Úlfur: Ég er alltaf klár í viðtöl sama hvort ég vinn eða tapa Smári Jökull Jónsson skrifar 16. maí 2017 21:48 Úlfur Blandon, þjálfari Valskvenna. vísir/eyþór „Ég var alveg klár í viðtöl og beið eftir því að vera tekinn í viðtal. Stundum er það þannig eins og í leikjunum á undan að þá fóru leikmenn í viðtöl. Ég gerði ráð fyrir því þeir væru að fara að taka leikmenn í viðtöl og þetta var ekki viljaverk af minni hálfu. Ég er alltaf klár í viðtöl sama hvort ég vinn eða tapa,“ sagði Úlfur Blandon þjálfari Vals í viðtali við Vísi þegar hann var spurður út í gagnrýnina sem hann fékk eftir að hafa ekki mætt í viðtöl eftir tapið gegn Breiðablik á dögunum. Valskonur töpuðu þriðja leik sínum á tímabilinu í kvöld þegar þær biðu lægri hlut gegn Stjörnunni á heimavelli. Lokatölur urðu 3-1 og Valsliðið, sem spáð var Íslandsmeistaratitli fyrir tímabilið, er nú 9 stigum á eftir Þór/KA sem situr í toppsæti deildarinnar. „Fyrst og fremst er ég svekktur að tapa, það er hundleiðinlegt að tapa fótboltaleikjum. Mér fannst við vera að reyna allan leikinn að reyna að koma okkur inn í leikinn og jöfnum í 1-1. Síðan töpum við stöðunni einn á móti einum inni í markteig og þær skora gott mark og svo fáum við annað mark í andlitið. Þetta er þungt,“ bætti Úlfur við en Stjarnan komst yfir strax á 4.mínútu leiksins í kvöld. "Þær skoruðu þrjú mörk og við skoruðum eitt. Ég hefði viljað skora fleiri mörk. Mér fannst við allavega vera að reyna allan leikinn og ég ætla ekkert að taka neitt af leikmönnunum fyrir það.“ Valsliðið varð fyrir mörgum áföllum fyrir mót og missti meðal annars þrjá leikmenn í meiðsli eftir krossbandaslit. Málfríður Erna Sigurðardóttir var færð úr vörninni og upp á miðjuna í leiknum í dag en með því vildi Úlfur fá miðjuspilið í gang. „Við erum búin að vera í veseni inni á miðjunni. Málfríður er góður skallamaður og við höfum verið að tapa skallaeinvígjum inni á miðjunni. Við þurftum að þétta raðirnar og reyna að spila okkur í gegnum þennan leik en það tókst ekki í dag.“ Valur hefur mætt þremur af þeim liðum sem gert var ráð fyrir að myndu berjast með þeim á toppnum og beðið lægri hlut gegn þeim öllum, fyrst gegn Þór/KA, siðan Breiðablik og nú Stjörnunni. „Prógrammið sem við fengum í byrjun móts er búið að vera gríðarlega erfitt. Við eigum eftir að spila við öll þessi lið aftur síðar í mótinu og við þurfum að ná vopnum okkar. Ég hef sagt þá áður að við erum að spila á útlendingum sem komu rétt fyrir mót og á ungum leikmönnum sem komu líka rétt fyrir mót. Við erum enn að púsla saman okkar liði,“ sagði Úlfur Blandon þjálfari kvennaliðs Vals að lokum. Pepsi Max-deild kvenna Tengdar fréttir Máni tekur Úlf og Valskonur í gegn: „Öll stjórn á Valsliðinu var þeim ekki til sóma“ Máni Pétursson, sérfræðingur Pepsi-marka kvenna, hefur engan húmor fyrir því að hvorki þjálfarinn né reyndustu leikmenn liðsins svöruðu fyrir skellinn í Kópavogi. 12. maí 2017 09:00 Umfjöllun og viðtöl: Valur - Stjarnan 1-3 | Sanngjarn sigur Stjörnunnar á Val | Sjáðu mörkin Stjarnan vann góðan 3-1 sigur á Val í 4.umferð Pepsi-deildar kvenna í kvöld. Tapið er það þriðja á tímabilinu hjá Val sem nú eru níu stigum á eftir toppliði Þór/KA. 16. maí 2017 22:15 Tapaði 3-0 og mætti ekki í viðtöl eftir leik Úlfur Blandon, þjálfari kvennaliðs Vals í fótbolta, mætti ekki í viðtöl eftir 3-0 tap liðsins fyrir Breiðabliki í gærkvöldi. 