Sólveig Lára: Hafði ekki áhuga á að geta ekki neitt Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 14. maí 2017 17:52 Sólveig Lára skoraði átta mörk. vísir/ernir Sólveig Lára Kjærnested átti sinn besta leik í úrslitakeppninni þegar Stjarnan bar sigurorð af Fram, 23-19, í fjórða leik liðanna í úrslitum um Íslandsmeistaratitilinn í kvöld. Sólveig Lára spilaði undir pari í fyrstu tveimur leikjunum en var öflug í dag og skoraði átta mörk. „Við spiluðum frábæran varnarleik í byrjun leiks og markvarslan fylgdi með. Það hjálpaði okkur inn í leikinn,“ sagði Sólveig Lára sem var staðráðin í að láta til sín taka í dag. „Ég hafði engan áhuga á að koma inn í úrslitakeppnina og geta ekki neitt. Við þurfum að nýta það pláss sem skapast þegar Helena [Rut Örvarsdóttir] er tekin út. Mér fannst við gera það ágætlega í dag.“ Stjarnan var sjö mörkum yfir í hálfleik, 13-6, og náði mest níu marka forskoti, 17-9. Eftir það byrjaði Fram að saxa á forskotið en Sólveig Lára segist ekki hafa verið farin að hafa áhyggjur af mögulegri endurkomu gestanna. „Auðvitað hugsar maður alltaf til baka, til leikja sem við höfum misst niður forskot. Mér fannst við ekki á þeim buxunum í dag og það var kraftur í okkur allan tímann,“ sagði Sólveig Lára sem segir að Stjarnan geti bætt margt í leik sínum þrátt fyrir sigurinn. „Klárlega, það eru fullt af atriðum. Núna förum við að skoða það og myndbandsvinnan fer í gang.“ Sólveig Lára segir að Stjarnan ætli sér að knýja fram oddaleik með sigri í fjórða leiknum á miðvikudaginn. „Markmiðið var bara að vinna þennan leik og koma okkur í leikinn á miðvikudaginn. Núna er bara nýtt markmið, að vinna þann leik og búa til alvöru keppni úr þessu,“ sagði Sólveig Lára að lokum. Olís-deild kvenna Tengdar fréttir Umfjöllun: Stjarnan - Fram 23-19 | Stjarnan enn á lífi Stjarnan kom í veg fyrir að Fram lyfti Íslandsbikarnum í TM-höllinni í Garðabæ með 23-19 sigri í þriðja leik liðanna í úrslitum Olís-deildar kvenna í dag. 14. maí 2017 18:00 Mest lesið Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Íslenski boltinn Uppgjörið: Ísland - Svartfjallaland 27-36 | Þungur róður í Dortmund Handbolti „Ein leiðin að gera hann nógu fúlan til að heimta að fá að fara“ Enski boltinn Vilja ekki feta í fótspor Söru: „Aðrir hlutir skipta meira máli en peningar“ Fótbolti Hetja Heimis Hallgríms var skúrkur um helgina Fótbolti Segir að Wirtz hafi verið plataður til Liverpool Enski boltinn Sjö nýliðar í stóra EM-hópnum hans Snorra Handbolti Handtekinn á flugvelli grunaður um nauðgun Enski boltinn Fulham - Manchester City | Sækja að toppsætinu Enski boltinn Fyrrverandi enskur landsliðsmaður handtekinn grunaður um nauðgun Enski boltinn Fleiri fréttir „Ekki sama leikgleði og hefur verið“ „Mjög margt“ sem fór úrskeiðis „Átta liða úrslit hefði verið eitthvað kraftaverk“ Sjötta tap Framara í röð en Birgir Steinn í Evrópustuði „Helvíti svart var það í dag“ Uppgjörið: Ísland - Svartfjallaland 27-36 | Þungur róður í Dortmund Ótrúlegur viðsnúningur Íslandsbananna gegn Spáni Matthildur Lilja utan hóps í fyrsta leik milliriðilsins Sjö nýliðar í stóra EM-hópnum hans Snorra Aldís Ásta ólétt og flytur heim til Íslands „Við getum tekið þá alla“ „Mæta bara strax og lemja á móti“ Sandra markahæst í íslenska liðinu í riðlakeppninni Norðmenn og Danir kláruðu sitt en Svíar klikkuðu Bakslag á fyrstu æfingunni í Dortmund Felldi félaga sinn úr íslenska U19-landsliðinu Leiktímarnir í milliriðlinum klárir Skýrsla Ágústs: Góðir möguleikar í milliriðlinum „Eiga eftir að hjálpa okkur helling og skila okkur miklu“ „Það kom aldrei neitt annað til greina“ „Alltaf gaman að fara upp og negla“ Mæta Færeyjum í milliriðli Uppgjörið: Ísland - Úrúgvæ 33-19 | Stórsigur og Íslendingar í milliriðil Sami hópur og síðast Spilar þrátt fyrir að vera í krabbameinsmeðferð: „Sé fyrir endann á þessu“ „Aðeins öðruvísi handbolti“ Stelpunum okkar fjölgar fyrir leik dagsins Norðurlöndin með risasigra á HM ÍR vann botnslaginn og sinn fyrsta sigur „Smá glóðarauga og nokkrar skrámur“ Sjá meira
