Máni tekur Úlf og Valskonur í gegn: „Öll stjórn á Valsliðinu var þeim ekki til sóma“ Tómas Þór Þórðarson skrifar 12. maí 2017 09:00 Valur er í vandræðum í Pepsi-deild kvenna í fótbolta en liðið er með þrjú stig eftir þrjá leiki sem er versta stigasöfnun liðs sem spáð hefur verið Íslandsmeistaratitlinum frá stofnun tíu liða deildar árið 2008. Valsliðið fékk vænan skell í Kópavogi á miðvikudagskvöldið þegar það steinlá á móti Breiðabliki, 3-0. Það tapaði fyrir Þór/KA, 1-0, í fyrstu umferðinni en pakkaði Eyjakonum saman, 4-0, í annarri umferð deildarinnar. Úlfur Blandon, þjálfari Vals, mætti ekki til viðtals eftir leikinn en fréttamenn á staðnum sáu á eftir honum rjúka út af velinum án þess að ræða við nokkurn mann þó til þess sé ætlast af öllum þjálfurum deildarinnar. Valsliðið er með 200 leikja konur innan sinna raða eins og Málfríði Ernu Sigurðardóttur, Laufey Björnsdóttur, Pálu Marie Einarsdóttur, Söndru Sigurðardóttur og svo auðvitað landsliðsfyrirliðann Margréti Láru Viðarsdóttur. Engin þeirra mætti til viðtals til að svara fyrir þennan skell. Sú sem mætti var Hrafnhildur Hauksdóttir, 21 árs gamall vinstri bakvörður Valsliðsins, sem stóð sig vel í viðtölum.Blikastúlkur fagna marki á móti Val.vísir/ernirÍ Pepsi-mörkum kvenna velti Helena Ólafsdóttir því fyrir sér hvort pressan væri strax að buga Úlf Blandon en honum er ætlað að skila Íslandsmeistaratitlinum á Hlíðarenda. „Það er ekki hægt að segja að pressan sé of mikil. Eftir næstu umferð verður Valur búið að mæta fjórum af fimm liðunum sem það ætlaði að keppa við um Íslandsmeistaratitilinn,“ sagði Máni Pétursson, sérfræðingur Pepsi-marka kvenna, í þætti gærkvöldsins. „Ég get ekki trúað því að pressan sé ekki eins mikil og í karlaboltanum í Kópavogi þar sem menn eru látnir fara eftir tvo leiki,“ bætti hann við og hló. Máni var þó fljótur að hætta að brosa þegar hann afgreiddi Úlf og reynslumestu leikmenn Vals fyrir að svara ekki fyrir þetta tap í Kópavoginum. „Þetta er algjörlega óboðlegt. Öll stjórn á þessu Valsliði í leiknum var þeim ekki til sóma. Úlfur mætir ekki í viðtal. Hann er þjálfari og höfuð þessa liðs. Hann á auðvitað mæta og svara fyrir þetta. Það er bara eðlilegt,“ sagði hann. „Allt í lagi. Þjálfarinn kemur ekki í viðtal. Það getur verið góð ástæða fyrir því. Stundum er aðstoðarþjálfarinn sendur í viðtal og stundum koma leikmenn bara í viðtöl. Kannsi var eitthvað þarna á bakvið.“ „En í þessu liði er landsliðsfyrirliðinn og svo ertu með Málfríði Ernu og Söndru en ákveðið er að senda einn ungliðann í viðtal. Ég velti fyrir mér hvaða stjórnun inn í klefa er það að senda unga manneskju í viðtal eftir svona leik þar sem liðið er algjörlega búið að skíta á sig.“ „Þarna á að senda Margréti Láru eða einhvern sem er foringi í þessu liði til að svara fyrir í viðtölum eftir svona frammistöðu. Í staðinn er sendur ungur leikmaður og hverju átti hún nú að fara að svara? Þetta var ekki á hennar ábyrgð,“ sagði Máni Pétursson. Umræðuna má sjá í spilaranum hér að ofan. Pepsi Max-deild kvenna Tengdar fréttir Versta byrjun meistaraefna í sögu tíu liða deildar Valskonum var spáð Íslandsmeistaratitlinum í ár af þjálfurum, fyrirliðum og forráðamönnum liðanna í Pepsi-deild kvenna en hafa ekki staðið undir þeirri pressu í fyrstu þremur umferðunum. 