Íslandsmeistaratitillinn í Safamýrina eftir dramatík Anton Ingi Leifsson skrifar 18. maí 2017 06:00 Sigurbjörg Jóhannsdóttir og Steinunn Björnsdóttir lyfta bikarnum. vísir/eyþór Það er ekki hægt annað en að segja að Fram sé vel að þessum sigri komið. Liðð var lengi framan af með forystu á toppi Olís-deildarinnar, en þær töpuðu einmitt fyrir Stjörnunni í úrslitaleik um deildarmeistaratitilinn í síðustu umferð deildarkeppninnar. Þær virtust bara hafa eflst við það og standa nú uppi sem verðskuldaðir Íslandsmeistarar. Fbl_Megin: „Við skoðuðum þann leik mjög vel og fundum lausnir,“ sagði Stefán Arnarsson, þjálfari Fram, í leikslok. „Við komum með þær lausnir í leikjum eitt og tvö, en Stjarnan las okkur svo í leik númer þrjú. Síðan komum við með nýjar lausnir í kvöld sem svínvirkuðu,“ sagði glaðbeittur Stefán.Mikil breyting frá síðasta leik Allt annað var að sjá til Fram-liðsins í þessum leik samanborið við leik númer þrjú þar, ef teknar eru frá fyrstu mínútur leiksins, en eftir það leiddu þær út allan leikinn og unnu að lokum 27-26. Mikill fögnuður braust út hjá Frömurum í leikslok og Steinunn Björnsdóttir og Sigurbjörg Jóhannsdóttir, fyrirliðar liðsins, lyftu bikarnum á loft fyrir framan troðfulla Safamýrina.Byggt á traustum grunni Varnarleikur Fram í vetur hefur verið ógnasterkur og hefur verið aðalsmerki liðsins, en þar er ansi góður grunnur. Einnig hafa þær á að skipa stórskyttunum Ragnheiði Júlíusdóttur og Hildi Þorgeirsdóttur í sóknarleiknum. Í markinu er svo besti markvörður deildarinnar, að öðrum ólöstuðum, Guðrún Ósk Maríasdóttir, en hún átti enn einn frábæra leikinn í gærkvöldi. Guðrún varði vel á þriðja tug skota í leiknum, en það var vel við hæfi að hún var í leikslok valin mikilvægasti leikmaður úrslitakeppninnar. „Við ætluðum að hefna fyrir tapið í hinum úrslitaleiknum gegn Stjörnunni. Ég hef aldrei upplifað þetta og þetta er bara geðveikt. Þetta er búið að vera frábært tímabil og ótrúlega gaman að enda þetta svona,” sagði Guðrún Ósk kampakát í leikslok.Þjálfarinn ólseigi Það eru fáir betri í þessu fagi en þjálfari Fram, Stefán Arnarsson, en hann vann meðal annars fjóra Íslandsmeistaratitla með Val á tíma sínum á Hlíðarenda. Þetta var hans fyrsti Íslandsmeistaratitill með Fram síðan hann tók við liðinu. Handbragð hans sást á liðinu og á hann hrós skilið fyrir sína framgöngu með þetta lið. Geysilega sterkur varnarleikur með besta markvörðinn og agaður sóknarleikur skilaði sínu.Tapið súrt en tímabilið gott Það er ekki hægt annað en að hrósa Stjörnuliðinu fyrir tímabilið. Þær stóðu í ströngu allt tímabilið; unnu deildarmeistaratitilinn og urðu bikarmeistarar. Þær verða svekktar í kvöld og eitthvað næstu daga, en þegar þær líta til baka á tímabilið geta þær verið stoltar af sínum árangri þetta tímabilið. Olís-deild kvenna Mest lesið Varð að þegja yfir samningnum við Barcelona í margar vikur Handbolti Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn Félagið neitar að borga svo Amorim opnar veskið Enski boltinn Sonur Ronaldo spilaði fyrsta landsleikinn fyrir Portúgal Fótbolti Awoniyi sofandi á gjörgæslu og gengst undir aðra aðgerð í dag Enski boltinn Sunderland sló áhorfendamet á leiðinni í úrslitaleikinn Enski boltinn Dæmdur fyrir að keyra yfir eiginkonu sína eftir rifrildi um eldhúsinnréttingu Sport Slógu toppliðið út og komust í austur úrslitin annað árið í röð Körfubolti Birtir gamla mynd af sér í Barcelona-treyju: „Stór draumur að rætast“ Handbolti Dagskráin í dag: Úrslitaeinvígið og Benóný Breki Sport Fleiri fréttir Birtir gamla mynd af sér í Barcelona-treyju: „Stór draumur að rætast“ Varð að þegja yfir samningnum við Barcelona í margar vikur ÍBV sækir Jakob úr föllnu liði Gróttu Viktor Gísli búinn að semja við Barcelona Dóttir Lauge fæddist löngu fyrir tímann HSÍ ræður Roland Eradze sem markmannsþjálfara Strákarnir okkar í öðrum styrkleikaflokki Nýr forseti norska sambandsins spilaði hjá Þóri og Marit Breivik „Gerðum út um leikinn og ekki yfir miklu að kvarta“ Uppgjörið: Ísland - Georgía 33-21 | Fullt hús eftir stórsigur Ljóst hvaða þjóðir verða með Ísland á EM í handbolta Fínn leikur íslensku landsliðskvennanna dugði ekki Uppgjörið: Porrino - Valur 29-29 | Jafnt í fyrri leiknum „Maður veit alveg hver gulrótin er“ Aldís Ásta og félagar einum sigri frá sænska meistaratitlinum Alfreð reiður út í leikmenn sína Frá Eyjum til Ísraels Haukar fá einn markahæsta mann deildarinnar Lærisveinn Hannesar í tveggja ára bann fyrir hrottalegt brot Dagur líka með sína stráka á sigurbraut Uppgjörið: Bosnía-Ísland 25-34 | Toppsætið tryggt hjá strákunum okkar Alfreð kom Þjóðverjum á EM Önnur landsliðskona leysir Þóreyju Rósu af hólmi Fjalla um ráðningu Þóris: Séní sem á að hjálpa Íslandi Hópurinn gegn Bosníu: Reynir þarf að bíða eftir fyrsta landsleiknum „Þessi vegferð hefur verið draumi líkust“ Haukarnir byrjaðir að fylla í skarð Elínar Klöru Aldís Ásta frábær í fyrsta úrslitaleiknum um titilinn Haukakonur í lokaúrslitin á móti Val Bjarki kallaður inn í landsliðið Sjá meira
Það er ekki hægt annað en að segja að Fram sé vel að þessum sigri komið. Liðð var lengi framan af með forystu á toppi Olís-deildarinnar, en þær töpuðu einmitt fyrir Stjörnunni í úrslitaleik um deildarmeistaratitilinn í síðustu umferð deildarkeppninnar. Þær virtust bara hafa eflst við það og standa nú uppi sem verðskuldaðir Íslandsmeistarar. Fbl_Megin: „Við skoðuðum þann leik mjög vel og fundum lausnir,“ sagði Stefán Arnarsson, þjálfari Fram, í leikslok. „Við komum með þær lausnir í leikjum eitt og tvö, en Stjarnan las okkur svo í leik númer þrjú. Síðan komum við með nýjar lausnir í kvöld sem svínvirkuðu,“ sagði glaðbeittur Stefán.Mikil breyting frá síðasta leik Allt annað var að sjá til Fram-liðsins í þessum leik samanborið við leik númer þrjú þar, ef teknar eru frá fyrstu mínútur leiksins, en eftir það leiddu þær út allan leikinn og unnu að lokum 27-26. Mikill fögnuður braust út hjá Frömurum í leikslok og Steinunn Björnsdóttir og Sigurbjörg Jóhannsdóttir, fyrirliðar liðsins, lyftu bikarnum á loft fyrir framan troðfulla Safamýrina.Byggt á traustum grunni Varnarleikur Fram í vetur hefur verið ógnasterkur og hefur verið aðalsmerki liðsins, en þar er ansi góður grunnur. Einnig hafa þær á að skipa stórskyttunum Ragnheiði Júlíusdóttur og Hildi Þorgeirsdóttur í sóknarleiknum. Í markinu er svo besti markvörður deildarinnar, að öðrum ólöstuðum, Guðrún Ósk Maríasdóttir, en hún átti enn einn frábæra leikinn í gærkvöldi. Guðrún varði vel á þriðja tug skota í leiknum, en það var vel við hæfi að hún var í leikslok valin mikilvægasti leikmaður úrslitakeppninnar. „Við ætluðum að hefna fyrir tapið í hinum úrslitaleiknum gegn Stjörnunni. Ég hef aldrei upplifað þetta og þetta er bara geðveikt. Þetta er búið að vera frábært tímabil og ótrúlega gaman að enda þetta svona,” sagði Guðrún Ósk kampakát í leikslok.