Óhætt er að segja að þeir félagar hafi farið á kostum en þeir tóku lagið Tempo af nýjustu plötu þeirra Hefnið okkar. Auk þess tóku þeir ekki eitt heldur tvö freestyle röpp.
Kronik er á dagskrá alla laugardaga milli klukkan 17 og 19 en það er Róbert Aron Magnússon sem heldur utan um þáttinn en margir þekkja hann undir nafninu Robbi Kronik.
Hér fyrir neðan má sjá Arnar og Helga í essinu sínu.