11. maí 2017 16:30 Umfjöllun og viðtöl: Breiðablik - Valur 3-0 | Blikar sýndu klærnar í miklu hvassviðri Breiðablik vann afar sterkan 3-0 sigur á Val í Pepsi-deild kvenna í Kópavogi í kvöld í miklu hvassviðri. Blikastúlkur halda því í við Þór/KA sem situr á toppi deildarinnar 10. maí 2017 21:45 Tapaði 3-0 og mætti ekki í viðtöl eftir leik Úlfur Blandon, þjálfari kvennaliðs Vals í fótbolta, mætti ekki í viðtöl eftir 3-0 tap liðsins fyrir Breiðabliki í gærkvöldi. 11. maí 2017 10:37 Mest lesið Varð að þegja yfir samningnum við Barcelona í margar vikur Handbolti Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn Félagið neitar að borga svo Amorim opnar veskið Enski boltinn Birtir gamla mynd af sér í Barcelona-treyju: „Stór draumur að rætast“ Handbolti Sonur Ronaldo spilaði fyrsta landsleikinn fyrir Portúgal Fótbolti Awoniyi sofandi á gjörgæslu og gengst undir aðra aðgerð í dag Enski boltinn Dæmdur fyrir að keyra yfir eiginkonu sína eftir rifrildi um eldhúsinnréttingu Sport Sunderland sló áhorfendamet á leiðinni í úrslitaleikinn Enski boltinn „Einhvers staðar er skemmt epli ef niðurstaða þingsins var svona afdráttarlaus“ Körfubolti Slógu toppliðið út og komust í austur úrslitin annað árið í röð Körfubolti Fleiri fréttir Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Þór komið áfram eftir öruggan sigur á Suðurlandi Einn besti leikmaður KR frá næsta mánuðinn hið minnsta Víðir og Reynir ekki í eina sæng Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Uppbótartíminn: „Ég hef miklar áhyggjur af þeim“ Þróttur skoraði sex og flaug áfram Valur marði Fram í framlengingu Tindastóll, FH og HK áfram í bikarnum Hafa notað sama byrjunarliðið í öllum leikjunum Áttar sig ekki á Stjörnunni: „Bíð bara eftir því að Garpur poppi þarna upp“ Hafa unnið FH tólf sinnum í röð Hrósuðu Alexander: „Varð ekkert var við það að þarna væri fimmtán ára strákur inni á vellinum“ Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð Sjáðu skrípamörkin í Víkinni og öll mörkin úr sjöttu umferðinni Þeir bestu: Fylgt úr hlaði Eiður Smári missir hvert metið á fætur öðru til ungra KR-inga Heimir Guðjónsson: Ef það var einhvern tíma lag að vinna Víking þá var það núna „Þurftum að grafa djúpt“ Uppgjörið: Víkingur - FH 3-1 | Víkingar aftur á toppinn eftir hauskúpuleik Rosenörn „Ef við mætum svona í leiki munum við fá fullt af stigum” Uppgjörið: KA - Breiðablik 0-1 | Blikar sluppu með skrekkinn í blálokin „Finnst að þeir eigi að vera betri en við í reglunum“ Sjáðu mörkin sem tryggðu Fram sinn fyrsta sigur, þrennu Söndru Maríu og öll hin Myndaveisla: Grindvíkingar léku loks á heimavelli Yngsti markaskorari efstu deildar: „Langaði í annað“ Uppgjörið: Valur - ÍA 6-1 | Valsmenn tóku pirringinn út á Skagamönnum Alexander Rafn yngsti markaskorari í sögu efstu deildar Uppgjörið: Stjarnan - Fram 2-0 | Stjörnumenn á beinu brautina Uppgjörið: KR - ÍBV 4-1 | KR-ingar enn eina taplausa liðið Sjá meira