11. maí 2017 10:37 Mest lesið Besta sætið um Ómar: Væri búið að heyrast eitthvað ef þetta væri Aron eða Óli Handbolti „Ég er að fara aftur til Svíþjóðar“ Handbolti Liverpool-vandræðin halda áfram og Bournemouth með sigurmark í blálokin Enski boltinn Haukur heill heilsu: „Þetta var svakalegt högg“ Handbolti Mismælti sig harkalega í beinni útsendingu Handbolti Markamet slegið þegar Frakkar pökkuðu Portúgölum saman Handbolti Jói Berg vill draga úr auglýsingaflóðinu í kringum handboltann Handbolti Össur gagnrýndi fýlulegar og miskunnarlausar spurningar Loga Handbolti Sjáðu myndirnar: Beygðir en ekki brotnir á bóndadegi Handbolti Sonur Wayne Rooney spilaði á Old Trafford Enski boltinn Fleiri fréttir Víkingur og Þróttur mætast í úrslitaleik Reykjavíkurmótsins Elísa fer frá Val til Breiðabliks Oliver hættur í fótbolta vegna meiðsla Rugluðust á nafni nýja leikmannsins Sigurður Bjartur á leið til Spánar? Stjarnan selur Adolf Daða til FH Þór/KA fær þrjá leikmenn frá Stólunum á fimm leikmanna degi Fyrirliði FHL er mættur í Laugardalinn Telma eltir þjálfarann í Garðabæinn Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu KR fær tvo unga Ganverja Breytingar hjá Breiðabliki „Á eftir bolta kemur barn“ Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Blikar farnir að fylla í skörðin Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Sjá meira
„Ég var alveg klár í viðtöl og beið eftir því að vera tekinn í viðtal. Stundum er það þannig eins og í leikjunum á undan að þá fóru leikmenn í viðtöl. Ég gerði ráð fyrir því þeir væru að fara að taka leikmenn í viðtöl og þetta var ekki viljaverk af minni hálfu. Ég er alltaf klár í viðtöl sama hvort ég vinn eða tapa,“ sagði Úlfur Blandon þjálfari Vals í viðtali við Vísi þegar hann var spurður út í gagnrýnina sem hann fékk eftir að hafa ekki mætt í viðtöl eftir tapið gegn Breiðablik á dögunum. Valskonur töpuðu þriðja leik sínum á tímabilinu í kvöld þegar þær biðu lægri hlut gegn Stjörnunni á heimavelli. Lokatölur urðu 3-1 og Valsliðið, sem spáð var Íslandsmeistaratitli fyrir tímabilið, er nú 9 stigum á eftir Þór/KA sem situr í toppsæti deildarinnar. „Fyrst og fremst er ég svekktur að tapa, það er hundleiðinlegt að tapa fótboltaleikjum. Mér fannst við vera að reyna allan leikinn að reyna að koma okkur inn í leikinn og jöfnum í 1-1. Síðan töpum við stöðunni einn á móti einum inni í markteig og þær skora gott mark og svo fáum við annað mark í andlitið. Þetta er þungt,“ bætti Úlfur við en Stjarnan komst yfir strax á 4.mínútu leiksins í kvöld. "Þær skoruðu þrjú mörk og við skoruðum eitt. Ég hefði viljað skora fleiri mörk. Mér fannst við allavega vera að reyna allan leikinn og ég ætla ekkert að taka neitt af leikmönnunum fyrir það.“ Valsliðið varð fyrir mörgum áföllum fyrir mót og missti meðal annars þrjá leikmenn í meiðsli eftir krossbandaslit. Málfríður Erna Sigurðardóttir var færð úr vörninni og upp á miðjuna í leiknum í dag en með því vildi Úlfur fá miðjuspilið í gang. „Við erum búin að vera í veseni inni á miðjunni. Málfríður er góður skallamaður og við höfum verið að tapa skallaeinvígjum inni á miðjunni. Við þurftum að þétta raðirnar og reyna að spila okkur í gegnum þennan leik en það tókst ekki í dag.“ Valur hefur mætt þremur af þeim liðum sem gert var ráð fyrir að myndu berjast með þeim á toppnum og beðið lægri hlut gegn þeim öllum, fyrst gegn Þór/KA, siðan Breiðablik og nú Stjörnunni. „Prógrammið sem við fengum í byrjun móts er búið að vera gríðarlega erfitt. Við eigum eftir að spila við öll þessi lið aftur síðar í mótinu og við þurfum að ná vopnum okkar. Ég hef sagt þá áður að við erum að spila á útlendingum sem komu rétt fyrir mót og á ungum leikmönnum sem komu líka rétt fyrir mót. Við erum enn að púsla saman okkar liði,“ sagði Úlfur Blandon þjálfari kvennaliðs Vals að lokum.