Sólveig Lára Kjærnested átti sinn besta leik í úrslitakeppninni þegar Stjarnan bar sigurorð af Fram, 23-19, í fjórða leik liðanna í úrslitum um Íslandsmeistaratitilinn í kvöld. Sólveig Lára spilaði undir pari í fyrstu tveimur leikjunum en var öflug í dag og skoraði átta mörk. „Við spiluðum frábæran varnarleik í byrjun leiks og markvarslan fylgdi með. Það hjálpaði okkur inn í leikinn,“ sagði Sólveig Lára sem var staðráðin í að láta til sín taka í dag. „Ég hafði engan áhuga á að koma inn í úrslitakeppnina og geta ekki neitt. Við þurfum að nýta það pláss sem skapast þegar Helena [Rut Örvarsdóttir] er tekin út. Mér fannst við gera það ágætlega í dag.“ Stjarnan var sjö mörkum yfir í hálfleik, 13-6, og náði mest níu marka forskoti, 17-9. Eftir það byrjaði Fram að saxa á forskotið en Sólveig Lára segist ekki hafa verið farin að hafa áhyggjur af mögulegri endurkomu gestanna. „Auðvitað hugsar maður alltaf til baka, til leikja sem við höfum misst niður forskot. Mér fannst við ekki á þeim buxunum í dag og það var kraftur í okkur allan tímann,“ sagði Sólveig Lára sem segir að Stjarnan geti bætt margt í leik sínum þrátt fyrir sigurinn. „Klárlega, það eru fullt af atriðum. Núna förum við að skoða það og myndbandsvinnan fer í gang.“ Sólveig Lára segir að Stjarnan ætli sér að knýja fram oddaleik með sigri í fjórða leiknum á miðvikudaginn. „Markmiðið var bara að vinna þennan leik og koma okkur í leikinn á miðvikudaginn. Núna er bara nýtt markmið, að vinna þann leik og búa til alvöru keppni úr þessu,“ sagði Sólveig Lára að lokum.
Olís-deild kvenna Tengdar fréttir Umfjöllun: Stjarnan - Fram 23-19 | Stjarnan enn á lífi Stjarnan kom í veg fyrir að Fram lyfti Íslandsbikarnum í TM-höllinni í Garðabæ með 23-19 sigri í þriðja leik liðanna í úrslitum Olís-deildar kvenna í dag. 14. maí 2017 18:00 Mest lesið Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Íslenski boltinn Uppgjörið: Ísland - Svartfjallaland 27-36 | Þungur róður í Dortmund Handbolti „Ein leiðin að gera hann nógu fúlan til að heimta að fá að fara“ Enski boltinn Vilja ekki feta í fótspor Söru: „Aðrir hlutir skipta meira máli en peningar“ Fótbolti Hetja Heimis Hallgríms var skúrkur um helgina Fótbolti Segir að Wirtz hafi verið plataður til Liverpool Enski boltinn Sjö nýliðar í stóra EM-hópnum hans Snorra Handbolti Handtekinn á flugvelli grunaður um nauðgun Enski boltinn Fulham - Manchester City | Sækja að toppsætinu Enski boltinn Fyrrverandi enskur landsliðsmaður handtekinn grunaður um nauðgun Enski boltinn Fleiri fréttir „Ekki sama leikgleði og hefur verið“ „Mjög margt“ sem fór úrskeiðis „Átta liða úrslit hefði verið eitthvað kraftaverk“ Sjötta tap Framara í röð en Birgir Steinn í Evrópustuði „Helvíti svart var það í dag“ Uppgjörið: Ísland - Svartfjallaland 27-36 | Þungur róður í Dortmund Ótrúlegur viðsnúningur Íslandsbananna gegn Spáni Matthildur Lilja utan hóps í fyrsta leik milliriðilsins Sjö nýliðar í stóra EM-hópnum hans Snorra Aldís Ásta ólétt og flytur heim til Íslands „Við getum tekið þá alla“ „Mæta bara strax og lemja á móti“ Sandra markahæst í íslenska liðinu í riðlakeppninni Norðmenn og Danir kláruðu sitt en Svíar klikkuðu Bakslag á fyrstu æfingunni í Dortmund Felldi félaga sinn úr íslenska U19-landsliðinu Leiktímarnir í milliriðlinum klárir Skýrsla Ágústs: Góðir möguleikar í milliriðlinum „Eiga eftir að hjálpa okkur helling og skila okkur miklu“ „Það kom aldrei neitt annað til greina“ „Alltaf gaman að fara upp og negla“ Mæta Færeyjum í milliriðli Uppgjörið: Ísland - Úrúgvæ 33-19 | Stórsigur og Íslendingar í milliriðil Sami hópur og síðast Spilar þrátt fyrir að vera í krabbameinsmeðferð: „Sé fyrir endann á þessu“ „Aðeins öðruvísi handbolti“ Stelpunum okkar fjölgar fyrir leik dagsins Norðurlöndin með risasigra á HM ÍR vann botnslaginn og sinn fyrsta sigur „Smá glóðarauga og nokkrar skrámur“ Sjá meira
Umfjöllun: Stjarnan - Fram 23-19 | Stjarnan enn á lífi Stjarnan kom í veg fyrir að Fram lyfti Íslandsbikarnum í TM-höllinni í Garðabæ með 23-19 sigri í þriðja leik liðanna í úrslitum Olís-deildar kvenna í dag. 14. maí 2017 18:00