Valur er í vandræðum í Pepsi-deild kvenna í fótbolta en liðið er með þrjú stig eftir þrjá leiki sem er versta stigasöfnun liðs sem spáð hefur verið Íslandsmeistaratitlinum frá stofnun tíu liða deildar árið 2008. Valsliðið fékk vænan skell í Kópavogi á miðvikudagskvöldið þegar það steinlá á móti Breiðabliki, 3-0. Það tapaði fyrir Þór/KA, 1-0, í fyrstu umferðinni en pakkaði Eyjakonum saman, 4-0, í annarri umferð deildarinnar. Úlfur Blandon, þjálfari Vals, mætti ekki til viðtals eftir leikinn en fréttamenn á staðnum sáu á eftir honum rjúka út af velinum án þess að ræða við nokkurn mann þó til þess sé ætlast af öllum þjálfurum deildarinnar. Valsliðið er með 200 leikja konur innan sinna raða eins og Málfríði Ernu Sigurðardóttur, Laufey Björnsdóttur, Pálu Marie Einarsdóttur, Söndru Sigurðardóttur og svo auðvitað landsliðsfyrirliðann Margréti Láru Viðarsdóttur. Engin þeirra mætti til viðtals til að svara fyrir þennan skell. Sú sem mætti var Hrafnhildur Hauksdóttir, 21 árs gamall vinstri bakvörður Valsliðsins, sem stóð sig vel í viðtölum.Blikastúlkur fagna marki á móti Val.vísir/ernirÍ Pepsi-mörkum kvenna velti Helena Ólafsdóttir því fyrir sér hvort pressan væri strax að buga Úlf Blandon en honum er ætlað að skila Íslandsmeistaratitlinum á Hlíðarenda. „Það er ekki hægt að segja að pressan sé of mikil. Eftir næstu umferð verður Valur búið að mæta fjórum af fimm liðunum sem það ætlaði að keppa við um Íslandsmeistaratitilinn,“ sagði Máni Pétursson, sérfræðingur Pepsi-marka kvenna, í þætti gærkvöldsins. „Ég get ekki trúað því að pressan sé ekki eins mikil og í karlaboltanum í Kópavogi þar sem menn eru látnir fara eftir tvo leiki,“ bætti hann við og hló. Máni var þó fljótur að hætta að brosa þegar hann afgreiddi Úlf og reynslumestu leikmenn Vals fyrir að svara ekki fyrir þetta tap í Kópavoginum. „Þetta er algjörlega óboðlegt. Öll stjórn á þessu Valsliði í leiknum var þeim ekki til sóma. Úlfur mætir ekki í viðtal. Hann er þjálfari og höfuð þessa liðs. Hann á auðvitað mæta og svara fyrir þetta. Það er bara eðlilegt,“ sagði hann. „Allt í lagi. Þjálfarinn kemur ekki í viðtal. Það getur verið góð ástæða fyrir því. Stundum er aðstoðarþjálfarinn sendur í viðtal og stundum koma leikmenn bara í viðtöl. Kannsi var eitthvað þarna á bakvið.“ „En í þessu liði er landsliðsfyrirliðinn og svo ertu með Málfríði Ernu og Söndru en ákveðið er að senda einn ungliðann í viðtal. Ég velti fyrir mér hvaða stjórnun inn í klefa er það að senda unga manneskju í viðtal eftir svona leik þar sem liðið er algjörlega búið að skíta á sig.“ „Þarna á að senda Margréti Láru eða einhvern sem er foringi í þessu liði til að svara fyrir í viðtölum eftir svona frammistöðu. Í staðinn er sendur ungur leikmaður og hverju átti hún nú að fara að svara? Þetta var ekki á hennar ábyrgð,“ sagði Máni Pétursson. Umræðuna má sjá í spilaranum hér að ofan.
