Eins og greint var frá í Fréttablaðinu og á Vísi í morgun stendur Arnar Freyr Arnarsson í deilum við handknattleiksdeild Fram vegna vanefna.
Lúðvík Þorgeirsson, framkvæmdastjóri Fram, sagði í samtali við ruv.is í dag að leikmaðurinn hefði fengið laun sín greidd, þótt seint hefði verið.
Arnar Freyr var síðastliðið sumar seldur til Kristianstad, þó svo að Arnar Freyr hafi farið fram á að samningur hans við félagið yrði rift. Því neitaði félagið og fékk greiðslu frá sænska félaginu.
Lúðvík viðurkennir þó að Arnar Freyr eigi inni hlutdeild af söluvirðinu en annað ekki.
„Hann vill að við borgum lögfræðikostnað hans,“ sagði Lúðvík við ruv.is en Arnar Freyr leitaði til lögfræðings til að fá samningi sínum rift við félagið.
„Við ætlum að láta á það reyna hvort sá kostnaður eigi að lenda á leikmanninum eða félaginu,“ sagði Lúðvík enn fremur.
Deila Arnars snýst um kostnað vegna lögfræðings
Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Mest lesið

Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM
Handbolti





Segir hitann á HM hættulegan
Fótbolti



Belgar kveðja EM með sigri
Fótbolti