Pepsi Max-deild kvenna Tengdar fréttir Máni tekur Úlf og Valskonur í gegn: „Öll stjórn á Valsliðinu var þeim ekki til sóma“ Máni Pétursson, sérfræðingur Pepsi-marka kvenna, hefur engan húmor fyrir því að hvorki þjálfarinn né reyndustu leikmenn liðsins svöruðu fyrir skellinn í Kópavogi. 12. maí 2017 09:00 Umfjöllun og viðtöl: Valur - Stjarnan 1-3 | Sanngjarn sigur Stjörnunnar á Val | Sjáðu mörkin Stjarnan vann góðan 3-1 sigur á Val í 4.umferð Pepsi-deildar kvenna í kvöld. Tapið er það þriðja á tímabilinu hjá Val sem nú eru níu stigum á eftir toppliði Þór/KA. 16. maí 2017 22:15 Tapaði 3-0 og mætti ekki í viðtöl eftir leik Úlfur Blandon, þjálfari kvennaliðs Vals í fótbolta, mætti ekki í viðtöl eftir 3-0 tap liðsins fyrir Breiðabliki í gærkvöldi. 11. maí 2017 10:37 Mest lesið Besta sætið um Ómar: Væri búið að heyrast eitthvað ef þetta væri Aron eða Óli Handbolti „Ég er að fara aftur til Svíþjóðar“ Handbolti Liverpool-vandræðin halda áfram og Bournemouth með sigurmark í blálokin Enski boltinn Haukur heill heilsu: „Þetta var svakalegt högg“ Handbolti Mismælti sig harkalega í beinni útsendingu Handbolti Markamet slegið þegar Frakkar pökkuðu Portúgölum saman Handbolti Jói Berg vill draga úr auglýsingaflóðinu í kringum handboltann Handbolti Össur gagnrýndi fýlulegar og miskunnarlausar spurningar Loga Handbolti Sjáðu myndirnar: Beygðir en ekki brotnir á bóndadegi Handbolti Sonur Wayne Rooney spilaði á Old Trafford Enski boltinn Fleiri fréttir Víkingur og Þróttur mætast í úrslitaleik Reykjavíkurmótsins Elísa fer frá Val til Breiðabliks Oliver hættur í fótbolta vegna meiðsla Rugluðust á nafni nýja leikmannsins Sigurður Bjartur á leið til Spánar? Stjarnan selur Adolf Daða til FH Þór/KA fær þrjá leikmenn frá Stólunum á fimm leikmanna degi Fyrirliði FHL er mættur í Laugardalinn Telma eltir þjálfarann í Garðabæinn Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu KR fær tvo unga Ganverja Breytingar hjá Breiðabliki „Á eftir bolta kemur barn“ Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Blikar farnir að fylla í skörðin Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Sjá meira
Máni tekur Úlf og Valskonur í gegn: „Öll stjórn á Valsliðinu var þeim ekki til sóma“ Máni Pétursson, sérfræðingur Pepsi-marka kvenna, hefur engan húmor fyrir því að hvorki þjálfarinn né reyndustu leikmenn liðsins svöruðu fyrir skellinn í Kópavogi. 12. maí 2017 09:00
Umfjöllun og viðtöl: Valur - Stjarnan 1-3 | Sanngjarn sigur Stjörnunnar á Val | Sjáðu mörkin Stjarnan vann góðan 3-1 sigur á Val í 4.umferð Pepsi-deildar kvenna í kvöld. Tapið er það þriðja á tímabilinu hjá Val sem nú eru níu stigum á eftir toppliði Þór/KA. 16. maí 2017 22:15
Tapaði 3-0 og mætti ekki í viðtöl eftir leik Úlfur Blandon, þjálfari kvennaliðs Vals í fótbolta, mætti ekki í viðtöl eftir 3-0 tap liðsins fyrir Breiðabliki í gærkvöldi. 11. maí 2017 10:37