Pepsi Max-deild kvenna Tengdar fréttir Versta byrjun meistaraefna í sögu tíu liða deildar Valskonum var spáð Íslandsmeistaratitlinum í ár af þjálfurum, fyrirliðum og forráðamönnum liðanna í Pepsi-deild kvenna en hafa ekki staðið undir þeirri pressu í fyrstu þremur umferðunum. 11. maí 2017 16:30 Umfjöllun og viðtöl: Breiðablik - Valur 3-0 | Blikar sýndu klærnar í miklu hvassviðri Breiðablik vann afar sterkan 3-0 sigur á Val í Pepsi-deild kvenna í Kópavogi í kvöld í miklu hvassviðri. Blikastúlkur halda því í við Þór/KA sem situr á toppi deildarinnar 10. maí 2017 21:45 Tapaði 3-0 og mætti ekki í viðtöl eftir leik Úlfur Blandon, þjálfari kvennaliðs Vals í fótbolta, mætti ekki í viðtöl eftir 3-0 tap liðsins fyrir Breiðabliki í gærkvöldi. 11. maí 2017 10:37 Mest lesið Varð að þegja yfir samningnum við Barcelona í margar vikur Handbolti Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn Félagið neitar að borga svo Amorim opnar veskið Enski boltinn Birtir gamla mynd af sér í Barcelona-treyju: „Stór draumur að rætast“ Handbolti Sonur Ronaldo spilaði fyrsta landsleikinn fyrir Portúgal Fótbolti Awoniyi sofandi á gjörgæslu og gengst undir aðra aðgerð í dag Enski boltinn Dæmdur fyrir að keyra yfir eiginkonu sína eftir rifrildi um eldhúsinnréttingu Sport Sunderland sló áhorfendamet á leiðinni í úrslitaleikinn Enski boltinn „Einhvers staðar er skemmt epli ef niðurstaða þingsins var svona afdráttarlaus“ Körfubolti Slógu toppliðið út og komust í austur úrslitin annað árið í röð Körfubolti Fleiri fréttir Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Þór komið áfram eftir öruggan sigur á Suðurlandi Einn besti leikmaður KR frá næsta mánuðinn hið minnsta Víðir og Reynir ekki í eina sæng Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Uppbótartíminn: „Ég hef miklar áhyggjur af þeim“ Þróttur skoraði sex og flaug áfram Valur marði Fram í framlengingu Tindastóll, FH og HK áfram í bikarnum Hafa notað sama byrjunarliðið í öllum leikjunum Áttar sig ekki á Stjörnunni: „Bíð bara eftir því að Garpur poppi þarna upp“ Hafa unnið FH tólf sinnum í röð Hrósuðu Alexander: „Varð ekkert var við það að þarna væri fimmtán ára strákur inni á vellinum“ Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð Sjáðu skrípamörkin í Víkinni og öll mörkin úr sjöttu umferðinni Þeir bestu: Fylgt úr hlaði Eiður Smári missir hvert metið á fætur öðru til ungra KR-inga Heimir Guðjónsson: Ef það var einhvern tíma lag að vinna Víking þá var það núna „Þurftum að grafa djúpt“ Uppgjörið: Víkingur - FH 3-1 | Víkingar aftur á toppinn eftir hauskúpuleik Rosenörn „Ef við mætum svona í leiki munum við fá fullt af stigum” Uppgjörið: KA - Breiðablik 0-1 | Blikar sluppu með skrekkinn í blálokin „Finnst að þeir eigi að vera betri en við í reglunum“ Sjáðu mörkin sem tryggðu Fram sinn fyrsta sigur, þrennu Söndru Maríu og öll hin Myndaveisla: Grindvíkingar léku loks á heimavelli Yngsti markaskorari efstu deildar: „Langaði í annað“ Uppgjörið: Valur - ÍA 6-1 | Valsmenn tóku pirringinn út á Skagamönnum Alexander Rafn yngsti markaskorari í sögu efstu deildar Uppgjörið: Stjarnan - Fram 2-0 | Stjörnumenn á beinu brautina Uppgjörið: KR - ÍBV 4-1 | KR-ingar enn eina taplausa liðið Sjá meira
Versta byrjun meistaraefna í sögu tíu liða deildar Valskonum var spáð Íslandsmeistaratitlinum í ár af þjálfurum, fyrirliðum og forráðamönnum liðanna í Pepsi-deild kvenna en hafa ekki staðið undir þeirri pressu í fyrstu þremur umferðunum. 11. maí 2017 16:30
Umfjöllun og viðtöl: Breiðablik - Valur 3-0 | Blikar sýndu klærnar í miklu hvassviðri Breiðablik vann afar sterkan 3-0 sigur á Val í Pepsi-deild kvenna í Kópavogi í kvöld í miklu hvassviðri. Blikastúlkur halda því í við Þór/KA sem situr á toppi deildarinnar 10. maí 2017 21:45
Tapaði 3-0 og mætti ekki í viðtöl eftir leik Úlfur Blandon, þjálfari kvennaliðs Vals í fótbolta, mætti ekki í viðtöl eftir 3-0 tap liðsins fyrir Breiðabliki í gærkvöldi. 11. maí 2017 10:37
Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn
Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast
Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð
Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn