti ekki viðeigandi að gefa fagaðilum gervitittlinga Lífið „Ég hef tapað vinum á því að eiga peninga“ Lífið Fleiri fréttir Borgarstjóri og bombur í brjálaðri GusGus-gleði Sama hvað öllum finnst, nema mömmu og pabba Íslenskar stjörnur heiðra Bítlana Frumsýning á Vísi: Iceguys trylla þjóðina enn og aftur í nýju myndbandi Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Djúpt snortinn yfir viðbrögðum samfélagsins Hneig niður í miðju lagi Joy Orbison treður upp í Austurbæjarbíói Samdi lag um ást sína á RIFF Söguleg rappveisla í Laugardalnum Laufey treður upp með Justin Bieber Árný Margrét ómaði á tískupöllum í New York Írar sniðganga Eurovision taki Ísrael þátt „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Uppselt á tónleika Laufeyjar og aukatónleikum bætt við Heiðra Arvo Pärt í Landakotskirkju Troðfull Þorlákskirkja minntist Karls Sighvatssonar Einvalalið kemur fram á Karlsvöku Laufey Lín endar Evróputúrinn á Íslandi Fjarsambandinu loksins lokið Frumsýning á Vísi: Fyrsta lag Valdimars í sjö ár og liðsmenn eru Bieber ævinlega þakklátir Raftónlistarhátíðin Extreme Chill haldin í sextánda sinn næstu helgi Sjá meira