Þjálfarinn ólseigi Það eru fáir betri í þessu fagi en þjálfari Fram, Stefán Arnarsson, en hann vann meðal annars fjóra Íslandsmeistaratitla með Val á tíma sínum á Hlíðarenda. Þetta var hans fyrsti Íslandsmeistaratitill með Fram síðan hann tók við liðinu. Handbragð hans sást á liðinu og á hann hrós skilið fyrir sína framgöngu með þetta lið. Geysilega sterkur varnarleikur með besta markvörðinn og agaður sóknarleikur skilaði sínu.Tapið súrt en tímabilið gott Það er ekki hægt annað en að hrósa Stjörnuliðinu fyrir tímabilið. Þær stóðu í ströngu allt tímabilið; unnu deildarmeistaratitilinn og urðu bikarmeistarar. Þær verða svekktar í kvöld og eitthvað næstu daga, en þegar þær líta til baka á tímabilið geta þær verið stoltar af sínum árangri þetta tímabilið.
Olís-deild kvenna Mest lesið Varð að þegja yfir samningnum við Barcelona í margar vikur Handbolti Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn Félagið neitar að borga svo Amorim opnar veskið Enski boltinn Sonur Ronaldo spilaði fyrsta landsleikinn fyrir Portúgal Fótbolti Awoniyi sofandi á gjörgæslu og gengst undir aðra aðgerð í dag Enski boltinn Sunderland sló áhorfendamet á leiðinni í úrslitaleikinn Enski boltinn Dæmdur fyrir að keyra yfir eiginkonu sína eftir rifrildi um eldhúsinnréttingu Sport Slógu toppliðið út og komust í austur úrslitin annað árið í röð Körfubolti Birtir gamla mynd af sér í Barcelona-treyju: „Stór draumur að rætast“ Handbolti Dagskráin í dag: Úrslitaeinvígið og Benóný Breki Sport Fleiri fréttir Birtir gamla mynd af sér í Barcelona-treyju: „Stór draumur að rætast“ Varð að þegja yfir samningnum við Barcelona í margar vikur ÍBV sækir Jakob úr föllnu liði Gróttu Viktor Gísli búinn að semja við Barcelona Dóttir Lauge fæddist löngu fyrir tímann HSÍ ræður Roland Eradze sem markmannsþjálfara Strákarnir okkar í öðrum styrkleikaflokki Nýr forseti norska sambandsins spilaði hjá Þóri og Marit Breivik „Gerðum út um leikinn og ekki yfir miklu að kvarta“ Uppgjörið: Ísland - Georgía 33-21 | Fullt hús eftir stórsigur Ljóst hvaða þjóðir verða með Ísland á EM í handbolta Fínn leikur íslensku landsliðskvennanna dugði ekki Uppgjörið: Porrino - Valur 29-29 | Jafnt í fyrri leiknum „Maður veit alveg hver gulrótin er“ Aldís Ásta og félagar einum sigri frá sænska meistaratitlinum Alfreð reiður út í leikmenn sína Frá Eyjum til Ísraels Haukar fá einn markahæsta mann deildarinnar Lærisveinn Hannesar í tveggja ára bann fyrir hrottalegt brot Dagur líka með sína stráka á sigurbraut Uppgjörið: Bosnía-Ísland 25-34 | Toppsætið tryggt hjá strákunum okkar Alfreð kom Þjóðverjum á EM Önnur landsliðskona leysir Þóreyju Rósu af hólmi Fjalla um ráðningu Þóris: Séní sem á að hjálpa Íslandi Hópurinn gegn Bosníu: Reynir þarf að bíða eftir fyrsta landsleiknum „Þessi vegferð hefur verið draumi líkust“ Haukarnir byrjaðir að fylla í skarð Elínar Klöru Aldís Ásta frábær í fyrsta úrslitaleiknum um titilinn Haukakonur í lokaúrslitin á móti Val Bjarki kallaður inn í landsliðið Sjá meira
Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn
Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn